FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Reglugerð um ljós og grindur

by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Reglugerð um ljós og grindur

This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Karl Hermann Karlsson Karl Hermann Karlsson 17 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.12.2007 at 20:27 #201376
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant

    Sælir félagar,
    nú um áramótin tekur gildi reglugerð skilst mér,
    þar sem bannað verður að setja framan á nýskráða bíla nokkuð það sem stendur fram fyrir bílinn, svo sem kastarar, spil eða grind.
    Ég var að leita að efni á vefnum varðandi þetta mál en fann ekki, -getur einhver lóðsað mig eða frætt nánar um þessa reglugerð?
    Ingi

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 37 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 13.12.2007 at 20:40 #606534
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Gildir þessi reglugerð ekki bara fyrir bíla sem eru þá skráðir 2008 og uppúr? er svona afturvirkt?





    13.12.2007 at 21:02 #606536
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Þetta verður ekki afturvirkt held ég heldur gildir fyrir nýskráða bíla eftir áramótin.
    Fékk 4×4 þetta mál til umsagnar, hefur tækninefndin fjallað um málið?
    Eru til einhverjir þræðir um þetta efni, aðrir en síðan c.a. 2002-2003 ?
    Ingi





    13.12.2007 at 21:45 #606538
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það var fjallað um þessi reglugerðar ákvæði í [b:4wb201s8][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar%2f9723:4wb201s8]þessum þræði.[/url:4wb201s8][/b:4wb201s8]

    -Einar





    13.12.2007 at 22:47 #606540
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Það kemur pottþett að þvi að upphækun á bílum verði bannaðar með lögum veggna þess að þeir gætu valdið auknum skaða við áregstur. Kanski fá þeir að vera á rauðum numerum ef við verðum heppnir hahaha…. Þetta er nú meira ansk…. bullið:o)





    13.12.2007 at 23:47 #606542
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    . hæ hó nennti ekki að gera athugasemdir við þennan pistil, enda var það gert 18 apríl. Þakk snögg og geinagóð svör.





    14.12.2007 at 00:09 #606544
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Eftirfarandi stal ég af öðrum þræði frá eik: "Óheimilt er að setja framan á bifreið grindur, ljósabúnað eða annan búnað sem valdið getur auknum skaða við árekstur. Ákvæði þetta gildir um bifreiðar sem skráðar eru frá og með 1. janúar 2008."
    Hversu miklum "auknum skaða" getur kastara par framan á bílum valdið?? Og hvernig verður það metið hvort eitthvað valdi auknum skaða eða ekki??

    Kv.
    Ásgeir





    14.12.2007 at 00:28 #606546
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    það er alveg ljóst að grindur valda í langflestum tilfellum minni skaða á þeim bíl sem ber grindina, en ég er hræddur um að það sé ekki það sem átt er við. Hvað er það sem við getum getum til að þessi reglugerð taki ekki gildi, Við höfum greinilega verið alvarlega sofandi því þetta er ein versta atlaga að jeppamennsku á íslandi í langann tíma og enginn hefur sagt orð á móti þessu. Aldrei hefur verið eins mikil nauðsyn að vera með grillgrindur en nú þegar það eru ekki lengur stuðarar á nýrri bílum heldur bara eitthvað plastdrasl sem verður eftir í næstu á sem farið er yfir að vetri til. og þá er mér að mæta því sem umhverfisnefndarmanni sárnar mér ef menn skilja eftir rusl í náttúrinni.
    þessi reglugerðarómynd kamur frá Brussel en Svíar og Finnar tóku hana ekki upp því þar er löng hefð fyrir grindum og aukaljósum. auðvitað eigum við að gera slíkt hið sama. Ég lýsi hérmeð eftir mönnum til að vinna í þessu að þessi reglugerð taki ekki gildi því það er ekki hægt að fara eftir henni.
    kv. Freyr fyrrverandi Tækninefndarmaður.





    14.12.2007 at 09:03 #606548
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Hver var þáttur t.d. tækninefndar 4×4 í þessum ólögum?
    Var leitað álits hjá 4×4 í þessu máli?

    Er þetta ekki bara byrjunin á aðför að séríslenskri súperjeppamenningu, -hvað verður bannað næst, -og svo, -og svo???
    Ingi





    14.12.2007 at 10:50 #606550
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta hefur verið rætt oftar en einusinni á félagsfundum. Þar fékk sú skoðun að þetta boðaði endalok íslenskrar jeppamensku ekki mikinn hljómgrunn, en Freysi hefur ekki legið á þessari skoðun sinni, og veit að þetta hefur verið Arctic Trucks mönnum mikið hjartansmál. Þeir hjá Arctic Trucks hafa þó ekki haft samband við Tækninefndina, heldur við fyrrvarandi formann, sem mun hafa notað sambönd sín til þess að fá gildistöku ákvæðisins frestað, án þess að blanda tækninefndinni inn í málið.
    Skoðun tækninefndarinnar hefur verið að það sem máli skipti hér er það hvernig þetta ákvæði verður útfært.

