Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › REXTON
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2002 at 23:35 #191543
AnonymousSælir!
Er nýlega kominn heim úr Þórsmörk ferð á vegum Bílabúðar Benna. Það var Mússódagurinn og var boðið uppá kaffi og með því áður en lagt var af stað úr Reykjavík og svo var boðið uppá grillað. En það sem sló hæst var þó forsýninginn á nýja Jeppanum sem Benni er að kynna.
Ég get nú ekki annað sagt en að mér finnst þessi jeppi alveg meiri háttar flottur, og flestir sem voru í þessari ferð eru sennilega sammála mér. Þetta er mikill bíll í alla staði, með vel reynt kram og mjög ríkulega búinn.
Ég sé ekki frammá annað en að maður verði að leita allra leiða til að geta fjármagnað kaup á þessum bíl. Ég varð alveg heillaður. Ég skora á ykkur að skoða þennan bíl þegar hann verður formlega kynntur. Ég held að hann eigi eftir að koma mörgum skemmtilega á óvart.
Það verður gaman að sjá hvernig þessi bíll verður þegar búið verður að breyta honum fyrir 38 tommuna.
Kv
Snake -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.06.2002 at 16:35 #461678
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér leiðast þessar Talibanaræður um það hvaða bíll sé bestur. Mest er um vert að menn séu ánægðir með sitt, er það ekki?
Meðan ég sit sáttur að mínu
og spái’ ekki í fúleggi þínu
við förum á fjöll
og hittumst þar öll
hjá einhverri háspennulínu.bv
06.06.2002 at 20:39 #461680Hárrétt hjá Bollivalg.
Freyr
08.06.2002 at 19:40 #461682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir .Ég held að þessi rexton sé of dýr til að vera leika sér eitthvað að. Þetta er bara sparibíll í stígvélunum og er bara í sama flokki og, bensar, lexusar bimmar og fleira. Þetta er bíll sem ekki á eftir að slá í gegn. En mér hlakkar til að sjá nýja Land Cruiser 90 bílinn á næsta ári. Pottþéttur á að hann á eftir að slá í gegn á markaðnum!!!!!
Eins og aðrar Toyotur!!!!!!!!!!!!!!!!
08.06.2002 at 20:16 #461684Togaíogíta, Músso og Kexrex eða hvað sem þessi dós heitir nú. Datsun er langbestur og verður það áfram…
Hlynur Datsunmaður …
09.06.2002 at 02:37 #461686Rexton diesel kostar 3.890.000.-
og það sem betra er……
Pajero Diesel kostar 3.990.000.-
Færuð þið virkilega að spá í hundraðþúsundkalli þegar þið eruð komin á fjórðu milljón.
09.06.2002 at 11:10 #461688
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður Stebbi
Heyrðu, ef maður ætlar að fara að fjárfesta í þessum REXTON
þá yrði valið um bensínvélina og breytingu. Þessi dísilvél er alveg vélarvana. Þessar NISSAN tíkur eru bara máttlausar og fljóta ekki neitt. Pajero Diesel er ekki verkefni sem vert er að skoða nema með nýju bensínvélinni. Þessar litlu dísilvélar eru bara ekkert að virka.
09.06.2002 at 13:31 #461690
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!!
Ef menn eru að leita sér að jeppa til að geta ekið um götur Reykjavíkur borgar..þá er það kanski þannig að menn velja Pajeróinn…
En ef menn vilja fá sér JEPPA..þá myndi ég spara þann 100.000 kall sem ég ætti aukalega til að bæta inní breytinguna á jeppanum.
REXTON er JEPPI og ekki malbiksdós eins og næyi Pajeró.
Ég er búinn að prófa REXTON og get ekki sagt annað en að þetta er alveg rosalega ljúfur bíll…Það er mjög gott að keyra þennan bíl …og ég mæli með því að menn prófi bílinn áður enn þeir byrja að fullyrða…
En það er nú einu sinni þannig að Íslensdingar eru hreint ótrúlega snöggir að dæma eitthvað án þess að hafa reynslu af hlutnum.
Eins og TOYBOYS að láta þennan heimskulega komment falla að Benni ætti að láta penna fylgja öllum Músso bara af því að einhver fjöður stóð á sér. Eru menn virkilega svona heimskir að halda það að þetta sé í öllum bílum??..Og
haldiði virkilega að bílaframleiðendur eins og Toyota og Nissan og fleiri hafi aldrei lent í neinum barnasjúkdómum??Ef þið eruð að reyna að halda því fram þá er eitthvað meira en lítið að í hausnum á ykkur.
