Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Ríkt jeppafólk
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Þórarinn Ásmundsson 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2010 at 19:04 #209738
Við erum útvalið og ríkt jeppafólk.
Mæli nú með því að formaður Ferðaklúbbsins 4×4 eða formaður Samút skoði fréttatíma Stöðvar 2. Og setji sig síðan í samband við Stöð 2 og leiðrétti bölvað bullið í fréttatímanum um utanvegaakstur og svo um okkur meinta ríka jeppafólkið. Lálendisvæðingu og aðra steypu sem vellur út úr þessu liði sem sífellt sækir að okkur frá öllum áttum.
Kv Ofsi ofsaríki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2010 at 19:47 #675714
Hehe..
Er það ekki einhver ímynd sem þorri jeppamanna er búinn að koma upp með "endurnýjun jeppaflotans".
Annars er þetta mjög hæpinn bissnes að ætla að halda uppi veganeti um allt hálendið svo þýskir trukkar með vatn-, olíu og matarbrúsa hangandi utan á sér, (sem EKKERT skila eftir nema rusl) geti spænt um þvers og kruss um landið.
Kv. Atli E.
Sem hefur horft með tárin í augunum eftir hundruðum gæða-jeppa á leið til Íraks og Afríku.
10.01.2010 at 20:04 #675716Sammála þér Atli, það er leiðinlegt og pínu sorglegt að sjá á eftir þessum gæðingum í útflutning. En aftur að kerlunni fyrir austan sem er sennilega búin að fjárfesta of mikið í hótelinu. Hún nefnir sérstaklega Lakaleið. Þangað fór ég fyrir um 10-12 árum á Volvo 740 og gekk ágætlega. Systir mín hefur líka farið þangað á Corolla. Það er ekkert mál að fara inn í Laka á öllum hærri bílum. Utanvegaakstur er þarna í algjöru lámarki og Kári Kristjánsson landvörður svo svæðisins er vel gætt. Auk þess færu þeir sem ætla sér að aka utanvega á þessu svæði ekki sérlega langt í karganum.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir stjórnarmenn eða formann ferðafrelsisnefndar að leiðrétta þetta bull og koma að sjónarmiðum klúbbsins varðandi lálendisvæðingu. Comon strákar.
10.01.2010 at 20:53 #675718Já það væri líklega vænlegt fyrir rekstur hótelsins að Efri-Vík breyta Vatnajökuls-þjóðgarði í glápgarð.
Þegar ég heyrði fyrirsögn fréttarinnar, þá var það fyrsta sem mér kom upp í hugann að fólkið á Efri-Vík væri að koma sér á framfæri, sem og raunin var.Af fyrri reynslu af fjölskyldunni að Efri Vík þá var nú var nú fégræðgin þeim ofar í huga en landvernd eða sjálfbærni.
10.01.2010 at 21:02 #675720
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta var nú meiri vitleysan…. ekki vissi ég maður að maður væri svona rosalega ríkur ef maður ætti jeppa….
Fyrir mitt leyti finnst mér bara ágætt að það sé ekki greiðfært í sumar náttúruperlur….. það er að sýna sig að náttúruperlur sem er of greiðfært í eru að springa undan álagi og jafnvel liggja undan skemmdum… sjá t.d. hvað er nú að gerast við Kerið…..
10.01.2010 at 21:37 #675722Það er alltaf þetta sama væl í jakkafötunum,má ekkert fara um landið vegna þeirra. Kerið er eitt dæmið. Svo og tilvonandi glápgarður við vatnajökul. það er allstaðar verið að setja útá okkur sem ferðumst á hálendinu í mestu kurt og pí og viljum aka vel um og ekkert skemma. Flestir eru á því máli sem ég hef talað við að það er gott að geta farið af malbikinu og sett sig á framdrifið og lallað sér á einhvern friðsælan stað,en það sé varla þverfótandi fyrir jakkafötum og liði sem þykist eiga allt og loka bara eftir þeirra behag. Mér finnst mjög gaman að geta farið í einhverjar skemmtilegar ferðir,hvort sem það er með félögum f4x4 eða þá í veiðina. Við eigum ekki að láta einhverja ríkisbubba hafa áhrif á okkar ferða og jeppamennsku og ferðumst sem fyrr og ökum með virðingu um landið. Ég mun halda því áfram í framtíðinni.
