Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Reynsla af pústkerfum
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.11.2005 at 01:04 #196673
Ég hef grun um að pústkerfið á Gallopernum mínum (2,5 lítra turbo Dísel, árgerð 2001) eigi ekki mjög langt ólifað og langar til að beina eftirfarandi spurningum til reynsluboltanna í f4x4 sem vita svo margt:
1. Eru pústkerfi úr ryðfríu stáli góður kostur undir svona bíl eða bara peningaeyðsla ?
2. Hvar er hagkvæmast að kaupa eða fá smíðuð pústkerfi úr ryðfríu ? Innan lands eða erlendis ??
3. Er opið kerfi án kúta í lagi undir svona bíl ?? Of hávært, aðfinnslur við skoðun, annað ??
4. Hvaða rörsverleika myndirðu velja í opið pústkerfi ?
5. Verðdæmi. Hvað er best og hverju þarf helst að vara sig á ??Kveðjur
Wolf
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.11.2005 at 09:50 #533148
Ryðfrítt pústkerfi er eflaust það besta sem þú færð uppá endingu að gera. Ég lét pústþjónustuna Ás smíða í bílinn minn 2.5" svert opið kerfi með einni túbu í miðjuni til að minka hávaða upp um gólfið. Það var smíðað úr þessu týpíska Bosal efni sem flestir nota og eru álhúðuð rör. Endingin á því er þokkaleg, helst að suðurnar gefi sig með árunum.
Ég mæli með því að þú farir ekki í minna en 2.5", 3" ef þú finnur einhvern til að gera þetta á skaplegu verði.
Ég borgaði 27þús fyrir mitt fyrir ári.
19.11.2005 at 13:41 #533150Ég er með 2.5"rör aftur úr mínum engan kút eða túbu virkar fínt engin hávaði lét setja þetta undir hjá bjb man ekki hvað það kostaði var ekki dýrt.
Bíllin virkar mikið betur eftir þessa aðgerð en ég er líka með K og N síju.
Með kveðju
Pétur Freyr Ragnarsson
20.11.2005 at 13:46 #533152Er nýbúinn að láta smíða 2.5" kerfi undir 2.5 Pæju í BJB á góðu verði. 1 kútur (svo til opinn) og er rosalega ánægður með útkomuna. Vinnur léttara, svarar betur, segir ekki; "ha", og eyðir minna.
Það kom aðeins dýpra hljóð í hann, en það skemmir ekki.Kv.
Flosi Pálmason.
20.11.2005 at 14:39 #533154Heyrðu flosi. Farðu í ÁG-Mótorsport við Klettháls (bak við bílasöluna) og keyptu þér opnari Green kraftsíu í bílinn hjá þér. Gerði þetta við minn 2.5 Pajero og hann var allt annar eftir. Ég er á 35" og með orginal 5,285 hlutföll.
20.11.2005 at 16:36 #533156Farðu frekar upp í Benna og keyptu þér K&N mun betri síur
20.11.2005 at 16:46 #533158Heyrðu Flosi!
Áður en þú ákveður að kaupa kraftaverkasíu skaltu gá að því að þær gera ekkert gagn nema orginal sían takmarki loftflæði. Þetta geturðu prófað með því að taka loftsíuna úr bílnum, að vísu skaltu ekki gera það nema á malbiki og í röku veðri til að hann éti ekki of mikið ryk á meðan þú prófar, og skoðaðu svo hvort afkastaaukningin er veruleg. Og mundu að kraftaverkasíur gera aldrei betur en engin sía, hvað sem sölumenninrnir segja, því öll síun hlýtur að hægja á loftflæðinu. Og ef um er að ræða dísilbíl verður líka að auka olíuflæðið frá olíuverkinu, annars gerist ekkert. Og kannski hefði þá dugað að skrúfa upp í verkinu og mátt spara síukaupin. Og skrúfirðu upp ertu farinn að taka meiri orku út úr vélinni en hún er hönnuð fyrir og þar með áttu á hættu að minnka endinguna verulega, eins og margir limir 4×4 hafa fundið á eigin skinni. En þetta geturðu sem sagt allt prófað áður en þú ferð í stór fjárútlát.
Libbðu heill; Þ
20.11.2005 at 17:36 #533160Var nú bara að benda manninum á þetta þar sem þetta passar beint í sýjuhúsið á bílnum, en mér skilst að K&N sýjur þurfi smíðavinnu í kringum sig við ísetningu.
