Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › REXTON
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2002 at 23:35 #191543
AnonymousSælir!
Er nýlega kominn heim úr Þórsmörk ferð á vegum Bílabúðar Benna. Það var Mússódagurinn og var boðið uppá kaffi og með því áður en lagt var af stað úr Reykjavík og svo var boðið uppá grillað. En það sem sló hæst var þó forsýninginn á nýja Jeppanum sem Benni er að kynna.
Ég get nú ekki annað sagt en að mér finnst þessi jeppi alveg meiri háttar flottur, og flestir sem voru í þessari ferð eru sennilega sammála mér. Þetta er mikill bíll í alla staði, með vel reynt kram og mjög ríkulega búinn.
Ég sé ekki frammá annað en að maður verði að leita allra leiða til að geta fjármagnað kaup á þessum bíl. Ég varð alveg heillaður. Ég skora á ykkur að skoða þennan bíl þegar hann verður formlega kynntur. Ég held að hann eigi eftir að koma mörgum skemmtilega á óvart.
Það verður gaman að sjá hvernig þessi bíll verður þegar búið verður að breyta honum fyrir 38 tommuna.
Kv
Snake -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.06.2002 at 11:46 #461638
Sæll Snake.
Nú þekki ég ekki til þessa undratækis sem þú ert að lýsa, en það verður að játast að það dregur mjög úr slagkraftinum hjá þér að þú ert alltaf að skipta um skoðun á því hvað það er sem heillar þig mest. Þetta mynnir helst á barn í sælgætisverslun sem bendir stöðugt á næstu sælgætiskrukku og getur ekki valið…
Ef ég man rétt, þá er ekki langt síðan að þú hélst úti miklu spjalli um það hve frábær og mikill yfirburða bíll Bronkó II væri. Maður klökknaði bara í fyrstu af hrifningu þinni… en allt í einu var þessi Bronkó týndur og seldur vegna þvílíkrar aðdáunar á Musso. Við fengum að heyra miklar lýsingar á ágæti þess bíls, þótt þú hefðir reyndar þá ekki ennþá prófað hann. Núna ertu líklega búinn að prófa hann og viti menn… aðdáunin horfin og fokin út í veður og vind fyrir nýrri REXTON aðdáun………
Ég bara fylgist spenntur með því hvað það verður næst.
Vona annars að þú finnir leið til að eignast svona bíl og vona líka að aðdáunin verði enn til staðar þegar þú verður búinn að breyta honum og prófa hann! 😉
Ferðakveðja,
BÞV
02.06.2002 at 12:30 #461640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Þorri!
Það er nokkuð ljóst að þú virðist vera staðnaður í því sem þegar er til.
Að þú skulir láta þessa hluti útúr þér sýnir hvað er lítið í perunni hjá þér.
Ég átti Broncó II bíl..það er rétt. Mér fannst hann skemmtilegur, og seldi hann þar sem að ég græddi á honum nokkur hundruð þúsund.
Og núna á ég Mússó. Ég er MJÖG ánægður með hann og er ekki að fara að selja hann, nema þá að það komi í hann tilboð sem ég græði á. Þannig aðálit mitt á Mússó er EKKI fokið eitthvert til helvítis.
REXTON, er Nýr JEPPI en samt með REYNT kram….þetta kemur í ljós þegar bíllinn verður frumsýndur hjá Benna. Og aðdáun mín á þessum bíl er vegna eiginn REYNSLU og hversu vel búinn og smíðaður þessi bíll virðist vera.
Sjáðu nú t.d. sjálfan þig….að þú skulir vera að dásama Toyotunni þinni eins og þú gerir….það sýnir bara nákvæmlega sama hlut hjá þér, sem þú ert að setja útá mig.
