This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurþór Þórsson 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Daginn.
Félagi minn á 2003 módel af Trooper.
Trooperinn lætur illa þessa dagana og okkur langar að fá spekingana hér til að ausa úr viskubrunnum sínum.Málið er það að hann gengur illa, stundum er eins og hann gangi ekki á öllum, drepur stundun á sér í hægagangi til dæmis ef bakkað er út úr stæði, og á meðan hann er færður frá D í R þá drepur hann á sér.
Eins einkennilega og það hljómar virðist þetta vera verra þegar miðstöðin er á fullum blæstri. Stundum er líka eins og hann auki gjöfina um nokkur hundruð snúninga þegar miðstöðin sett á fullt.
Þegar hann gengur hæga ganginn gefur hann sér líka stundum inn sjálfur, eins og einhver sæti inni og gæfi hressilega inn.
Búið er að láta IH tölvulesa bílinn, eftir það var skipt einhverja skynjara og „common rail“ rofa. Einnig er búið að skipta um olíur og síur.
Kannast einhver hér við svipaða lýsingu? Hafa menn einhverjar sniðugar hugmyndir af lausn. Það er hvorki í boði að henda honum og kaupa Patrol eða Landcruiser þannig að við afþökkum þau ráð innilega.
You must be logged in to reply to this topic.