FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ruglaður Trooper

by Hafliði Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ruglaður Trooper

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurþór Þórsson Sigurþór Þórsson 16 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.11.2008 at 13:56 #203277
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant

    Daginn.
    Félagi minn á 2003 módel af Trooper.
    Trooperinn lætur illa þessa dagana og okkur langar að fá spekingana hér til að ausa úr viskubrunnum sínum.

    Málið er það að hann gengur illa, stundum er eins og hann gangi ekki á öllum, drepur stundun á sér í hægagangi til dæmis ef bakkað er út úr stæði, og á meðan hann er færður frá D í R þá drepur hann á sér.

    Eins einkennilega og það hljómar virðist þetta vera verra þegar miðstöðin er á fullum blæstri. Stundum er líka eins og hann auki gjöfina um nokkur hundruð snúninga þegar miðstöðin sett á fullt.

    Þegar hann gengur hæga ganginn gefur hann sér líka stundum inn sjálfur, eins og einhver sæti inni og gæfi hressilega inn.

    Búið er að láta IH tölvulesa bílinn, eftir það var skipt einhverja skynjara og „common rail“ rofa. Einnig er búið að skipta um olíur og síur.

    Kannast einhver hér við svipaða lýsingu? Hafa menn einhverjar sniðugar hugmyndir af lausn. Það er hvorki í boði að henda honum og kaupa Patrol eða Landcruiser þannig að við afþökkum þau ráð innilega.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 27.11.2008 at 14:23 #633704
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    ég veit dæmi þess að hraðamælabreytar í bílum með mikið af tölvudóti, hafa verið að bila þannig að þeir taka truflunum frá rafbúnaði og trufla gang vélarinnar. þekki reyndar ekki dæmi þess að miðstöð hafi haft þessi áhrif, en ljós veit ég um að breyti snúningshraða vélar í gegnum bilaðann hraðamælabreyti og svo þegar tekið er af stað og hann fær puls frá millikassa, þá fer allt til andsk….





    27.11.2008 at 17:50 #633706
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Bílar haga sér oft furðulega ef alternatorinn er byrjaður að gefa sig, þeas hlaða illa eða sveiflast á honum spennan. Er búið að hleðslumæla bílinn sem og að athuga geymana?
    .
    Annars getur verið svo margt að í bílum með svona miklu magni af tölvukerfi í kringum mótorinn…
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    27.11.2008 at 19:28 #633708
    Profile photo of Matthías Skúlason
    Matthías Skúlason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 42

    Kannst við svipað mál.
    Sammála Ulfr með hleðsluna og Alternator-inn.
    Veit til þess að Alternator hafa farið í þessum bílum þó svo þeir væru nýlegir…
    Þessir bílar þurfa umtalvert slag þegar þeir eru ræastir og snúast lengur en aðrir bílar áður en þeir fara í gang.
    Annar hafa skynjarar verið að fyllast af sóti, sérstaklega ef bíllinn er keyrður mikið stuttar vegalengdir. Meira að segja eru þeir upp í IH með sérstakt ferli fyrir sótuga skynjara
    Einnig gang þeir sérkennilega þegar þeir eru kaldir. T.d. mjög kraflausir fyrstu 300-500 m.

    Verð þó að segja að þessir bílar eru ekkert verri en aðrir bílar þó svo að oft sé talað illa um Trooperinn..





    27.11.2008 at 19:39 #633710
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    prófaðu að hringja í bjössa í 6630710
    kv Trausti





    28.11.2008 at 11:53 #633712
    Profile photo of Ragnar Þórðarson
    Ragnar Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 202

    Lenti í allskonar draugagangi með Trooperinn minn rétt áður en alternatorinn gaf sig alveg. Miðstöðin hélt áfram að vera í gangi eftir að drepið var alveg á bílnum, útvarpið skipti milli stöðva (sérstaklega ef maður var að hlusta af áhuga), hazardljósin í mælaborðinu lýstust upp þegar ég bremsaði og fleira í þeim dúr. Og allir sögðu mér að skipta um relay.
    Fékk besta dílinn hjá Rótor í Hafnarfirði. Fékk öflugri alternator með ísetningu (bíllinn dó fyrir utan hjá honum, ekki mikið annað í stöðunni :) ) á lægra verði en varahlutinn einn og sér annars staðar. Og allur draugagangur hætti.

    Gangi þér annars vel að redda þessu. Mæli annars með salti í fjögur horn bílsins ef hann er einfaldlega andsetinn 😉





    28.11.2008 at 13:19 #633714
    Profile photo of Stefán Grímur Rafnsson
    Stefán Grímur Rafnsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 280

    Pabbi gamli á nú trooper 99árg og hefur alternatorinn verið til talsverðra vandræða og man ég eftir einu skipti einsog Raggi lýsir. þá hætti hann að hlaða og eithvað af ljósunum í mæaborðinu kviknaði en þá var nýbúið að skipta um alternator og ein leiðslan sem liggur að honum var í sundur. Hann hefur tekið uppá því að ganga óregglulega þegar að sambandsleysi gerir vart við sig í enhverju tengi vinstrameginn á vélini man nú ekki alveg hvað það gerir





    29.11.2008 at 11:39 #633716
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Takk fyrir viðbrögðin, við kíkjum eitthvað betur á þetta í vikunni





    30.11.2008 at 11:27 #633718
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    Prófaðu að losa plöggið af vélatölvunni inni í húddi. Hef séð nokkrar fyllast af smurolíu sem kemur eftir vírunum sem liggja að spíssunum og eftir lúmminu, gegnum plöggið og talvan fyllist með tilheyrandi gangtruglunum.
    Furðulegur búnaður þetta!!!

    Baráttukveðjur, Sigurþór





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.