    -Einar





    14.12.2007 at 12:27 #606552
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Einar Þyrnirós VAKNAÐU NÚ
    hvað varstu að segja ætlar Tækninefnd að bíða og sjá hvernig þetta ákvæði verður útfært ?
    væri ekki auðveldara að gera eitthvað áður en lögin verða sett og útfærð ?
    Er það ekki akkúrat í verkahring Tækninefndar 4×4 að sporna við því að við fáum svona lög yfir okkur
    og ég skal veðja við hvern sem er ÞETTA ER BARA BYRJUNIN ÞAÐ VERÐUR MJÖG STUTT ÞANGAÐ TIL VIÐ FÁUM ALLT REGLUGERÐARRUGLIÐ FRÁ BRUSSEL YFIR OKKUR og það þýðir ekkert annað en að þessir bílar okkar verða bannaðir
    Kveðja Lella





    14.12.2007 at 12:52 #606554
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Bara svona til að upplýsa okkur fáfróða, hvert er hlutverk tækninefndarinnar?
    .
    Er það bara að vinna í radíómálunum fyrir okkur eða víðtækara?
    Ef tækninefndin hefur það hlutverk að upplýsa okkur um það hvernig við skulum hátta breytingum á bílunum okkar EFTIR að búið er að setja um það lög að þá hefur nefndin þar ansi veigalítið hlutverk.
    .
    Er það ekki einmitt stór tilgangur nefndarinnar að geta komið að svona málum á forstigum og reynt þá að hafa einhver áhrif í stað þess að bíða bara og sjá hvernig þetta kemur út???
    .
    Verður lítið gaman að sögunum okkar eftir 10 ár þar sem við sitjum öll saman í nýja hótelinu í Landmannalaugum og horfum á alla "vænu" fólksbílana okkar þar á uppbyggðu og upphituðu planinu.
    .
    Sögurnar verða þá meira bara eins og allar hinar….. "vó, sástu hvernig kvikindið svínaði á mig við brúnna yfir Bjallavaðið? Gaurinn var örugglega á a.m.k. 120!!" ….hvað er varið í það?





    14.12.2007 at 13:00 #606556
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Er svohljóðandi:
    3. Tækninefnd. Hlutverk hennar er að fylgjast með tækninýjungum varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og miðla þeim upplýsingum til félagsmanna. Einnig að ná samvinnu við viðkomandi yfirvöld um gerð reglugerða fyrir fjórhjóladrifsbifreiðir. Kjósa skal 5 menn í hana.





    14.12.2007 at 13:09 #606558
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er starfandi sér fjarskiptanefnd innan 4×4, en engu að síður er ánægjulegt hvað margir hafa skoðun og áhuga á fjarskiptamálum.

    Hlynur fjarskiptanefnd





    14.12.2007 at 13:18 #606560
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    að ná til þess að koma að málum við gerð reglugerða áður en reglugerðin er fullmótuð, er það ekki?
    .
    "3. […] Einnig að ná samvinnu við viðkomandi yfirvöld um gerð reglugerða fyrir fjórhjóladrifsbifreiðir. […]."
    .
    Það hlýtur jú að skipta okkur gríðarlegu máli að reyna að vinna í þessu ÁÐUR en reglugerðin tekur gildi hér heima. Það hlýtur að vera betra að lögin taki ekki gildi en að vera að rembast við að fá undanþágu endalaust í framtíðinni.





    14.12.2007 at 13:48 #606562
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér sýnist flestir vera sammála því að það þurfi að bæta aðkomu okkar að regluferlinu. Það er verið að vinna í því máli, tækninefndin hefur m.a. fundað með aðstoðarmanni samgönguráðherra, sem sýndi okkar málum mikinn skilning og áhuga.
    En það er með þetta eins og fleira, það er lengi hægt að gera betur og það má vissulega með góðum rökum halda því fram að tækninefndin gæti unnið af meiri krafti. En það má líka segja þetta um fleiri.
    Og sem betur fer eru þeir málaflokkar sem hver nefnd fæst við ekki einkamál þeirra sem gefa kost á sér til setu í þeim á aðalfundi.
    Varðandi drasl sem sumir festa framan á bílana sína, þá finnst mér persónulega bara allt í lagi að um það gildi eitthverjar reglur. Ég er búinn að eiga jeppa í tæp 20 ár, en hef enn ekki komið því verk að hengja dót framan á bílinn. En þetta er mín prívat skoðun og þarf hvorki að endurspegla skoðun félagsins eða tækninefndarinnar.
    Ef menn vilja leggja okkur lið, þá er öll aðstoð vel þegin, hvað segið þið um að httast í mörkinni n.k. fimmtudagskvöld?