Þú ert svo ánægður með Toylettið þitt að það er það eina sem blífar.Þó svo að mér finnist einhver NÝR bíll flottur þá þýðir það ekki að ég sé búinn að missa álitið á því sem ég á.
kv
Snake
02.06.2002 at 14:50 #461642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þorri er vonandi mikill húmoristi sem hefur alveg sérstaklega gaman að hræra í mönnum sem eiga aðra tegund en Toyota til að svona ná fram líflegum umræðum, sem eru þó full flatar af hálfu Toyota manna og sérstaklega Þorra sem virðist ekki ráða við sig þegar menn sem eiga aðra tegund, lýsa ánægju sinni á bíl sínum.
Snake virðist vera í uppáhaldi hjá Þorra og hefur hann sérstaklega gaman af að svekkja Snake, sem er búinn að leifa sér að prufa fleiri tegundir en Toyota og verið ánægður með þann bíl sem hann hefur átt í það og það skipti.
Segðu mér eitt Þorri hvernig bíl áttir þú áður en LC 90 kom til sögunar ? varstu ánægður með þann bíl? Því í ósköpunum skiptirðu? Af hverju varstu ekki bara á þessum gamla áfram og neitaðir að horfa til framtíðar?
Er það ekki bara þannig að okkur langar alltaf að prófa eitthvað nýtt og fylgjast með nýungum.
Kveðja Jón
02.06.2002 at 17:08 #461644Blessaður Snake.
Ég ætlaði nú ekki að særa þig, en svona bara horfir þetta við mér. Það er aðvitað alveg rétt hjá þér að peran mín er takmörkuð og játa ég strax veikleika minn í þeim efnum.
Mér er líka létt að heyra að þú ert enn ánægður með Mussoinn, þótt þú sért farinn að spá í að fá þér annan bíl. það er alveg rétt að ég er ánægður með Toyotuna mína, þó ég sé nú svosem ekki að starta nýjum spjallþráðum til að koma þeirri aðdáun út á öldum ljósvakans. Það hefur þó komið fram svona með örðu hér á spjallinu. Þessi ánægja mín með Toy er þó ekki ný af nálinni, enda hefur ekkert annað náð að heilla mig frá þeirri tegund sl. 10 ár, þannig að hrifning mín hefur ekki verið mjög "tímabundin" eins og hjá sumum. Á þessum 10 árum hef ég átt 5 Toyota jeppa sem allir hafa reynst frábærlega.
ÞETTA SEGI ÉG EKKI AF ÞVÍ AÐ ÉG Á TOY, HELDUR Á ÉG TOY AF ÞVÍ AÐ ÞETTA ER SVONA!!! (Sjáðu nú hvað mér liggur mikið niðri fyrir, farinn að festa Caps Lock takkann eins og sumir… ;-).
Annars er ég alls ekki að setja út á þig, heldur bara að velta upp staðreyndum af spjallinu… svo var ég farinn að sakna þess að heyra ekkert í þér ",
Ferðakveðja,
BÞV
Hvað er annars þetta REXTON??
02.06.2002 at 17:28 #461646Er þetta ekki með eindæmum, ég bara nærri búinn að missa af svona líflegum umræðum um blikkdósir….. Er alveg undrandi á B Þorra að vera ekki búinn að svara og klukkan orðin rúmlega 17 á sunnudegi….
Svona áfram nú…..
Við bíðum öll….
kv
P
02.06.2002 at 18:01 #461648
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Þorri!
Ég er ekkert að hugsa um að selja Mússóinn þar sem að ég er mjög ánægður með hann. Þetta er flottur bíll og vinnur vel. Betur en sumir sambærilegir díseljeppar. Og á eftir að gera enn betur.
Ég hef prófað LC 90 líka, en ekki fallið fyrir honum. Þó svo að það séu allt annað enn slæmir bílar. Það er nú einu sinni þannig að ALLIR jeppar hafa sína kosti og sína galla. Tel ég ekki ástæðu til að fara að telja þá upp hér þó svo að ég hafi eiginn reynslu og reynslu annara fyrir þeim efnum.
REXTON….hvað er það?…..Það er hlutur sem á eftir að koma í ljós. Sem sagt þá var þetta FORSÝNING og er það ekki á mínum snærum að fara að kynna hann neitt nánar fyrir frumsýningu hans, sem verður örugglega MJÖG fljótlega.
