This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Fyrr í dag setti ég inn almennar hugleiðingar varðandi klúbbinn
og fjármál hansÞað var mín ákvörðun að hafa þetta í flokki með óheftum aðgangi þar sem ég
veit til þess að fáir skrá sig inn á síðuna í hvert sinn sem þeir líta inn
og ég tel að þetta eigi erindi við alla félagsmenn, líka þeirra sem skrá sig
ekki inn.Nú er komin upp sú staða að vefnefnd hefur ritskoðað þennan þráð minn,
breytt honum að mér forspurðri og sett hann undir flokk með heftum aðgangi.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort að það sé hlutverk vefnefndar að standa í
ritskoðunum og breytingum á póstum félagsmanna? Ef einhverjum finnst
óþægilegt að svara og ræða þessi mál á opnum þræði þá er viðkomandi velkomið
að gera það undir lokuðum innanfélagsmálaþræði, grundvallaratriðið er það að
viðkomandi stjórni því sjálfur. Ég sat sjálf í stjórn þegar ákveðið var að
gera lokaðan flokk fyrir innanfélagsmál, en þá var jafnframt ákveðið
að það yrði opinn innanfélagsmálaflokkur ásamt þeim lokaða en einhverra hluta
vegna hefur sá flokkur aldrei litið dagsins ljós.Það er nú ekki eins og þetta séu nein stórkostleg hernaðarleyndarmál, eða
var kannski Bjarni Ármannsson að skrá sig í klúbbinn?Vefnefnd, vinsamlegast breytið ekki aftur skrifum mínum hér á síðunni.
You must be logged in to reply to this topic.