This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 19 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar.
Nú er viðbyggingin komin upp og lagnir og tankar komir í jörðu (sjá fréttir og tilvísanir á myndir á Eyjafjarðarsíðunni).
Eftir er að fara eina vinnuferð enn til að ganga frá fyrir veturinn. Stefnt er að því að fara helgina 17. – 18. september.
Tengja þarf vatnsdælur og koma vatninu inn í húsið og ganga frá viðbyggingu þannig að hún haldi örugglega vatni og vindum í vetur. Ef nógu margir koma mætti fara í að þilja og jafnvel byrja á innréttingunni.
Félagar góðir, mætum vel í þessa vinnuferð og líka á næsta ári, þegar lokið verður við frágang og bætt við pallinn!
Skálanefnd og stjórn.
You must be logged in to reply to this topic.