Hinn meðalríki jeppaeigandi
10.01.2010 at 22:36 #675724Ég kem pínu af fjöllum með þessa ummræðu hér að ofan, en langar samt að ath hvort einhver eigi slóðina á þessa frétt ?
Svo maður geti nú kynnt sér um hvað er verið að fjalla
Kveðja,,
10.01.2010 at 22:39 #67572610.01.2010 at 23:06 #675728það er alveg magnað hvað fólk getur verið fordómafullt án þess að átta sig á því það er eins og að það sé bara sjálfgefið að maður búi í kastala og baði sig í kampavíni af því að maður á jeppa maður getur nú ekki gert neitt annað en að vorkenna svona fólki sem fjárfestir frekar í rándýru sófasetti eða safnar enhverju rándyru máva eða hænustelli flestir jeppamenn sem ég þekki eru flestir bara venjulegir menn kanski pínu geggjaðir en það er oft bara kostur
10.01.2010 at 23:21 #675730Menn geta nú alveg haft mismunandi skoðanir á því hversu vel færir hálendisvegir eiga að vera, en mér finnst að þið ættuð að láta einhverjar blammeringar út í hótelhaldarana í Efri-Vík eiga sig því þau eru öll hið mesta sómafólk sem ég hef þekkt lengi, enda uppalinn þarna í nágrenninu. Að vísu er ég ekki sammála þeim um að gera fólksbílafæran veg inn í Laka frekar en á aðra svoleiðis staði, veit svosem að það er hægt að skrölta þangað á fólksbíl þegar lítið vatn er en almennt er þetta nú illfært á fólksbíl, og svo geta menn nú hitt á góðar aðstæður ég man td, eftir manni á Toyota Tersel inn við Síðujökul þegar hann hljóp fram. En Hörður, Salóme og þau öll í Efri-Vík eru sómafólk og þó svo að hún Eva hafi sagt þetta er engin ástæða er að skíta þau út hér á vettvangi þar sem litlar líkur eru á að þau svari fyrir sig.
Kv Beggi
11.01.2010 at 00:52 #675732Eflaust er þetta sómafólk sem þarna býr og starfar. En það er ekki mjög sanngjarnt af þeim (henni) að slá slíku fram og fullyrða einhliða með þessum hætti og enginn til andsvara. Sjálfur hef ég lengi átt jeppa en verð sennilega seint, til góðs eða ills, talinn ríkur í þeim skilningi sem þarnu var átt við!
11.01.2010 at 02:23 #675734ég efast ekkert um að þessi kona gæti verið alveg ljómandi manneskja mér finst hún samt orða þetta ótrúlega vittlaust þar sem hún gefur það í skyn að fáir útvaldir ríkir jeppakallar séu þeir einu sem komast þetta. ég er á þeirri skoðun að ef enhver vill fara eitthva þá bara fer hann og stundar sitt áhugamál, ég ákvað að verða jeppakall fjórhjólari og kafari, sumir velja sér útsaum eða kanski syngja í kór ég er samt ekkert að kalla það fólk fyrir saumakellingar eða gaulgaura.
en svo er að sjálfsögðu annar boðskapur í þessari frétt og hann er sá að ef vegurinn verði ekki almennilegur þá er mykil hætta á utanvega akstri. finst nú aðeins að þarna sé verið að gefa í skyn að þessum ríku jeppaköllum sé ekki treistandi til að aka um á þessu svæði,,,, mín reynsla er að þeir sem skemma mest er fólk sem veit ekki neitt um jeppamennsku….