FJARKI….Þú ert nú ekki alveg í lagi. Að þú skulir halda ´því fram að REXTON sé of dýr til að leika sér á…Ert þú ekki á Land Cruiser 100? Ætlar þú að reyna að segja mér að Hann sé eitthvað ódýrari??
Ég skal segja þér eitt um LC 100..framdrifið í honum er aumara en það sem er í Mússó og REXTON..það er sama drif í honum að framan og í Hilux og Land Cruiser 90…Það er nú bara staðreynd….Og get ég ekki sagt annað en að það sé mikil galli við LC 100 bílinn sem er reyndar helvíti mikill bíll að öðru leiti.
Eins og ég er búinn að segja OFT áður…Prófiði bílana sem þið eruð að gera lítið úr áður en þið látið þessar helvítis fullyrðingar falla. Það lýsir því bara hvað þið virðist vera ílla gefinn.
Hvað haldiði að það séu til margar sögur af biluðum Toyotum? Eða Nissan Patrol? Ja eða bara hvaða jeppa sem er.
Ég hef allavegana eiginn reynslu og reynslu annara af biluðum Toyotum og öllum gerðum af jeppum.
Þessar fullyrðingarumræður eru álíka heimskulegar og að fara að rífast um hver eigi sterkasta pabban.
Kv
Sigurður Friðriksson
09.06.2002 at 13:38 #461692
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar.
Það er mitt mat að þessi Rexton sé fallegur bíll, en hvað er díesel vélin stór í honum? Ég leit aðeins á þennan bíl þar sem hann stóð fyrir neðan verslunina hjá benna, og verð að segja að mér þótti hann full smár að innan. Þegar verið er að spá í verð á bílum miðað við stærð, er engin sem er á betra verði en Hyundai Terracan. Það er bíll sem er álíka stór og gamli patrolinn að innan. Eini gallin sem ég sé við Terracan að þier bjóða ekki upp á hann 7manna. En ef ég ætti að velja mér Pjero eða Rexton, myndi ég velja þann bíl þar sem endanlegt verð væri með fullri breytingu á 38", en ég verð að segja það að Pajero hefur vinningin hvað varðar útlit á öllum þessum bílum.
Önnur spurning er þessi, er búið að koma í veg fyrir þá hluti í sem eru að bila Musso, og má búast við að nýi bíllinn bili jafn mikið?
En það er gaman að sjá að það eru til aðrir bílar en bara Nissan og LC.
Gretar
09.06.2002 at 15:30 #461694
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mitt mat á þessum "jeppa" er það að hann er bara bíll fyrir forstjóra sem þurfa að vera á "jeppa" sem er flottur en ekki jeppa sem er fær í flestan sjó!! Þannig að mér finnst þetta vera bara svona mjög líkur bíll og Lexus og BMW og Benz
09.06.2002 at 16:13 #461696Mér hefur alltaf fundist það frekar sérstakt þegar fólk er að kaupa jeppa með rafmangni í sætum, viðarklæddu mælaborði, ABS, spólvörn og öðru sem hefur ekkert að gera í fjallajeppum á einhverja X hrúgu af peningum bara til að vera aðeins flottari.
Að mínu mati og ég endurtek AÐ MÍNU MATI (svo það sé á hreinu) þá er Rexton alveg sami forstjórajeppinn og M-320 Benz, Lexus RX300 og BMW X5. Það er augljóst mál að það er verið að bjóða upp á sama lúxus og sömu eiginleika fyrir minni pening handa sama markhóp. Og aftur að mínu mati þá eiga svona bílar ekki að vera að sperra sig upp á 38" dekk þó svo þeir séu á grind eða ekki því að það er nóg af 38" forstjórajeppum í reykjavík sem fara aldrei út fyrir veg og eru bara fyrir í umferðinni.
Svo er frekar gróft að kalla Pajero malbiksdós, frekar að kalla hann mjög stórann jeppling.
09.06.2002 at 16:42 #461698
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja Félagar.
Var að koma heim eftir að hafa reynsluekið Rexton.
Þeir hjá Benna fullyrða að þessi bíll sé lengri og breiðari á milli hjóla en sjálfur LC100. Það er alveg á hreinu að þessi bíll er mikið minni en Terracan, og terracan minni en LC90. Þetta kemur ekki alveg heim og saman. En hvað þennan bíl varðar er ég sammála um að þetta er ágætis forstjóra bíll sem fer vel á malbiki. Ég ók bílnum aðeins í möl, og var hann ekki að bjóða upp á mikla fjöðrun. Bíllinn er álíka stífur og skemmtilegur ssportbíll.