Og það sem ég sagði um að ég vildi eiga svoleiðis bíl þá er það draumur en ekki hlutur sem er að gerast um leið og hann er kominn í búðir. En þetta er nýr Jeppi sem gefur engum öðrum jeppum eftir hvað varðar lúxus útlit og styrk. Og það get ég sagt um þennan bíl þar sem að ég hef REYNSLU af kraminu í þessum bíl. Ekkert flóknara enn það.
Ég mæli með því að þið skoðið bílinn og prófið hann áður en fullyrðingunum verður hleypt af stokkunum.
Kv
Snake
02.06.2002 at 20:26 #461650Sæll Snake.
Þetta fannst mér skrítinn póstur. Þú ert að vekja athygli okkar skrælingjanna á einhverri nýjung sem þú telur aldeilis frábæra eftir að hafa farið á forsýningu sjálfur. Er það leyndó sem sýnt var þangað til fram yfir frumsýningu?
Ég vona bara að þessi tækniundur séu ekki einhver austurlanda samsuða sem búin er til eftir áratuga gömlum teikningum frá vesturlöndum sem gefnar hafa verið sem þróunarhjálp… Einhvern veginn minnkar það spennu mína að heyra af "nýjungum" sem byggja á eldgamalli framleiðslu.
Annars geturðu verið alveg rólegur með það að ég mun ekki fullyrða neitt um það sem ég þekki ekki og ekki hefur verið prófað. Þótt sumir aðrir fullyrði eitt og annað án þess að hafa prófað hlutina, þá hefur 15W peran mín enn dugað til að forða mér frá þeirri "ormagryfju".
Annars gleðst mitt barnslega hjarta mest yfir því að niðurstaðan úr þessu öllu er að við erum þá bæði ég og þú hæstánægðir með það sem við höfum, því þá er tilganginum náð.
Ferðakveðja,
BÞV
02.06.2002 at 20:30 #461652Iss. Ég var búinn að svara þegar þú sendir þennan póst inn. Það er vegna þess að ég ýtti á "svara" takkann á póstinum frá Snake sem minn póstur rataði þar fyrir neðan.
Ferða…
BÞV
02.06.2002 at 20:58 #461654
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Þorri!
Forsýninginn var í boði Bílabúðar Benna og fór hún fram í Þórsmörk. Frumsýninginn verður örugglega mjög fljótlega eins og ég var búinn að segja.
Það að ég nefndi þennan bíl var einfaldlega til að koma minni skoðun á framfæri…ég get sent þér myndir af þessum bíl ef þú vilt til að þú fáir að sjá hann. En málið er það að ég vil ekki vera sá sem segir frá þessu þar sem að ég er ekki á vegum Benna og hef ekki verið beðinn um að kynna bílinn.
En aftur get ég sagt ykkur hvað mér finnst þó svo að þið hinir sem ekki sáuð jeppan getið kanski ekki tjáð ykkur á sama hátt fyrr en eftir að þið eruð búnir að sjá hann.
Eins og ég er búinn að segja áður þá hvet ég ykkur til að fara og skoða hann þegar hann verður frumsýndur þar sem að þetta er kær velkominn bót í jeppa flóru landsmanna.
Þetta er alveg nýr bíll að öllu leiti, nema kramið. Það mætti kanski segja að þetta sé í raun ný viðbót við Mússóinn….Hann er reyndar með sama drifbúnað og Músso sem er náttúrulega bara gott mál þar sem að hann hefur komið mjög vel út. En aftur allt annar bíll hvað varðar útlit og stærðarhlutföll miðað við Mússóinn. Þetta er Stór lúxusjeppi, og var mér tjáð að hann væri ekki nema 3 sentimetrum styttri en Land Cruiser 100 sem ég reyndar veit ekki hvort sé rétt.
Vona ég bara að þetta dugi þangað til að menn sjá hann sjálfir.
Kv
SiggiPS…Þorri ef þú vilt sjá myndir af þessum bíl hafðu þá bara samband.