11.01.2010 at 07:36 #675736Ég fann hvernig buddan stækkaði þegar ég hlustaði á hana tala.
En ég ver sennilegast seint talin til ríkra manna, keyri samt um á breyttum bíl.Í sumar sem og síðastasumar hef ég verið að ferðast um Fjallabak N og S en það er áberandi mikill munur a utanvegaakstri eftir því hvort maður ekur Fjallabak sem er fólksbílafært og utanvegaakstur er talsverður, en svo ef maður fer Dómadalinn (Landmannaleið) í Laugarnar þá eru sárin jú alvarlegri en þau er hægt að telja á fingrum annarar handar og eru að hverfa eða þá að við upplifum það sennilegast flestir að sjá þau hverfa.
Og svo eru það Vigdísarvellir sem ég fer þónokkuð en þar er vegurinn fólksbílafær á sumrin og talsvert um utanvegaakstur en á veturnar er vegurinn bara "jeppafær" og sjást för í snjónum eftir akstur utanvið leiðina á sömustöðum ár eftir ár, en það er framhjá hengjum svo bílarnir velta ekki og það sér ekki á bakkanum þegar snjóinn leysir.Hvað segir þetta manni? allavega les ég það úr þessu að fólksbílafært = talsverð hætta og hreinlega líklegast að það verði utanvegarakstur.
Kveðja Árni F
11.01.2010 at 14:39 #675738Það er nú kannski frekar að hún sé að blammera á rússahópana sem komu hingað á 07 tímanum og komu reyndar þarna víða við meas á þyrlum og svo voru nokkrir fjallataxar með þá líka að snatta í ævintýraferðum og ekki alltaf ekið á löglegum hraða og eins voru þeir þarna við veiðar í ánum í kring og slógu mikið um sig og til að mynda var lokað á aðra umferð meðan þeir fóru um á sumum stöðum þessir ríku rússar en ekki ætla ég að dæma þau því við vitum að það var fullt af nýríkum aulum sem keyptu sér flotta Jeppa og óku um allt eins og þeir ættu landið og umgegnin eftir því og pössum okkur á að fara ekki af stað með einhver stríðsóp látum þetta frekar eins og vind um eyru þjóta því svona viðbrögð eru frekar eins og máltkið segir Þeir taka það til sín sem eiga það
og kæri Árni 87 þetta er nú frænka þín minnir mig að Hörður sem er faðir hennar hafi verið náskyldur Helga afa þínum því þó þau séu þarna núna þá er vestfirskt blóð þarna á ferð og heimurinn minni en þú heldur
11.01.2010 at 15:13 #675740Ég var nú að reyna að gera sem minnst úr þessum orðum hennar svo ég vitni í hana "ríku jeppamönnum".
Ekkert illa meint til hennar.
Annas er það rétt, hún er skyld mér og þetta land er lítið 😀Var aðalega að benda á að svæðin við þá hálendisvegi sem eru fólksbílafærir og ég hef farið eru ver farnir en hinir sökum utanvegaaksturs.
11.01.2010 at 16:58 #675742Ég skil ekki hvernig hún fær það út að það séu bara ríkir menn sem eiga jeppa,. það er alls ekki ódýrt t.d. að reka jeppa, en ég er ekki sammála því að láta gera góða vegi upp að svona perlum, svo fólk geti ekið á sínum fólksbílum um allt, því einhverstaðar mun vegurinn enda og reyna menn þá ekki að fara kannski lengra, og það kallar jú á utanvegarakstur,
Ef þessi hótel kona hefur svona miklar áhyggjur afhverju kaupir hótelið þá sér ekki bara nokkra góða jeppa til að fara með fólk þanngað upp ? mér sýnist nú á þessum myndum að þetta fólk sé nú vel ef ekki betur stætt fjárhagslega en við jeppamennirnir…
kv. Hjalti
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.