This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 17 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Heil & sæl,
í kjölfar frétta ekki fyrir löngu síðan um laka afkomu olíufélaganna og í framhaldinu viðtal við framkvæmdastjóra/forstjóra Atlantsolíu í fréttum um að þetta væri ástæða gríðarlegrar samkeppni á markaðnum og aðrir forstjórar tóku undir þessu orð og málið var dautt má ég til með að koma með smá innlegg í umræðuna.
Í gær átti ég leið framhjá Olís í Norðlingaholti, Select á Vesturlandsvegi og niður Ártúnsbrekkuna og framhjá N1.
Einhverra hluta vegna fylgist ég með verðskiltunum á sjálfsafgreiðslunni á þessum stöðum.
Verðin þann 15.08.07:
Olís : Diesel 124,0 / Bensín 125,0
Select: Diesel 124,0 / Bensín 125,0
N1 : Diesel 124,0 / Bensín 125,0Nú, ég keyri aftur þarna framhjá í dag og tek stöðuna á skiltunum:
Verðin þann 16.08.07:
Olís : Diesel 126,0 / Bensín 127,0
Select: Diesel 126,0 / Bensín 127,0
N1 : Diesel 126,0 / Bensín 127,0Sem sagt, rjúkandi samkeppni (eða öllu heldur samráð) upp á aur!
Og hvað gerist svo í dag þegar stöðugar fréttir eru af því að krónan sé að lækka? Nú andskotans íslensku olíufurstarnir senda hvorum öðrum SMS og allir hækka samtímis um 2 krónur til að viðhalda þessari rjúkandi samkeppni sem þeir hafa verið að halda fram í fjölmiðlum landsins ekki fyrir löngu síðan….
Krónan er búin að vera þvílíkt stabíl og há í sumar og dollarinn í 60 kalli, en við erum samt búin að vera að borga nálægt 120 krónum fyrir líterinn… þetta er bara löngu hætt að ‘meika sense’!
Langar svo að nota tækifærið og benda olíufélögunum á ódýra lausn í sambandi við þessa sumarleiki sína. Í stað þess að bjóða eitthvað góðgæti fyrir 2 stimpil mætti frekar vera 500ml vaselínstúpa, það er nefnilega svo sárt að láta taka sig svona í þurrann analinn trekk í trekk. Maður kemur fyrr aftur í 3 stimpil ef allt gengur smooth fyrir sig.
Bjarni
You must be logged in to reply to this topic.