02.06.2002 at 21:13 #461656
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Snake.
Ég var norður í mývatnssveit fyrir nokkru, þar sem ég var að sýna bifvélavirkja nýa Terracaninn sem Þorri er svo heillaður af. Þar tjáði hann mér að hann væri búinn að skoða þennan nýa bíl Rexton, sem hann fór mjög fögrum orðum um. Þessi maður var einn sá reyndasti í fjallamennsku, og ók sjálfur um á breyttum bíl. Allavega það sem hann segir er mikið vit í, enda hefur aldrei klikkað það sem hann segir, þannig að ég hlakka mikið til að sjá þennan bíl.
NB: Gamli LC90 bíllin sem ég átti er búinn að vera á sölu síðan um áramót, og að ég held ekkert tilboð, enda eru ekki nema 16 síður inni á Bílakassi þar sem þessir Land Lúser eru til sölu, en ekki nema 7 síður með Musso, Hver er skýringin á þessu ? Það er svo gjörsamlega búið að heila þvo svo marga, að framtíðin er í algleymi hjá sumum. Það er staðreynd að Lc og Patrol bílarnir eru búnir að sanna sitt í gegnum tíðina, og virðist sem Musso sé búinn að því líka, bara á skemmri tíma. Ég veit fyrir víst að Terracan (Hurrican) á líka eftir að sanna sig svo því ekki þessi nýi frá Benna?
Gretar
02.06.2002 at 21:24 #461658
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þið getið skoðað myndaalbúmið mitt, þar er þessi nýi Rexton. Bara mjög glæsilegur JEPPI
Gretar
02.06.2002 at 22:18 #461660Hann lítur bara nákvæmlega eins út og Korando-inn…….
Beggi
p.s. konan er ekki sammála, segir hann vea fallegan. Hmm..ætli ég fái núna að skipta út Troopernum??
02.06.2002 at 23:06 #461662Ég var þarna um helgina, (skar mig áreiðanlega svolítið úr hópnum, kom ekki á Musso heldur kom ég gangandi með bakpoka, legghlífar, línu og allt það sem flesti jeppamenn á svæðinu voru líklega ekki með). Það er eitthvað við þennan nýja jeppa sem veldur því að hann heillar mig ekki. Mér finnst hann líta út eins og útblásinn Daewoo Nubira fólksbíll. Einnig hefur það alltaf setið í mér að Musso séu ekki áreiðanlegir jeppar, veit ekki af hverju en svona er það nú sammt. Að vísu skoðaði ég jeppan nánast ekki neitt svo ég telst kannski ekki fullkomlega dómbær á hann.
Freyr
03.06.2002 at 00:14 #461664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef heyrt marga bilana sögur af Musso en en enginn er eins góð og Mussoinn sem var ekki hægt að taka úr parkinu nema með átökum í bakk, þá ver farið að athuga hvað væri að.Þá kom í ljós að einhver fjöður stóð eitthvað á sér og nota þurfti kúlupenna til að hægt væri að setja hann í áfram.Benni ætti kannski að láta kúlupenna fylgja með og leiðarvísir hvernig ætti að nota hann.
P,S Já Mussoinn er greinilega búinn að sanna sig.
Ferðakveðja Toyboys
03.06.2002 at 00:22 #461666
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Freyr!
Þú segir að það sé eitthvað við Mússó sem þér finnst ekki áreiðanlegt, hvað heldur þú að það sé sem veldur því? Hefur þú einhverja eigin reynslu af þeim sem gerir það að verkum að þér finnist þetta?
Ég skal telja fram nokkra kosti og líka einhverja galla.
VÉLARNAR í þessum bílum eru frá MERCEDES BENZ, og eru framleiddar í verksmiðju í Kóreu sem Mercedes Benz á og rekur, þar eru framleiddar flestar díselvélar sem notaðar eru í Benzana og einnig í stóru vörubílana frá Benz.
