FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Reikniformúlan hans eik

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Reikniformúlan hans eik

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 20 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.10.2004 at 12:41 #194703
    Profile photo of
    Anonymous

    Til að vera ekki að rugla umræðuna um reynslusögu af 39,5″ Super Swamper dekkinu færi ég þessa umræðu yfir á annan þráð (þannig að hinn þráðurinn geti haldið þræði). Ég hef hins vegar svolítið gaman af þessum reiknikúnstum og vill halda því aðeins áfram.

    Ég er aðeins að reyna að átta mig á þessari reikniformúlu. Ef t.d. það hvílir 500 kg. Á dekkinu og það er hleypt úr niður í 4 psi. Þá eru 4 psi.27579 pascal og 500 kg. 4903 Newton skv. einhverjum converterum sem ég fann á netinu (1 psi=6894,75 pascal og 1 kg = 9,8066. Þá fáum við 4903/27579=0,1778 fermetrar sem er þá sneritflötur dekksins. Ef við hleypum úr niður í 1 psi er snertiflöturinn kominn í 0,711 fermetra sem er þá auðvitað háð því að dekkið sé nógu stórt.

    Þessar tölur hljóma ekkert illa en það þvælist aðeins fyrir mér er að stærð dekksins hafi ekki meiri áhrif. Myndi þetta þá ekki þýða að meðan töluverður þrýstingur er í dekkinu, segjum 15 pund, þá gefur það snertiflöt upp á 0,047 fermetra. Ætti þá ekki snertiflötur að vera sá sami í 44? dekki og 33? dekki? Ég á afskaplega erfitt með að kaupa sjá það fyrir mér.

    En annars skemmtileg pæling og væri gaman að sannreyna þetta með mælingum á snertifletinum.

    Kv – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 21.10.2004 at 13:16 #506590
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta er allt rétt skilið hjá þér Skúli. Ég held að það væri
    hægt að sannreyna þetta, t.d. niðurstöðuna við 15 pund, með því að setja blöð með kalkipappír á milli, undir hjól, og slaka bílnum svo niður.

    -Einar





    21.10.2004 at 13:29 #506592
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég var einmitt að reyna að mana mig upp í að, fyrst reyna að skilja ínnleggið hans Einars, og svo svara því.

    Á sínum tíma útbjó ég í Excel reikniforrit til að reikna hámarks snertiflöt dekkja miðað við að hleypt væri úr þannig að dekkið neðan við felgubrún flettist alveg út (hámarksflot).
    Þar gaf ég mér nokkrar stærðir þannig að fermetrafjöldin var kannski ekki alveg réttur, en hlutfallið milli dekkjastærða var nokkuð rétt. Og þar kom svo sannarlega stærð dekksins mikið við sögu. Bæði stærð belgs (hæð og breidd), ummál dekksins og felgustærðin.
    Þyngd bíls og fleira var í töflunni, þar var meðal annars borið saman flot Súkku á 33" og LandCruser 80 á 38" sem að mig minnir var Súkkunni í vil.

    Þyngd bílsins hafði þau einu áhrif að eftir því sem hann var þyngri þurfti minna að hleypa úr þar til hámarksfloti var náð. Ef hleypt var meira úr þá fór felgan (á mjúku undirlagi eins og t.d. snjó) að fara niður úr flotfletinum og í staðin fyrir að fá láréttan snertiflöt og alveg útflatt dekk varð hann U-laga, dekkið fór að leggjast upp með felgunni, og flotið minnkaði aftur.

    En nú er Excel skráin týnd (tölvuskipti)svo ég get ekki slegið þessu nýja dekki inn og borið það saman við hin (alveg frá 33" upp í 44").
    En nú er forvitning vakin svo ætli ég setji mig ekki í reiknistellingar aftur og búi til nýja!!!

    Siggi_F





    21.10.2004 at 13:30 #506594
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Nú varð Einar á undan mér meðan ég böglaðist við að skrifa…





    21.10.2004 at 13:33 #506596
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Formúlan hans Eik er rétt að ákveðnu leiti, en þó ekki öllu. Þessi formúla gerir ráð fyrir að hluturinn ? í þessu tilviki dekk ? teygist jafnt í allar áttir við það að þrýstingur inni í honum lækkar. Með dekk er það hins vegar alls ekki raunin og því hefur stærð dekkja mun meira að segja heldur en formúlan gefur til kynna.

    Til þess að átta sig á þessu án tilrauna er lang einfaldast að teikna þetta upp.

    Með því að teikna tvo hringi hvorn utan um annan ? annan 15? og hinn 38? ? draga svo línu ca 5 ? 7 cm neðan við innri hringinn ? þá er lengdin á milli skurðpunkta þeirrar línu við stærri hringinn u.þ.b. = sporlengdin. Síðan er að taka tillit til þess hvernig dekkið flest út til hliðanna ? þá er að taka hæðina neðan við skurðarlínun og bæta ca 70 % af henni við breidd dekksins. U.þ.b 30 % af hæðinn tapast í beygjuna og það er mitt mat að þetta tap sé meira eftir því sem að felgubreiddin er minni en breidd dekksins ? þetta er miðað við 14? felgu.

    Þessa aðferð hef ég sannreynt á 38? GH með 14? felgu og teikning og mæling gaf mjög viðlíka niðurstöðu.

    Tökum dæmi:

    500 kg bíll á 38? GH dekki ? hleypt úr niður í 1 pund.