    -Einar





    14.12.2007 at 17:02 #606564
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    með þetta mál því miður.
    Næstkomandi fimmtudag er kominn 20. des og allt sem heitir stjórnsýsla komið í jólafrí fram yfir áramót og reglugerðin tekur einmitt gildi þá.
    .
    Einar segist ekki sérlega hrifinn af þvú að hengja drasl framan á bílinn og skýrir það kannski að einhverju leyti sinnuleysi nefndarinnar gagnvart þessu máli. Verður þá kannski næsta hlutverk nefndarinnar að koma að hönnun einhvers búnaðar sem að má hengja á grindina "bara svona rétt á meðan" við ætlum að notast við spil, já eða keyra í gegnum ísskarir.
    .
    En tilgangur minn með þessum skrifum á alls ekki að vera leita að sökudólgum, heldur langaði mig fyrst og fremst kannski að fá fram einhverjar hugmyndir manna með hvernig klúbburinn getur komið að þessum málum. Það er alveg ljóst að ef við verjum ekki okkar hagsmuni munu þeir hverfa algerlega á endanum. Við verðum að mynda okkur hefðir á þessum sviðum sem eru vel skilgreindar, núna lítur t.d. út fyrir að frábært framlag klúbbsins (Ofsa) til slóðamerkinga á Íslandi verði fyrst og fremst notað af Þórunni nokkurri til að ákvarða hvaða slóða hún telji ekki þörf fyrir að hafa opna lengur.
    .
    Ofsi er kominn af stað með annan þráð hérna um klúbbinn almennt, getum þá nýtt þennan þráð til ítarlegri umfjöllunar eða hugmyndavinnu fyrir aðkomu klúbbsins að reglugerðarstörfum.
    .
    Eru ekki t.d. einhverjir meðlimir í klúbbnum okkar sem hafa af því starfa að lesa yfir reglugerðarfargan Evrópusambandsins áður en að það fer í umfjöllun hérna heima?





    14.12.2007 at 21:20 #606566
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Í ljósi þess að einum ónefndum aðila þótti óþarfi að hengja ýmist dót framan á bílinn (kastaragrindur t.d til að verja plastssvuntur eða veika framenda fyrir ís og krapa, eða spil til að draga fólk upp, svo má lengi telja), þá á bara að banna þetta allt? Ekkert að aðhafast í málinu frekar en að bara sjá hvernig útkoman verði? Mér þykir þetta afar dularfullt mál, en nefndin hlýtur nú að geta útskýrt fyrir okkur hvernig þetta á að æxlast og "reddast" með tímanum, fyrst þeir virðast vera með þetta allt á hreinu.

    Mér þykir alvarlegt ef persónulegar skoðanir nefndarmanna eru hafðar að leiðarljósi í málákvörðunum, ég tel að það hafi verið fullljóst frá byrjun að þessi lög myndu hitta á fínustu taugar annsi marga. Ég er ekki með að fólk sé að hlaða kengúrugrindum með göddum á framan á bílana, en mér finnst meðalhófs mega gæta, öll aðför að frelsi jeppamanna (og almennt fólks hér í heiminum) eigi að teljast varasöm, sama í hvaða formi hún birtist.
    Allt í lagi að setja reglur um hvað megi hafa framan á bílum og hvað ekki, en allavegana þykir mér að þetta mætti vera skýrara og birtast fyrir framan sótsvartan almúginn svo hann geti nú eitthvað fylgst með.

    Ég bíð bara eftir, eins og fleiri hafa minnst á, að upphækkanir verði bannaðar, dekk yfir 29" verði dæmd ólögleg og felgur breiðari en 10" verði ávísun á rauða miðann í skoðun.

    Ég verð að segja fyrir mitt leiti, ég er æfur. Virkilega, virkilega æfur yfir því að tækninefnd, sem ég sem félagsmaður treysti á að geti gætt að hagsmunum jeppamanna og félagsmanna 4×4 að leiðarljósi.

    Mér finnst þetta afturför. Þetta kallar á að fólk þarf að fara í kringum lögin á allan hátt með sín ljós og "mannvígsgrindur" (eins og hæstvirtu f**istar í Brussel líta á þetta).
    Kannske er ég að dæma þetta of hart, kannske mun þetta "reddast" eftir því sem nær dregur lagasetningunni. Ég veit það ekki.

