This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 16 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég var að skoða myndir frá Óskari Erlings, þar sem hann var meðal annars á ferðalagi um Kjöl. Þar sýnir hann þessa mynd https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=landslag/6211/52255
og segir að þarna sé Kjalvegur sem Reynistaðabræður fóru um forðum. Eitthvað er Óskar að flaska á þessu, því Reynistaðabræður fóru upp hjá Tungufelli og yfir Jökulfallið við suðurenda Innri Skúta. Þaðan í Gránunes og austurfyrir Kjalhraun, þar sem þeir urðu úti í nóvember 1780. Það hefur margt verið ritað um þetta ferðalag, og það upplýstist aldrei hvað varð af þeim fjármunum sem þeir voru með, en fundust ekki hjá líkum þeirra né í Tjaldinu. Sumir hafa talið að menn sem voru sendir suður Kjöl til að leita þeirra stuttu fyrir jól, hafi fundið líkin og rænt þau og jafnvel komið þeim fyrir í klettaskoruni sem þau fundust 65 árum seinna.Ef menn hyggja á ferðalag yfir Kjöl, er kjörið að rifja upp söguna um Reynistaðabræður.
Góðar stundir
You must be logged in to reply to this topic.