FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Reynslusaga

by Ágúst Úlfar Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Reynslusaga

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Freyr Þórsson Freyr Þórsson 13 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.09.2011 at 10:55 #220350
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant

    Frásögn af viðskiptum mínum við Benna og Kaupfélagið hans.

    1. Í janúar 2010 hringdi ég í Benna og pantaði hjá honum H4-HID framljósasett. Uppsett söluverð millifærði ég á bankareikning hans eins og um var samið. Dagarnir liðu einn af öðrum en engin ljósin komu. Þegar ég rak eftir málinu fann hann ekki greiðsluna og vildi ekkert kannast við að hafa fengið hana fyrr en ég hafði gefið honum upp allar upplýsingar um millifærsluna.

    2. Þegar ljósin loks komu setti ég þau í Subaru bíl sem ég á. Fljótlega kom í ljós að ljósin virkuðu illa því að endrum og eins kviknaði alls ekki á þeim. Þegar þetta gerðist varð að rjúfa alla spennu til þeirra og bíða smá stund áður en hleypt var á aftur. Ég hringdi í Benna og kvartaði en fékk ekkert út úr því annað en fyrirlestur um það hver þessi ljós hefðu reynst frábærlega vel og að þetta væri eitthvað sértilfelli. Ég nennti ekki að halda málinu til streitu og þegar í ljós kom að ég fékk ekki skoðun á bílinn með þessum ljósum þá tók ég þau úr og setti gömlu halógen perurnar í aftur.

    3. Leið nú nokkur tími en svo fékk ég þá flugu að prófa ljósin aðeins betur og setti þau nú í Galloper jeppann minn. Eins og fyrr lýstu ljósin ágætlega þegar þeim þóknaðist, en dyntirnir voru alveg þeir sömu og fyrr.

    4. Hófst nú röð af símtölum sem loks leiddi til þess að ég fékk senda nýja Hi/Low einingu, sem Benni taldi vera sökudólginn. Að vísu þurfti ég að greiða sjálfur fyrir flutninginn að norðan, en taldi mig samt vera kominn í góð mál.

    5. Þegar á reyndi kom svo í ljós að einingin var af rangri gerð því að tengistykki fyrir perurnar pössuðu ekki. Hófust nú símhringingar enn á ný en hafa til þessa ekki leitt til neins. Að vísu er viðhorfið eitthvað að breytast því að í stað fyrirlestra um gæði vörunnar og hina frábæru reynslu af henni hefur hann síðustu skiptin hreinlega ekki viljað tala út um málið. Hann hefur á kurteisan hátt borið við annríki og lofað að hringja til baka innan tiltekins tíma – en ekki staðið við það.

    Nú er ég hreinlega búinn að fá mig fullsaddan af þessu dæmi. Það er ekki nóg að bjóða lágt vöruverð ef bæði gæðin og þjónustan eru í molum. Ef ég reikna mér eðlilegt tímakaup fyrir allan þann tíma sem pex og vesen út af þessum ljósum hefur tekið þá eru þau alls ekki ódýr lengur.

    Ég set þetta á vef f4x4 vegna þess að ég komst í kynni við Benna og vörur hans á þeim vef og ég er viss um að ég er ekki sá eini. Þetta er því sett inn sem aðvörunarorð fyrir aðra félagsmenn sem eru í leit að vörum á hagstæðu verði.

    Áður hef ég skrifað um atvik og viðskipti sem ég hef verið ánægður með og það þarf enginn að fara í fýlu þótt ég segi líka frá viðskiptum sem ég er ekki ánægður með og nafngreini málsaðila.

    Ágúst Úlfar Sigurðsson

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 20.09.2011 at 19:46 #737025
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    Eitthvað kannast ég við þetta sem þú talar um.
    Mín reynsla af viðskiptum við hann er svipuð.
    1. Keypti 1 sett af xenon H9004 með háum og lágum geisla, annað ljósið datt stundum út, kostaði símtöl og tíma að finna út að einn spennirinn var ónýtur, fékk annan fljótlega eftir að þetta kom í ljós.

