Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rúllugardína i Cruiser
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2006 at 02:30 #197233
Jæja, þá er farið að styttast í sprautun á Lilla og allt á fullu við að pússa, spartla og sjóða. Ég var að skoða húddið á honum í dag og rak þá augun í nokkuð sem ég hef ekki séð áður: Fyrir framan efri bitann sem vatnskassinn er festur í er rúllugardína! Mér brá nú töluvert við að uppgötva þetta og enn meira þegar ég sá að hún virkaði fínt, þó bíllinn sé 19 ára gamall.
Mig langaði að forvitnast um tilgang þessarar ágætu gardínu. með vírspotta er hægt að draga hana niður þannig að hún hlífir vatnskassanum og mín fyrsta tilgáta er sú að þetta sé ætlað fyrir annaðhvort akstur í vatni eða sandstormum?
Er einhver með þetta alveg á hreinu?
Er kannski ennþá verið að framleiða bíla með þessum búnaði? (ég ímynda mér að þetta sé orginal, enda bíllinn í frekar frumstæðu ástandi þangað til undir það síðasta).Kv.
Einar Elí -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2006 at 08:13 #541498
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er að ég held til að draga úr kæliafköstum vatnskassans, þ.e. að flýta fyrir því að vélin hitni og haldist heit. Sérstaklega ef kalt er úti og lítið álag er á mótornum og/eða hann notaður í stuttan tíma. Ég man eftir svona á Scania vörubílum, einnig notuðu sumir pappaspjald til að hylja neðsta hluta vatnskassans hérna í den.
Þetta hefur svipaðan tilgang og vökvakúplingarnar á viftuspöðunum og hitastýrðu rafmagnsvifturnar.
ÓE
04.02.2006 at 14:15 #541500Þetta er örugglega rétt hjá Óskari og á Land Rover sem hitnar seint og illa í köldu veðri væri þetta draumabúnaður. Ég er búinn að setja spjald framan við vatnskassann hjá mér og breytti það miklu. Það lokar langleiðina fyrir kæliriflurnar, rétt um 5 cm efst sem eru opnir. Sú kæling sem ég fæ úr því dugar vel að vetri til þó ekki sé neitt hörkufrost, en við álag í þungu færi kippi ég spjaldinu burt.
Ég held ég fari rétt með að á gamla Moskvich hafi verið strimlagardína og sjálfsagt fleiri bílum hér áður. Þetta held ég hafi líka verið hugsað eða allavega notað í skafrenning til að draga úr hættu á að kveikjan blotni.
Kv – Skúli
04.02.2006 at 17:09 #541502Eru engar myndir af ferlinu hjá þér? gaman væri að sjá eitthvað af myndum
04.02.2006 at 17:15 #541504Svona gardínur eru líka 80-crúsum (allavega sumum). Getur eflaust verið ágætt í verulega köldum löndum.
Dró eina svona einu sinni niður í ríflega -20 gráðum. Man ekki eftir því að það hafi breytt neinu. Bíllinn gekk reyndar eitthvað heitari sumarið eftir, enda steingleymdi ég að draga frá aftur
kv
Rúnar.
04.02.2006 at 21:26 #541506Sælir
þetta var mjög algengt á rússneskum bílum hér áður fyrr.
eimitt til að fá hita upp fyrr í frosthörkum
og halda meiri hita á kerfinu
mjög sniðug ef maður gleymir ekki að taka þetta af
Mundi
05.02.2006 at 03:51 #541508Aldrei tómur kofinn hér!
Jú, ég prófa að setja inn myndir annað kvöld þegar ákveðnum áfanga verður vonandi náð
Annars sést nú afskaplega lítið ennþá af þeim tíma og pening sem hefur farið í greyið…kv.
EE.
05.02.2006 at 11:47 #541510
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona gardínur voru alltaf í Zetor dráttarvélum og var þá togað í vír í mælaborðinu til að draga niður gardínuna í miklum frostum. Svo voru menn að redda Land Rover með spjaldi fyrir framan vatnskassann, (spjaldið var stundun gamall áburðarpoki o.þ.h.).
Svo var Zetor líka með loftdælu sem engar aðrar gerðir dráttarvéla höfðu.
LENGI LIFI ZETOR.Kv Arnar
06.02.2006 at 08:32 #541512Ursus maður.
þeir voru fluttir til íslands í stórum stíl,
ódýrir pólskir dugnaðarjarkar sem hófu störf í borgum og bæum
þurtu ekki landvistarleifi
og voru með pumpur og gardínum
11.02.2006 at 01:28 #541514Hjá já já já já… Það er kannski pínu sorglegt að hafa ekkert annað að gera á föstudagskvöldi
en ég setti inn nokkrar myndir af gripnum og því ferli sem hann er enn staddur í.
–
Þetta er náttúrulega engin geðveik breyting, meira svona aðeins verið að ditta að, en maður hefur nú alltaf gaman af því að kíkja í skúrinn hjá einhverjum öðrum, er það ekki?
–
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=breytingar/4189
–
Kv.
Einar Elí
11.02.2006 at 01:39 #541516Góður
11.02.2006 at 03:16 #541518Einar þetta er rosalegt!
ég geri ráð fyrir því að þú verðir eitthvað í skúrnum um helgina 😉 kíki kannski á þetta hjá þér.
11.02.2006 at 11:06 #541520Þú hefur aldeilis tekið á því síðan ég kom í skúrinn síðast! Helv….. flottur!