SJÁLFSKIPTINGARNAR eru frá Mercedes Benz, sömu skiptingar og eru notaðar í einhverjum gerðum af Benz sem ég reyndar veit ekki hvaða gerðir er um að ræða.
GÍRKASSARNIR í þessum bílum eru frá Borg&Warner, amerískir kassar sem eru níðsterkir enn með einn galla í Mússóinum, og það er að það eru ekki nógu góðar sínkróníseringar í þeim, en að öðru leiti mjög slitsterkir.
MILLIKASSARNIR eru einnig frá Borg&Warner, níðsterkir, enn með þann galla að þeim er skipt með rafbúnaði sem ég tel vera bæði kost og galla. Kosturinn er að sleppa við þessa aukastöng sem yfirleitt fylgir jeppum, gallinn er að það er ekki eins öruggt og að vera með stöng.
HÁSINGARNAR eru frá DANA/SPICER að aftan er heil DANA44 hásing sem er gömul og reynd hönnun sem virkar MJÖG vel og er sterk og létt að fá allar mögulegar gerðir af hlutföllum og læsingar í. Hásinginn að framan er DANA30 og er mér sagt að sé einn sá alsterkasti klafabúnaður í nýjum jeppa ídag.
Sel það reyndar ekki dýrara enn ég keypti það. Einnig er létt að fá hlutföll og læsingar í framhásinguna.Grindinn í bílnum er öflugri en gengur og gerist og er ekki eins gjörn á að ryðga og þær grindur sem eru gerðar úr prófílum.
Og þá komum við að yfirbyggingunni, sem hefur sína kosti og sína galla eins og hjá flestum öðrum framleiðendum. Gallarnir eru þeir að mér finnst. Sætinn mættu vera betri (er ég þá að miða við minn bíl sem er ´98 módel getur verið breytt í yngri bílum) Þau fara vel með mann og allt það og maður þreytist lítið í þeim, enn þau eru ekki nógu slitsterk að mínu mati. Það er óþægilegt að spenna öryggisbeltin þar sem að læsinginn á þeim er heldur stutt og þarf maður að troða hendinni á milli sín og boxið sem er á milli sætanna. Glasahaldararnir í mínum bíl eru alltof litlir til að geta tekið ja…allar gerðir af flöskum sem eru á markaðnum.
En mér finnst kostur með bílinn að það er rosalega gott útsýni útúr honum og er það betra en í nokkrum öðrum jeppa, maður sér svo vel framfyrir sig þar sem að húddið hallar mjög mikið miðað við gerð af bíl. Mér finnst hann fallegur að innan og er ekki þetta týpíska JEPPA lúkk inni í honum. Stýrið er þykkt og grip mikið og er það MIKILL kostur að mér finnst þar sem að ég er með nokkuð stórar hendur.
En svo er aftur annað sem ég get bent þér á að lesa svo að þú fáir nú betri hugmynd um hvernig þessi bíll er.
Farðu inná þessa síðu og lestu umsögnina um Mússóinn og segðu mér svo hvað þér finnst.
Þessi síða er umsögn um bíl eins og minn.
http://www.leoemm.com/musso.htmÞessi síða er umsögn um nýrri bílana.
http://www.leoemm.com/musso.htmÉg vona að þú lesir þetta þó svo að það geti tekið smá tíma þá er það vel þess virði og færðu nokkuð góða hugmynd um hvað þessir bílar eru.
Kveðja
Siggi Frikk
03.06.2002 at 14:56 #461668
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir/ar
Ég var að skoða myndina frá Gressa af þessum Rexton og verð að viðurkenna að mér fannst hann nú ekki merkilegur. Eins og einhver sagði þá er hann eins og upplásinn Daewoo station bíll.
En ég verð að óska Gressa til hamingju með STÓRglæsilegan Terracan. Það verður gaman að sjá hver reynslan verður eftir nokkur ár þegar fleiri bílar eru komnir á götuna, en í bili ætla ég bara að halda mig við Lada.Kveðja
Linkur
03.06.2002 at 19:20 #461670Ég veit ekki hvort að það sé óhætt fyrir mig að tjá mig hérna en ég læt vaða samt sem áður…………
Til að útiloka allar sögusagnir þá er LC100 17cm lengri en Rexton og skilar 82 hö og 174nM meira en 2.9L Benz. Hann er nú einu sinni Kóngurinn. Það er eflaust LC90 sem var átt við, hann er 3cm lengri en Rexton.
