This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég tel mig vera búinn að finna rót vandans í sambandi við það að menn séu að týnast hist og her um landið með allar græjur en ekkert kunna á þær.
Ég var nefninlega að skoða myndaalbúmið þar sem nokkrir afar vel búnir jeppar og greinilega þaulvanir jeppamenn fóru bíltúr um Austurland.
Þetta var bíltúr um Sólheimasand, Reynisfjall, Vík í Mýrdal og Þakgil.
Það er enginn þessara staða á austurlandi.
Þessir staðir eru rétt vestan við það sem ég myndi kalla mið suðurland.
Ég held að 4×4 ætti að halda námskeið í landafræði, þar sé hundurinn grafinn. Menn eru ægilega snjallir á tækin og græjurnar en hafa ekki hugmynd um hvar þeir eru á landinu.
Þetta er ekki eina dæmið um þetta vegna þess að ef menn skoða vef Rafiðnaðarsambands Íslands og fletta upp sumarhúsum á austurlandi þá er fyrsti staðurinn nefndur Kirkjubæjarklaustur.
Þetta finnst mér bara fyndið..
Kv Izan
You must be logged in to reply to this topic.