This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ég get ekki orða bundist vegna þessara áherslu sem vegagerðin og fleiri leggja á það að byggja upp Hólmatunguveg ( Dettifossveg ) vestan Jökulsár á Fjöllum. Til þess að menn átti sig á staðháttum þá eru vegir bæði vestan og austan Jökulsár. Að austan er þjóðvegur 864, ágætis vegur. En að vestan er F 862 sem er niðurgrafinn að hluta.
Nú er aðkoma að fossunum með ágætum að austan og lítið mál að aka eystri leiðina á ferðamannarútum. Rök þeirra sem vilja byggja upp vesturleiðina eru aðalega þau að bæta aðgengi ferðaþjónustuaðila og svo hinsvegar byggðasjónarmið. Þessum rökum er hægt að svara á þann máta að ferðaþjónustuaðilar þurfa einungis sumarfæran veg að vestan og þarf ekki að fara út í uppbyggðan breiðan nýjan veg þeirra vegna. Svo eru rökin um veg vegna byggðarsjónarmiða. Þau er nú ill skiljanleg. En við suðurenda þessa vegar er engin byggð og við norðurendann lítil byggð, auk þess er ágætis vegur Tjörnes, sem nýtist þessum byggðum, og tengir þær vel við Húsavík. Þannig að erfitt er að gera sé í hugarlund hvaða byggðir á að tengja saman. Hérna ættu menn að skoða kort til þess að skoða vitleysuna með eigin augum. Nú þegar er búið að eiða stórfé í rannsóknir vangaveltur, fundi og ferðakostnað ( misvitra embættismanna sem langaði í ferðalög norður í land ) vegna gjörningsins. Nær hefði verið að eiða þessum peningur strax í þjóðveg nr 1 eða kannski láta vestfirðinga fá aurinn.
Nei Sturla kláraðu fyrst að gera þjóðveg 1 akfæran og þá þjóðvegi aðra sem virkilega tengja saman byggðir landsins áður en farið er út í svona vitleysu. Landvernd fékk þetta mál til umfjöllunar og stóð ekki steinn yfir steini í röksemdarfærslu þeirra vegagerðamann eftir þá umfjöllun, látið það ykkur að kenningu verða, því þið verðið meiri menn fyrir það að viðurkenn eigin mistök og læra af þeim.
You must be logged in to reply to this topic.