Það var eitt sem mér þótti neikvætt að bíllin er SsanYong en ekki Daewoo. Vélin (Diesel) er framleidd með leyfi frá Mercedes en er ekki með Mercedes vél. Ég þekki bensan of vel til að sjá að bíllinn er ekki með bens vél.
Þetta var því miður ekki það sem ég átti von á, eða vonaði, því óneitanlega er bíllinn fallegur.
Nei þá vil ég heldur Hyundai Terracan.
Í góðu skapi Gretar
09.06.2002 at 22:18 #461700Sælir félagar.
Ég sá nýja REXTONINN fyrir utan hjá Bílabúð Benna. Þó ég stoppaði nú ekki til að skoða hann nánar, þá er greinilegt að þetta er mjög fallegur bíll, a.m.k. við fyrstu sýn.
Skil vel Snake að þig langi í hann!
Ferðakveðja,
BÞV
09.06.2002 at 22:58 #461702Gressi minn þessi pistill þinn er rangur frá a-ö nema kannski að bíllinn er góður sem forstjórabíll,en Rexton
er fæddur fyrir 38" dekk og hefur allt í svoleiðis pakka
ég veit nákvæmlega hvernig fjöðruninn er í þínum bíl þá á ég við ÞINN bíl og þinn bíll hefur ekki góða fjöðrun. Rexton
hefur yfirburða fjöðrun miða við Hyandai enda góður sem forstjórabíll eins og þú segir sjálfur.Ef þú segir satt
og rétt frá að þú þekkir Benz mótara, ekki sega mér þá að þú haldir því fram að þetta sé ekki benz vél.Rexton er stærri en þinn bíll og ekki orð um það meir.Og veist þú Gressi muninn á Ssangyong og Daewoo??
Ekki veit ég Gressi á hverju þú áttir von á þegar þú mættir
í reynsluakstur á Rexton en ef þú hefur verið fyrir vonbrygðum eftir að hafa ekið bílnum, hvernig leið þér þá
að setjast upp í Terracaninn og aka burt?
10.06.2002 at 01:25 #461704"og þinn bíll hefur ekki góða fjöðrun"
"Rexton er stærri en þinn bíll "
"Ef þið eruð að reyna að halda því fram þá er eitthvað meira en lítið að í hausnum á ykkur."
"Það lýsir því bara hvað þið virðist vera ílla gefinn"
Hvar dragið þið línuna á milli þess að spjalla um hlutina eða að vera með skítkast??
10.06.2002 at 01:39 #461706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Lúther, ég ætlaði ekki að særa þig Ég fór inn á netið, og leitaði mér tæknilegra upplýsinga um þessa umræddu bíla. Það er rétt að Rexton er 10cm lengri að utan máli og 10 cm breiðari, hann virkar bara ekki þannig.
Hvað varðar um plássið inni í bílnum er terracaninn tæpum 20cm breiðari en 70 cm styttri. En ekki veit ég frá hvaða punkti í punkt er mælt. Ef þessar tölur eru réttar þá er Lc100 bíllinn mikið stærri en Rexton. En hvað varðar fjöðrun finnst mér rexton of stífur.
2,9 Rexton diesel er 264 Nm á meðan Terracan er gefinn upp 333 Nm einnig 2,9 Það eru kostir og gallar við alla þessa bíla, það eina sem ég sagði Lúther var mitt álit á þessum bíl, hvernig get ég þá haft svona rangt fyrir mér?
Hvort ég þekki muninn á Daewoo eða Ssan Young. Nei eiginlega ekki annað en að þeir Musso bílar sem eru SY eru með frekar slappt rafkerfi en Daewoo notar Bosch rafkerfi.
Mér er einnig tjáð að Daewoo sé betri en SY. Sel það jafn dýrt og ég keyti það. En ég skal taka undir með honum Þorra að bíllin er óneitanlega glæsilegur, og ég vona að maður sjái þá bráðum á 38".
Ennþá í góðu skapi Gretar.
10.06.2002 at 12:42 #461708Ég bið þig afsökunar Gressi á kannski full harkalegu orðalagi um grein þína, það er ekki ætlun mín að skíta skrif þín né bifreið þína út enda fallegur bíll sem þú átt. Ég var bara full pirraður kannski þegar ég settist við tölvuna í gærkveldi.
Gangi þér vel með Terracaninn þinn
Ferðakveðjur Lúther
10.06.2002 at 12:44 #461710
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ætli hún sé ekki dreginn á sama stað og þín?
Það er ekkert skítkast af minni hálfu þó svo að ég segji menn vera ruglaða þegar fullyrðingunum er hleypt af stokkunum.
Þú þekkir þetta með Fullyrðingarnar og sérviskuna er það ekki?
kv
Snake
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.