    2. Keipti 2 sett af Xenon H9005 og H9006 , hár og lár geisli.
    Setti settin í bílinn og lendi svo næst þegar ég fer úr bænum í tómu tjóni með útvarpið, það var allt lóðað upp á nýtt, svo skipti ég því út, svo loftneti og ekkert lagaðist, þá kom í ljós og 85Þ kalli fátækari að þetta H9005 xenon drasl var að trufla móttökun a í útvarpinu (Lélegir spennar) hinir virðast vera betri., Guðmundur í Nesradio sagði að þetta kína xenon væri sífellt til vandræða, bíð eftir nýjum spennum fyrir H9005 settið sem eiga að vera betri frá Benna, eftir nokkur símtöl og imail sendingar og komið á aðra viku en engir spennar komnir.

    Svo datt H9006 settið út, fór að sprengja öryggið, sennilega ónýtur spennir og bíð eftir honum líka.

    Annars hefur Benni verið rosalega góður að dásama þetta drasl og örfá sett af 7000þúsund settum sem hann hefur selt hefur hann fengið í hausinn aftur af eigin sögn.

    Varðandi verð þá kostuðu síðustu settin hjá honum 22þ, ég pantaði svo sett af ebay fyrir H3 55w sem kostaði hinga komið ca 10Þ og það besta var að í pakkanum voru nákævmlega sömu spennarnir og perur og ég fékk hjá Benna á 22Þ

    Verst að ég hef meir áhyggur af gleymsku eiginkonu hans, hún hefur 2x í mínu tilfelli gleymt pakka í aftursætinu í bílnum hjá sér sem hún átti að fara með á pósthús og ég beið og beið.

    Annar getur vel verið að póstsamgöngur frá Akureyri sé svona djöfull slæmar að það sé betra að fá þetta þjónustað frá Kína.

    Kv Gulli





    20.09.2011 at 20:39 #737027
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Af hverju kaupiði ekki bara halogenljós. Kostir þeirra eru þeir að þeir bræða snjóinn af glerinu, þú getur hlustað á útvarpið og það eina sem getur bilað (fyrir utan ef glerið brotnar) er peran og tengin.

    Kv Jón Garðar





    20.09.2011 at 20:50 #737029
    Profile photo of Þórir Hálfdánarson
    Þórir Hálfdánarson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 24

    Ég lenti í þessu sama með Benna borgaði h9004 ljós hjá benna í fyrir tæpu ári og eftir ótal símtöl og sendingar fékk ég réttu ljósin núna í Ágúst.
    þórir.
    P.s held að það sé ekki betra að kaupa halogen ljós hjá Benna, einfaldast er að sleppa því að versla við hann





    22.09.2011 at 19:42 #737031
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    Núna eru komnar 2 vikur síðan 3 spennar áttu að fara í póst frá Benna, þetta er svipaður sendingartími og frá Kína.
    Vona nú að þeir fari að birtast.





    29.09.2011 at 12:56 #737033
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    Núna eru komnar 3 vikur og engir spennar komnir.

    Panntaði 2stk xenon perur frá Kína á svipuðum tíma og eru þær komnar til mín á ca. 2500kall.

    Sem betur fer gat ég tekið spenni úr öðrum bíl til að fá skoðun, annars 15þ kall í sekt.

    Já það er léleg þjónusta og samgöngur frá Akureyri.





    29.09.2011 at 13:24 #737035
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Guðlaugur, hvað heitir þetta kitt sem þú keyptir af ebay?
    Vantar ekki framboðið þar, og virðist svona flótt á litið meira og minna allt vera sama kittið í mismunandi kössum.

    kv
    Rúnar.