    Kkv, Samúel Úlfur Þór.
    E-1851

    P.S. Endilega, endilega leiðréttið mig ef ykkur finnst ég fara með rangt mál. Því ég er afar svekktur ef þetta er niðurstaðan í málinu…





    15.12.2007 at 00:28 #606568
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Þetta mál er áfellisdómur fyrir 4×4 !
    Það er ekki sjálfgefið að menn bjóði sig fram til sjálfboðastarfa í hinar ýmsu nefndir eða stjórn félagsins, en geri menn það ber þeim siðferðisskylda til að hafa hag félagsmanna í fyrirrúmi. Persónulegar skoðanir: varðandi drasl sem sumir festa framan á bílana sína (Eik), virðast hafa gegnsýrt störf tækninefndar varðandi þetta grindar/ljósamál. -Já Einar, það er allt í lagi að það gildi einhverjar reglur, en BANN er engin regla.
    Ég tel flesta félagsmenn telja það til kosta og öryggisatriði að hafa ljóskastara framan á, og þeir sem ferðast mikið einbíla þekkja kosti þess að hafa jafnvel spil.
    Til hvers er verið með starfsmann á launum hjá félaginu = OKKUR , ef hann (hún) fylgist ekki með þeim málefnum sem snerta okkur? Er það ekki eðlileg krafa að starfsmaðurinn sé vakandi, upplýsi stjórn um þau mál sem taka þarf á, og stjórnin komi verkefnum til hinna ýmsu nefnda eða deilda? Fylgist stjórnin ekki með starfi nefnda? Varla er það fullt starf að sleikja frímerki á greiðsluseðlana, eða hvað?
    Það er ekki svo að ég vilji leggja félagið af, en er það ekki aðeins að týnast í sjálfu sér?
    Það er búið að koma svo mörgu fjandi góðu í verk fyrir tilstilli félagsins, og þessi atlaga að jeppamennsku er aðeins ein af mörgum væntanlegum í þeim tilgangi að útrýma súperjeppum á íslandi! Ætlum við að glutra niður öllu því sem hefur áunnist?
    Ingi





    15.12.2007 at 06:30 #606570
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta mál hefur margsinnis verið rætt og kynnt á félagsfundum. Þar hafa verið lítil viðbrögð, en þó hefur Freysi talið að þetta stkipti miklu máli og veit að það forsvarmenn fyrrverandi vinnuveitanda hans voru í sambandi við fyrrverandi formann félagsins. Þó að ég sé hér aðeins að túlka mínar skoðanir, þá minnist ég þess ekki að það hafi verið ágreiningur um þetta í tækinefndinni þegar við vorum að fjalla um þetta.
    Nú er einmitt rétti tíminn til þess að vinna í því að framkvæmd reglnanna verði skynsamleg. Það er ekkert sjálfgefið í því efni.
    Ef það verður niðurstaðan að klúbburinn vilji að þessi regla verði afnumin, þá er aldrei of seint að vinna að því. Ég tel þó sjálfur að það séu mörg mál mikilvægari til þess að beina kröftunum að.
    Sjáumst í mörkinni n.k. fimmtudag.

    -Einar





    15.12.2007 at 08:43 #606572
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Fyrir Einari. Síðasti pistill er hreinasta snilld, til þess að draga úr hitanum kemur hann með þetta snilldar útspil að funda næstkomandi fimmtudag. Og gerir þar með alla ábyrga fyrir reglugerðarbreytingunni sem ekki mæta, he he. Fleiri svör Einars hafa verið af svipuðum kaliber og er hann slyngur sem áll. Kannski er það einmitt vegna vitneskju okkar um getu tækninefndarinnar og Einars ef hún/hann beita sér, sem það er sérstaklega pirrandi að sjá hlutina glutrast svona niður. Í svona málum er það regla nr 1 að eiga fyrsta skrefið og það vita allir sem eru komnir til vits og ára að þar er alltaf erfiðara að snúa ofanaf svona hlutum eftir á. Og þar sem Einar er kominn til vits og ára, þá veit hann að stundum, er nánast vonlaust að snúa við sumum reglugerðum, hversu vitlausra sem þær voru í byrjun. T,d minnir mig að það hafi tekið um 50 ár að fá bjórinn leifðan aftur, ef við eigum að taka eitt dæmi þó slæmt sé. Þó svo ekkert sé ómögulegt í þeim efnum. En auðvita á að reyna að vinna þetta á sem léttastan mátann. Einar segir: ef það verður niðurstaða klúbbsins að þessi regla verði afnumin. Til þess að klúbburinn geti tekið vitræna afstöðu, þá þarf hinn sama að vita nákvæmlega hver gæti orðin niðurstaðan í pratík. Sumir hérna virðast hald að, þetta hafi í för með sér algjört bann og ef svo er raunin. Þá er ekkert annað að gera í stöðunni en beitar sér gegn þessu. Einar segir fleira í pistlinum ( t,d að það séu mörg mikilvægari mál til þess að beina kröftum að ). Það væri forvitnilegt að vita hvað átt er við með þessu, þ.a.s hvað mál eru það ?.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 37 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.