This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Loksins er ég alveg búinn að missa þolinmæðina varðandi klafana á XtraCabinum mínum, og er búinn að útvega mér hásingu.
Þá er bara að leita ráða sér reyndari manna við að koma rörinu undir…nokkrar spurningar:
Ég vil færa framhjólin ca 5cm framar til að fá gott pláss aftan við dekk og færa þyngdarpunktinn örlítið nær afturhásingunni(er full léttur að aftan).
Ég ætla líka að hafa bílinn eins lágan og ég get að framan, svipað og hann er í dag, þ.e. lítið hærri á fjöðrun en hann er original. (kæti kostað smá grindarbreytingar-æfingar, en það er ekkert stórmál)
Hvernig hafa menn leyst þverstífuvandamálið? Kemst hún á milli hásingar og togstangar án þess að færa maskínuna?
Ef svo: Er þetta rosalega tæpt og kannski að rekast stundum saman?
Ef ekki, hvernig hefur maskínan verið færð? Beint fram? Eða snúið um efsta boltann? …Eða kannski aftari neðri boltann?Er vit í að hafa þverstífuna framan við stýrismaskínuna vinstra megin og smíða vasa fyrir hana fram á milli togstangar og millibilsstangar hægra megin?
Það væri gaman að fá einhver komment á þetta, ekki myndi skaða að fá linka á myndir af svona breytingum…
kv
Grímur
You must be logged in to reply to this topic.