    29.09.2011 at 16:04 #737037
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    [quote="runar":19lb8hm2]Guðlaugur, hvað heitir þetta kitt sem þú keyptir af ebay?
    Vantar ekki framboðið þar, og virðist svona flótt á litið meira og minna allt vera sama kittið í mismunandi kössum.

    kv
    Rúnar.[/quote:19lb8hm2]

    Þetta er allt svipað, passa sérstaklega að það séu þéttar með spennunum, þetta sett keypti ég http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI … OTORS:1123

    En fékk sett með svörtum spennum, og mjög snyrtilegur miði á þeim með upl um þá.

    Þetta er með þéttum og 1X Control Relay Wire, stundum þarf það, er víst mismundai eftir bílategundum. http://www.ebay.com/itm/55W-BI-XENON-H4 … 020wt_1185

    Hér tók ég 70w sett sem virðist ok, truflar ekkert útvarp, svo 100w sett sem ég setti í gula kastara hjá mér, en það truflar útvarpið http://wplamps.en.alibaba.com/
    70w settið kostaði 47usd og 100w settið kostaði 70 usd, sendingarkostanaður með DHL var 73usd.
    Það verður gaman að sjá hvernig 70w settið kemur út með H4 perum í gulu IPF kösturnum í vetur og 100w settið í gulu þokuljósunum.
    Þannig að ef þú heldur að sólinn sé að koma upp á fjöllum um há nótt þá er það ég á ferðinni……





    29.09.2011 at 19:37 #737039
    Profile photo of Magnús Bs
    Magnús Bs
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 80

    Heyrðu þessi linkur segir að það er minnsta pöntun upp á 100 stykki http://wplamps.en.alibaba.com/
    Er hægt að panta 1 stykki?





    29.09.2011 at 20:14 #737041
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    [quote="Magnús Bs":3pdo1psq]Heyrðu þessi linkur segir að það er minnsta pöntun upp á 100 stykki http://wplamps.en.alibaba.com/
    Er hægt að panta 1 stykki?[/quote:3pdo1psq]

    Sumt er í 100stk en sum kitt er hægt að kaupa 1-3stk.

    Þarf að gefa sér tíma til að skoða nánar.

    Líka eflaust hægt að spyrja þá um gott kitt, ekki það ódýrasta, þá uppgefa td 12v 55w H3 og 4300k sem er algengast og gefur gott ljós.





    29.09.2011 at 20:18 #737043
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    [quote="Magnús Bs":365ufzfv]Heyrðu þessi linkur segir að það er minnsta pöntun upp á 100 stykki http://wplamps.en.alibaba.com/
    Er hægt að panta 1 stykki?[/quote:365ufzfv]

    Td. þetta
    http://wplamps.en.alibaba.com/product/4 … D_KIT.html

    Þetta bauð kaupfélagstjórinn í pósti sendur mán. 6.12.2010 16:45
    Einna geisla 70w í eins og Hella, IPF, Britax, Piaa og fl. Kastara Kr. 67.000,-

    Betra að kaupa þetta sjálfir,smá risk en ekki verri þjónusta en margfalt betra verð.





    29.09.2011 at 20:56 #737045
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Heil og sæl.

    Í þessum þræði eru einhverjir að bera saman epli annars vegar og lifandi snáka í pokum his vegar.
    Mér finnst ósanngjart að taka þessi dæmi sem þið eruð að gera.
    Ég veit að Benni er að gera það allra besta sem hann getur. Athugið að verðin eru mjög sanngjörn í íslenskum krónum miðað við það sem var á markaði áður "en kaupfélagið tók til starfa". og Benna þótti nóg komið og fór út í það að finna ódýrari íhluti í bíla, félagsmönnum f4x4 til hagsbóta.

    Það að hafa ekki samband er etv. ekki afsakandi en ég spyr í því samhengi; Hver voru, og hvernig voru samskiptin áður en að allt fór í óefni.

    Vil bara að málefnið sé rætt á sanngirnisnótum.

    Kveðja,
    Elli.





    29.09.2011 at 22:06 #737047
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Hef verslað nokkrum sinnum við Benna og allt hefur staðið eins og stafur á bók. Gott verð og snögg afgreiðsla.