11.02.2006 at 17:59 #541522Mjg flott hjá þér og flottur litur! bíð spenntur eftir að sjá meyra:) á hann að fara á 44"??
11.02.2006 at 23:36 #541524Þetta kemur vel út, töff litur og kantarnir eru flottir. Nú sjáum við lika enn og aftur að þetta eru lang flottustu bílarnir. kv. Óli Jóhann
12.02.2006 at 15:24 #541526Þetta er ansi áhugaverð breyting að fylgjast með hjá þér, ég er með svona Cruiser á "44, loftpúðum og þægilegheitum. Hvaða fjöðrun verðuru með að framan? Og hvað notaðiru burðarmikla púða?
Flottar myndir, maður verður alveg veikur að fara að gera eitthvað. Lifi Krúer.Kv. Villi- sem gleymdi að setja umtalaða rúllugardínu aftur í við vélaskipti.
13.02.2006 at 01:51 #541528Takk takk takk… Nei, hann fer ekki á 44" hjá mér. Verð með hann á 38" (þetta er svo létt…). Endurskoða kannski málið ef það snjóar einhverntíma á næstu áratugum… Gerði samt ráð fyrir 44" dekkjum við kanta og skurð á brettum. Better safe than sorry, eh?
–
Framfjöðrunin er "orginal" (fjaðrir, búið að snúa hásingu) og hann er ekkert hækkaður á boddýi. Hvað afturfjöðrunina varðar neyðist ég til að viðurkenna að ég veit ekki mikið um hana. Árni Páll í Eldhöfðanum smíðaði þetta fyrir mig og valdi púða og dempara sem hann hafði mikla trú á… ég er meira að segja búinn að gleyma hvað þeir þola mikið þannig að ég ætti nú að heyra í kallinum áður en ég púsla loftkerfinu saman…
Það er á langtímaplani að setja í hann gorma að framan… ein verður sennilega ekki fyrr en eftir 1-2 ár.
–
Auðvitað eru þetta langflottustu bílarnir!
EE.
13.02.2006 at 16:37 #541530Þeir eru reyndar svipað þungir og 80 cruiser, og allir segja að þeir þurfi 44"…
13.02.2006 at 17:35 #541532Sæll Magni.
Já, þetta er reyndar frekar víðtekin skoðun.
Það er náttúrulega dagljsóst að sá jeppi sem kemst allt er ekki til. Þeir eiga allir einhver takmörk. Þessar "viðurkenndu" dekkjastærðir á bílum eru ágætis viðmiðun, en fólk verður nú líka að fá að ráða því sjálft hvað það ætlar sér.
Að því sögðu byggi ég þessa ákvörðun mína á eftirfarandi atriðum:
.
-Með því að vera á 38" dekkjum er minna álag og slit á öllum búnaði (legum, öxlum o.s.frv.) en ef þau væru stærri.
.
-Losna við að lækka hlutföllin og setja þannig veikari hlekk í drifrásina.
.
-Ódýrari dekk.
.
-Reynslan af honum á 38" (trooooðfullum af drasli)er þannig að hann kom ekki mikið verr út en Hilux á 38" í strembnu færi (krapi, þungur snjór) – þó svo að hiluxinn hafi auðvitað haft yfirhöndina.
.
-Hann er skráður á 36". 38" er því innan löglegra skekkjumarka. Losna því við breytingaskoðun.
.
-Eftir að hafa ferðast með bílum á allskonar dekkjastærðum hefur mér sýnst að í ca. 90% tilfella hafi bílstjórinn meira að segja um árangurinn en nákvæm dekkjastærð. Auðvitað eru til aðstæður þar sem það eina sem dugar eru stærri dekk – en er maður asnast nú til að læra að keyra gripinn á maður að geta stundað fína ferðamennsku árið um kring á 38" dekkjum.
.
-Það stefnir allt í að í ferðahópnum verði 3 Cruiserar á 38". Ég nenni ekki að vera sá sem er alltaf að draga hina upp 😉
.
-Hann er svo hár að ég kæmist ekki upp í hann á 44" dekkjum 😉 Svo hef ég líka heyrt að stór dekk þýði að maður sé með lítið… ööö… nef?
Ekki vill maður nú gefa færi á því?
.
-Nákvæmlega í hvaða snjó á maður svo ekki að drífa???
.
Og þannig er það nú.
Kv.
Einar Elíps. Það er samt rétt að taka það fram að ég er ekki að dissa ákvörðun annarra um að fara á 44" dekk, né heldur halda því fram að ég sé betri bílstjóri. Ég geri mér alveg grein fyrir því þeir hafa meiri möguleika en ég á að komast áfram við vissar aðstæður…
13.02.2006 at 20:50 #541534það gríðalega mikill munur á þessum bílum á 38" eða 44".
4:88 hlutföllin brýtur þú ekki mjög auðveldlega, og ertu viss um að þinn sé ekki á 4:88?
Það eina sem brotnar í þessum bílum eru kúluliðirnir í framöxlnum ef maður er e-h verulega að tuddast (þá sérstaklega með þá læsta og er að bakka og beygja).
Til hamingju með þetta, hann er að verða flottur hjá þér, gangi þér vel

kveðja, Guðni
13.02.2006 at 22:03 #541536Ég stið þessa ákvörðun hans Einars!!! enda þar sem ég ætla líka að vera á 38" tek ég það ekki í mál að hann verði á 44" !!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