    Formúla Eik gefur snertiflöt upp á 7121 cm2

    Sé þetta hins vegar teiknað eins og ég lýsi þá fæst sporlengd upp á 81 cm og breidd upp á 53 cm og þá er snertiflöturinn 4293 cm2

    Af þessu sést að takmörkin sem 38? dekki setur vegna stærðar sinnar er um 2828 cm2.

    Væri hins vegar um 44? dekk að ræða gæti mesti snertiflötur skv. Sömu mæliaðferð orðið 6232 cm2 ? en formúla eik gæfi eftir sem áður sömu niðurstöðu.

    Til gamans má svo nefna að skv þessum tölum þá stígur þessi bíll niður með 0,12 kg/cm2 sé hann á 38? dekkjum en með 0,08 kg/cm2 sé hann á 44? ? til samanburðar stígur 100 kg maður á skóm nr 43 niður með 0,15 kg/cm2.

    Kveðja
    Benedikt Magnússon





    21.10.2004 at 13:39 #506598
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það vantaði nefnilega að taka tillit til physiskra takmarkana dekkjanna, Þau hafa bara belgin og hann er föst stærð (allavegana fyrir sama dekkið) sama hvað bíllinn er þungur.

    Siggi_F





    21.10.2004 at 13:51 #506600
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég tók það fram að reglan gilti aðeins ef dekkið væri nógu stórt til að bera þungann, í dæminu sem hmm tekur, er dekkið ekki nógu stórt til að lyfta bílnum við 1 psi, því á reglan up hlutfall þyngdar og þrýstings ekki við. Eitt af því sem menn þurfa að passa sig á, er að hlutfallsleg skekkja algengra loftmæla getur verið mjög mikil við svona lágan þrýsting.

    38" dekk er ekki nógu stórt til að bera 500k við 1 psi. (ef réttur loftmælir er notaður).

    -Einar





    21.10.2004 at 14:21 #506602
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Framendi á Hilux er hátt í 1200 kg, svo það eru á milli 500 og 600 kg á hvoru dekki.

    2psi er drifmesti þrýstingurinn í GHII á 14" breiðum felgum undir svoleiðis bíl. Undir 2 psi gerist ekkert jákvætt (né neikvætt reyndar) og líklega bera dekkin vart bílinn á 1 psi.

    Átti einu sinni 38" super swampera (ekki SSR), þau byrjuðu eiginlega ekki að virka sem 38" dekk fyrr en maður var kominn niður í 2psi, og þá gat maður farið að byrja að hleypa úr. Drifgetan á þeim í erfiðum aðstæðum varð ekki almennileg fyrr enn maður fór úr 1psi niður í 0+psi. Engin þörf fyrir loftmæli… :)
    Það dekk "bar bílinn alveg" á 1 psi (og gripið í þeim var æðislegt)

    Í ofangreindum flot-pælingum gleymist að gera ráð fyrir burðinum í hliðum dekksins, og líklega eiginlega ekki hægt með góðu.

    Svo er bara spurning hvort það hafi raunverulega verið undir einu pundi í dekkjunum.

    kv
    Rúnar.





    21.10.2004 at 14:28 #506604
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Það er rétt hjá Einari að 38" dekk ber sennilega ekki 500 kg í 1 pundi en þó er það ekki mjög fjærri.

    Ég hef gert þessa tilraun sem Einar lýsir og mælt þrýstinginn sem þarf til að byrja að lyfta bílnum.

    Þetta var gert með mjög nákvæmum mælitækjum og loftþrýstingur mældur með 3 mælum og sýndu þeir innan við 10% mismun.

    Tilraunadýrið var sem áður segir 38" GH á 14" felgum og ofan á þessu er 98′ árgerð af Pajeró og viktar um 550 kg á hjólið sem prófað var.

    Lengdarmælirinn var settur við felgubrún og festur við gólf. Þegar 1,5 psi var komið í dekkið var orðin mælanleg hækkun á felgubrún og því þrýstingurinn væntanlega farinn að lyfta bílnum.

    Snertiflötur var við þessar aðstæður nánast sá sami og þegar dekkið var alveg flatt ( í 1 psi) eða um 4300 cm2 en eftir sem áður segir formúlan að snertiflötur við þessar aðstæður eigi að vera 5222 cm2.

    Þessi munur skýrist af því að dekkið sem lítur ekki sömu lögmálum og kassi sem þenst jafnt í allar áttir. Þessi mismunur er vissulega minni eftir því sem dekkið er minna og þrýstingurinn meiri – en niðurstaðan er sú að formúla sem þessi getur að mínu mati og skv. þessum tilraunum ekki gefið rétta niðurstöðu – það vantar allt of marga þætti inn í dæmið sem hafa áhrif. t.d. stífleika dekks og felgubreidd.

    Kveðja
    Benni





    21.10.2004 at 14:51 #506606
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það eru tvær skýringar á þessum mun sem koma til álita, annarsvegar skekkjur í loftmælunum og hinsvegar að stífleiki hliðunum hafi haldið bílnum uppi að hluta. Þrýstingur ofan á og neðaná þann hluta dekksins sem er [b:3kd73z96]flatur[/b:3kd73z96] á jörðinni (gólfinu, snjónum) er sá sami, eða loftþrýstingurinn sem er í dekkinu. Ef hliðarnar eru að þrýsta fastar niður þá mundi það sjárst í förunum í snjónum, þegar ég hef skoðað för eftir jeppa í lausum snjó, hafa þau verið flöt og ekki verið synileg ummerki um hliðarnar væru að sökkva mera í en miðjan.

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.