This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Reykur.
Margir eldri félagsmenn hafa vafalaust heyrt um jeppahóp sem kallast Flugsveitin EJS.
Aðrir sem eru nýrri í jeppamennskunni hafa vafalaust ekki heyrt þeirra getið, enda er afreka skrá þeirra á þessari öld, frekar snubbótt og fer lítið fyrir henni. Mætti sennilega koma henni fyrir í einum staf eða tölunni 0. Ekki ætla ég að gera lítið úr sveitinni því 0 er þó meira en ekki neitt. Það er þó allavega 0. Þrátt fyrir að þessi Flugsveitar menn séu almennt taldir afspyrnu lélegir jeppamenn, þá eru þeir snillingar á ýmsum öðrum sviðum. Og langar mig að geta þess aðeins. En það er veiði eðlið hjá þeim. Pabbi Reykur ( Ingvi ) er rómaður veiðimaður og ekki stendur Beggi fisksali honum langt að baki. Hef ég orðið var við þetta ef maður hefur ferðast með þeim, en stundum hefur maður ekki þurft annað en doka augnablik við eitthvert vatnið. Þá eru þeir strax komnir með fisk á krókinn.
Þetta rifjaðist svo upp fyrir mér betur í dag. Pabbi Reykur á tvo syni sem hafa fengið í arf þetta veiði eðli. Og var Gulli minnsti Reykur t,d að gera það gott í veiði í litlu drullupolla kvíslinni ( seinni sprænunni í Landmannalaugar ) mig minnir að hann hafi fengið fjóra fiska þarna fyrir tveim þrem vikum. Pabbi Reykur er líka sá eini á landinu sem ég veit til að hefur veitt á 38 tommu Mudder. En það gerðist í Hnífá að honum tókst að skutla á land nokkuð vænum fiski með Muddernum, og geri aðrir betur ( sagan segir að fiskurinn hafi verið um pund af stærð ). Næst minnsti Reykur Óskar sonur Pabba Reyks er þó mesti veiðimaðurinn og þarf hann rétt að renna framhjá veiðivötnum svo bitið sé á hjá honum. Óskar þessi brá sér til útlanda nú í vor. Og auðvita var keypt veiðistöng í fyrstu verslun í útlandinu. Um kvöldið vildi veiðimaðurinn svo prófa græjurnar, og brá sér því að bak við húsið í myrkrinu sem þau dvöldu í. Eftir smá stund var bitið á og þótti Óskari hraustlega tekið í línuna og töluvert skvamp og skvettuhljóð. Gekk þó ágætlega að landa. Óskar var þó kominn töluvert langt frá bakkanum við atganginn við línuna. Þar sem hann sá ekkert í myrkrinu bað hann kærustuna um að lýsa á fiskinn. Engin vasaljós voru tiltæk og var því notað flassið á gemsanum til þess að lýsa. Kærastann smellti því af flassinu og sáu þau þá að Krókódíll var á línunni. Greip um sig þvílík skelfing að slitið var út úr krókódílnum og hreinlega spólað heim til mömmu. Hafði ég fyrir því nokkuð öruggar heimildir að eitthvað hafi verið öskrað á sprettinum heim.
You must be logged in to reply to this topic.