Svo held ég að ég hafi verið að ljúga að ykkur með hlutföllin í bílnum mínum. Tjakkaði hann upp að aftan og sneri hjólinu einn hring á móti 2,1/4 hring drifskafts. Hvaða hlutföll eru þá í bílnum. Getur einhver svarað því?
20.11.2005 at 17:58 #533162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
varstu örugglega með læst, annars var mismunadrifið örugglega að rugla þetta eitthvað…því að hæðstu (s.s. minstu tölurnar) hlutföllin sem komið hafa í Pajero eru ekki hærri en 4:1 og þetta hlutfall er 2,25:1…
20.11.2005 at 19:29 #533164Allar hurðirnar í skúrnum sem ég gerði þetta í voru læstar. Já ég er viss um að mismunadrifið var að rugla eitthvað í mér. Hefur látið svona áður, þarf reyndar ekkert að setja í lága drifið þar sem drifið sér um að breyta um hlutföll af sjálfu sér:)
Haffi H-1811
20.11.2005 at 19:49 #533166
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ertu núna að rugla e-ð í mér eða?
20.11.2005 at 19:50 #533168Ef hann er beinskiptur 2.5 þá ertu nokkuð örugglega með 5.29:1. Bílar eftir ’98 eru spurningarmerki. Önnur leið til að athuga þetta er að kíkja á snúningshraðamælinn í 90, hann á að vera í ca. 2750rpm.
Næstu hlutföll í Pajero eru 4.92:1 og svo 4.88:1 og munar talsvert á snúning.
20.11.2005 at 20:28 #533170Nei Andri minn, ég er ekki að rugla í þér, bara aðeins að stríða þér. En ég varð ansi ruglaður af að lesa hvað þú skrifaðir um eitthvað sem var læst (?) og hæstu hlutföllin eru samt með minnstu tölunum.
Bíllinn er beinskiftur og á 35" dekkjum. árgerð 1999 og með super celect kassa. Fer í 2100 snm í 90. Var í hlutlausum og afturdrifi þegar ég tjakkaði hann upp og merkti stað á skafti og snéri dekkinu hring og taldi 2.25 hringi á skaftinu. Reyndar þegar ég set driflæsinguna á þá blikkar ljósið í mælaborðinu þó að læsingin virki. Það gefur mér hugmynd um að átt hafi verið við drifið (skift um hlutföll) eða þetta ljósasistem sé bara með rugl.
Hef oft heyrt að þessir bílar eftir 98 séu
spurningarmerki, þess vegna gerði ég þetta til að hafa það á hreinu.
En þar sem þessi þráður er kominn út fyrir uppruna sinn þá er best að skjóta inn einu sem tengist því. Þar sem Stebbi er að tala um álhúðað púst, þá finnst mér endilega að ég hafi fengið púst úr áli undir fólksbíl sem ég átti eitt sinn. Getur verið að það sé rétt hjá mér að ál sé notað í púst eða er ég að rugla.Ruglkveðja Haffi H-1811
20.11.2005 at 20:49 #533172Æi hvað það er gaman vita hvað margir lesa þessar pælingar í mönnum, enda er ég einn af þeim, og hef lært helling. Veit af öllum þessum "opnu"síum, en er ekki að spá í það. Takk samt. Er sammála honum Þorvaldi um að kapp sé best með forsjá.
Þeir sem voru að pæla í hlutföllum í bínumun sínum þá er ál-platti frammi í húddi sem er með ýmislegum upplýsingum á s.s. lit, vélarteg., og hlutföllum. Hef heyrt af 5,285 í 2.5 1996-99 árg, held líka 4,875 orginal. Veit þó að kögglarnir í 2.5 bílunum eru minni en í 2.8 bílunum þó sömu hlutföll séu í þeim.
Kv. Flosi.
20.11.2005 at 22:56 #533174Pajero 2.5 frá ’93 og út ’97 eiga að vera á 5.285 ef að þeir eru beinskiptir. Má vel vera að þeir hafi verið það alveg frá ’86. Þegar bollubrettin koma verður breyting á hlutföllum í 4.88. Sjálfskiptu bílarnir koma á 4.92. Drifin í 2.5 eru 8" að aftan og 7.25" reverse að framan og 2.8 bílinn er með afturdrif sem er oft borið við Dana 60 og 9" Ford og 8" framdrif, þeir koma ekki með 5.285 hlutföllum.
En þar sem pósturinn fjallaði um púst þá er rétt að halda sig við það. Bosal rörin eru eftir því sem ég best veit álhúðuð stálrör en það er kanski einhver sem hefur unnið á pústverkstæði hérna sem getur frætt okkur betur um það.