Við "mína" fyrstu sýn þá kemur þessi bíll bara vel út og er eins og hinir frændur hans í þessum klassa þ.e.a.s. M-Class Benz, X-5 BMW og Lexus RX-300. Og allir þessir bílar þá líta þeir út eins og uppblásnir fólksbílar, en það er markmiðið með hönnunini.
Ef einhverjir vilja skoða specs um bílinn þá eru þau á:
http://www.daewoo-gps.at/rexton/datenblatt.htm
03.06.2002 at 21:15 #461672
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Vil taka það fram að það er ekki hægt að bera saman M-class bensan, X5 Bimman og Lexus jepplinginn við Rexton á allan hátt þar sem að Rexton er JEPPI….Hann er byggður á sjálfsstæðri grind og er með heila hásingu að aftan og hálfa hásingu að framan.
Rexton er bíll sem hægt er að breyta alveg upp á 44" dekk og skyldist mér að það yrði gert smámsaman. Mér þætti gaman að sjá X5 bimmann eða Lexusinn á 44" dekkum án þess að skipta um ALLAN drifbúnað.
Það mun sennilega ekki líða á löngu áður en Rexton kemur með 38" breytingu, var mér tjáð að það myndi ske mjög fljótlega eftir frumsýningu sem mun víst fara fram næstu helgi.
Kv
Snake
04.06.2002 at 18:31 #461674Snake: Helsta ástæðan fyrir því að ég er ekki hrifinn af Musso er að ég heyri endalausar sögur um eitthvað sem bilar, sjaldnar heyrir maður í ánægðum mönnum eins og þér. Boddí virðist ekki alveg nógu vel samsett. Hér koma nokkrir punktar sem ég hef heyrt eða lennt í með Musso, bæði góðir og slæmir.
Þetta hef ég heirt:
1 Vorum á Chevrolett (gömlum), einhverjum Toyota jeppa og Musso í Tindfjöllum. Það eina sem bilaði voru slitnir ventlar í Musso.
2 Mussoinn var á ferð á vondum malarvegi og afturrúðan datt bara úr.
3 það skröllti svo í boddíinu að ég hélt að það dytti af.
4 Vorum í hraðakstri á jökli og vatnslásinn gaf sig.
5 Frábær jeppi, endalaus orka (í 3.2 vélinni).
Þetta hef ég séð, hef verið viðstaddur (oftast) eða finnst.
1 Pabbi var að skoða undir Musso á varkstæði og þá sagði viðgerðarmaðurinn "ekki fá þér svona jeppa", ástæðan var að þeir bila svo mikið.
2 í nýliðaferð 4×4 fyrir 2 árum var (held ég) það eina sem bilaði vatnslás í Musso með 3.2 bensín.
3 Mér finnst Musso flottir, samt EKKI sá nýi.
4 Mér finnst vélarnar í Musso spennandi.
5 Mér finnst fráhrindandi að Musso er samsettur í Kóreu.
Það sem mér finnst helst fráhrindandi er að jeppinn er samsettur í Kóreu. Benni auglýsir m.a. "Kóresk vandvirkni" ég er ekki viss um að hún sé jafn góð og t.d. sú japanska.
Freyr
06.06.2002 at 15:31 #461676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við skulum bara vona að Rexton eigi ekki eftir að staflast upp í hrúgum á bílasölum eins og Mussoinn sem enginn virðist vilja lengur. Það kom eitthvert Musso-æði hérna á tímabili, allir urðu að eiga Musso. En svo þegar reynsla kom á þá hættu þeir að seljast. Svona er lífið.
Líka vonandi að nú sé meira en ein umferð af lakki á Rexton.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.