    Benni hefur verið með góðan valkost og ég hef verið ánægður með viðskiptin við hann.

    kv. Óli





    30.09.2011 at 11:24 #737049
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Benni hefur boðið upp á góða og óeigingjarna þjónustu og skal það tekið fram að hann hefur voðalega lítið ef eitthvað upp úr þessu (miðað við tímann sem fer í þessi mál). Hann tók upp á þessu þar sem honum fannst vanta fleiri og vandaðari valkosti í vöruframboði, á betri verðum en þekkist hér á landi.
    Auðvitað geta komið upp einstaka vandamál og samskiptaörðugleikar og sjálfsagt geta menn alltaf bætt sig en það er óþarfi að rakka niður það starf sem Benni stundar félagsmönnum til hagkvæmi. Ekki gleyma því að hann vinnur þetta mest í sínum frítíma.

    Mönnum er frjálst að versla þar sem þeir vilja og er sjálfsagt að láta vita ef vandamál koma upp á en það ætti þá að vera á milli þeirra aðila sem viðskipti eiga saman.
    Og að vitna í verð sem eru margra mánaða gömul er út í hött!

    -Bragi Þór

    ps. Það mætti halda að sumir væru að reyna að koma sjálfir á fót innflutningi með undangengum póstum, á kostnað Benna K4$4 ??





    30.09.2011 at 16:58 #737051
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það er líka rétt að hafa í huga að það að versla í gegnum Benna er raunar sambærilegt við að panta sjálfur beint að utan, nema það er milliliður sem tekur að sér umstangið við að panta. Það getur verið ágætur kostur og sjálfsagt oftast ódýrara en þegar verslað er í verslun hér heima, en munurinn að verslanir hér þurfa að hlýta ákveðnum lögum um neytendavernd. Þegar keypt er framhjá þeim, hvort heldur er með því að panta sjálfur að utan eða með millilið, þá gilda ekki sömu reglur um þau viðskipti. Betra verði getur því fylgt áhætta. Með þessu er ég þó ekkert að leggja dóm á þessi mál sem hér hafa verið dregin fram, en ágætt að gera sér samt grein fyrir þessu.
    Kv – Skúli





    30.09.2011 at 19:45 #737053
    Profile photo of Þórir Hálfdánarson
    Þórir Hálfdánarson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 24

    Er ekki komin tími á að Benni svari þessum ásökunum, það er doldið merkilegt að þrír aðilar hérna hafa lent í því að bíða upp undir ár eftir vörunni og fá ítrekað ranga eða gallaða vöru.
    Er þetta bara bull Benni? eða eru kanski enn fleiri sem hafa látið Benna plata sig ?





    30.09.2011 at 21:34 #737055
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Strákar er ekki best að láta þennan þráð loganst út af, renna niður listann og hverfa? Þetta fer að jaðra við einelti. Menn eiga að jafna sín viðskipti persónulega en ekki á þennan opinbera máta á spjallþræði.

    Kv. SBS.





    30.09.2011 at 22:28 #737057
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir félagar.
    Sammála SBS.
    Kveðja,
    Elli.





    30.09.2011 at 23:45 #737059
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég hef nokkrum sinnum átt viðskipti við Benna. Í heildina litið er ég mjög ánægður með þau viðskipti, ég hringdi síðast í hann áðan til að athuga með frekari viðskipti. Að vísu hef ég lent í töfum en ég set ekki út á það á neinn hátt. Hann vinnur þetta í sjlalfboðavinnu og sparar okkur peninga, vesen og síðast en ekki síst áhættu sem mér þykir mikilvægt. Ég hef fengið vöru sem var gölluð og annað skipti var ekki alveg á hreinu hvort varan var gölluð eða hvort ég gerði eitthvað vitlaust eða jafnvel að bíllinn væri vandamálið en í bæði skiptin leysti hann málið 100%.

    Kv. Freyr, ánægður viðskiptavinur.





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

The topic ‘Reynslusaga’ is closed to new replies.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.