20.11.2005 at 23:05 #533176Sælir
Hiclone virkar mjög vel í Galloper og Pajero. Það ásamt sverara pústi myndi fríska svona bíl mikið. BJB er að smíða gott púst fékk svoleiðis í Patrol sem ég á og þetta smellpassaði í bílinn eins og orginal væri.
Kveðja
20.11.2005 at 23:48 #533178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hiclone já, hvenar í veröldini ætla menn að fatta það hversu mikið peningaplokk þetta er???? Hér er síða þar sem að atvinnumenn tóku ýmiskonar plug in power dót og prófuðu það. Lesiði bara greinina ag sjáiði sjálfir.
http://www.popularmechanics.com/automot … 02932.html
Sverara púst gerir aftur á móti helling fyrir bílinn, mun minni mótstaða og meira afl.
Ps. ég er ekki að reyna að vera með nein leiðindi heldur bara að benda mönnum á staðreyndir. þrenging í loftinntaki getur aldrei skilað meira afli.
21.11.2005 at 01:12 #533180Eins og þessi Maggi skrifar er greinilegt að hann á erfitt með að lesa Popular Mechanics. Í greininni sem hann vitnar í er ekki tekið fram hvaða árgerð bíllinn er sem verið er að prófa. Það er engar tæknilegar upplýsingar gefnar upp varðandi prófanir eða yfir höfuð nokkuð sem mark er á takandi.
Þarna eru órökstuddar fullyrðingar sem e.t.v. geta verið sannar en augljóslega líka ósannar.
Ef Maggi tekur mark á DV tækninnar í USA fram yfir Íslenska reynslubolta á við Sveinbörn í Trukknum þá ætti sá hinn sami að leita sér hjálpar við veikinni.
Kveða.
Elli.P.S. Var áskrifandi á P.M .og hef fylgst með því frá því því um 1965. Því miður hefur þetta rit dvínað í trúverðugleika eins og e.t.v. önnur blaðamennska, síðustu ár.
Og svo eru mismunandi loftinntök á þessum bílum þó svo að bíllinn heiti F-350 og vélin sé 5,4 lítra.
21.11.2005 at 01:41 #533182
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Reyndar kemur ekki fram hvaða árgerð af bílnum er en ég tel að það komi málinu ekkert við. Það sem skiptir aftur á móti meira máli er það að bílinn var á dyno prufubekk þegar þessar tilraunir voru gerðar. Og svo maður vitni nú í þessa grein þá segja þeir:
"VORTEX GENERATORS
These devices, which are usually installed on the upstream side of the mass airflow (MAF) sensor, use stationary vanes or, on some devices, spinning blades to make the inlet air between the air cleaner and intake manifold whirl around in a mini-tornado. This vortex supposedly mixes fuel more thoroughly with air, which means the fuel will, theoretically, burn more completely in the combustion chamber. Trouble is, there’s a lot of intake tract downstream from these devices designed to maximize a smooth airflow. Turbulence, coupled with the restricted airflow caused by the device, can only reduce the amount of air sucked into the manifold. Less air means less power.THE DYNO SAYS: Both devices reduced peak horsepower by more than 10 percent. The Intake Twister increased fuel consumption by about 20 percent; the TornadoFuelSaver provided no significant change."
Dæmi nú hver fyrir sig.
Ps. ég er fullkomlega læs en grunar að menn hafi ekki lesið alla greinina sem er upp á 4 síður.
21.11.2005 at 02:05 #533184að það komi málinu við.
Það er nefnilega málið. Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala og þess vegna bendi ég þér á að lesa þessar 4 síður betur og þá ættir þú að átt þig á að verið er að fjalla um aðra hluti líka.
Ég ætla ekki að hafa skoðun á þeim hér á þessum þræði. Ég segi hinsvegar að loftinntak vélarinnar og hönnun þess hefur allt að gera hvort t.d. Hiclone virkar við viðkomandi vél eða ekki og þar með ýtreka ég að þetta gúru sem P.M. er með í greininni hefur ekki sannað eða afsannað neitt sem segir til um virkni Hiclone.
Kveðja.
Elli.
21.11.2005 at 02:25 #533186
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala" ég myndi nú fara varlega í svona yfirlýsingar. En af hverju fyrst þetta virkar svona vel ertu þá ekki með útprent úr dynobekk á heimasíðunni hjá þér? Það hlýtur einhver að vera þá búinn að sanna virknina á þessu þannig að hægt sé að sjá það á prenti.
Kv.
Ps. ekkert skítkast hérna, ég kom ekki til þess.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.