This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Í myndaalbúminu spyr Gísli Sverrisson hver sé tilgangurinn með rörunum sem sjást hér:
Þessi rör, sem eru reyndar úr áli en ekki járni, eru notuð til að mæla snjósöfnun og leysingu á Hofsjökli. Á vorin eru gerðar holur með bræðslubor í snjóinn og rör sett í holuna. Næasta haust er hægt að mæla á á rörinu hversu mikið hefur bráðnað um sumarið. Neðantil á jöklinum er t.d. gerð 10 metra djúp hola og sett í hana 6 metra langt rör. Ef 5 metrar standa upp úr ísnum að hausti þýðir það að 9 metrar hafa bráðnað af ís. Næsta vor er síðan hægt að nota rörið til þess að mæla hversu mikill snjór hefur safnast yfir veturinn.
Efst á jöklinum bætir á snjóinn á sumrin líka, þar hægt að mæla snjósöfnum með því að bæta ofan á rörin í mælileiðöngrum.Í öll þau skipti sem ég hef komið á topp Hofsjökuls, nema í síðasta mánuði, hefur svona rör staðið upp úr snjónum á hábungunni.
-Einar
You must be logged in to reply to this topic.