This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Upplýsingarpistill
25 Júní 2009
Er hrundið af stað herferð í Reykjanesfólkvangi. Svandís Svavarsdóttir skreppur út í friðland og tekur með sér blaðamann. Útkoman er flott á vísir.is.
Hér er svo útkoma pr stöntsins hjá Svandísi. Takið sérstaklega eftir því sem ég setti innan sviga. Það kemur við sögu síðar.Fréttin á visir.is
“Á réttri leið á Reykjanesi – átak gegn akstri utan vega í Reykjanesfólkvangi
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað aðgerðateymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs fyrir skemmdum af völdum aksturs utan vega og lagfæra þær skemmdir sem þegar hafa orðið. Yfirskrift átaksins er Á réttri leið á Reykjanesi. Aðgerðateymið á að efla og samræma störf ýmissa aðila en í teyminu sitja fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólkvangi, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum, lögreglunni á Suðurnesjum, Umhverfisstofnun og Landgræðslunni. Teyminu er m.a. ætlað að koma á samráði við félög (((((((((((áhugafólks um útivist og akstur í Reykjanesfólkvangi)))))))))))), lagfæra jarðvegsskemmdir eftir akstur utan vega og sjá um lokun slóða sem óheimilt er að aka.
Á meðfylgjandi slóð er hægt að skoða myndir af skemmdum af völdum aksturs utan vega í Reykjanesfólkvangi: http://sites.google.com/a/ust.is/reykjanesfolkvangur”Daginn eftir fréttina. Þá skrifar Magnús Guðmundsson formaður umhverfisnefndar f4x4 bréf til Svandísar og bíður fram aðstoð klúbbsins í málinu. Svandís svar snarlega til baka og segir hún m.a:
Heill og sæll MagnúsKærar þakkir fyrir að hafa samband. Það er mikill vilji til þess að nýta ykkar þekkingu og allra þeirra sem til þekkja í þessu verkefni. Ég sendi Sesselju Bjarnadóttur afrit af þessu og hún mun hafa samband fyrir hönd hópsins.
Bestu kveðjur,
Svandís30 Júní 2009 Bréf Svandísar berst 30 júní 2009. Á svipuðum tíma sendu Sóðavinir svipað boð um aðstoð.
20 Janúar 2010
Þá ákveður Magnús Guðmundsson formaður umhverfisnefndar að senda bréf á Ólaf A Jónsson hjá umhverfisstofnun og ítreka erindið ( þetta er 204 dögum eftir samskiptin við Svandísi) Ólafur hjá umhverfisstofnun svarar samdægur eins og vænta mátti af honum.
Hann segir að mikið sé að gera og lítið hafi gerst.
Frá þessum samskiptum við Ólaf eru liðnir 72 daga. Það eru samsagt liðnir 276 dagar frá því að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fagnaði aðkomu umhverfisnefndar f4x4.Nú skiptir nákvæmlega engu máli hver var að gera hvað á hvað tíma hjá Umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun eða sveitarfélögunum.
Ferðaklúbburinn 4×4 hefði átt að vera með frá upphafi, því einsog sést. Þá vantaði þeim einmitt aðstoð og dratthalaskapurinn í aðgerðarteyminu sannar það. Ég hef lagt til og legg aftur til að Ferðaklúbburinn 4×4 dragi boð sitt um aðstoð til baka, með fréttatilkinningu og vísi í samskiptin við stjórnvöld. Með þessum hætti mætti strika út eitt atriðið af löngum verkefnalista þeirra sem berjast í hagsmunabaráttunni og auk þess vekja athygli á afspyrnu lélegri samvinnu grasrótarfélaga og ríkisbáknsinsJón G Snæland kvörtunarsími 6997477
You must be logged in to reply to this topic.