Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rauðir kastarar
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður T. Valgeirsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2006 at 20:19 #197002
Sælir,
Hvar fær maður svona kastara með rauðu parkljósi eins og er á þessum crúser lengst til hægri? Eru þetta Hella kastarar?
kv, Ásgeir -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2006 at 21:30 #538200
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér sýnist þetta vera hella, en get ekki séð að það logi rautt ljós í þeim. en ef svo er, hefur eigandinn þá ekki bara sett rauðar perur í þá…??
07.01.2006 at 21:32 #538202Mér sýnist þetta vera appelsínugulir og þetta eru stefnuljósin sem loga hjá honum:-/
07.01.2006 at 21:37 #538204Þetta eru rauðar perur eins og geiri talar um,þetta sést betur hér
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 4079/27419
07.01.2006 at 22:48 #538206Þetta eru rauðar hettur á perunum sem fást í Okur-Naust. Ef þið ætlið að kaupa svoleiðis haldið ykkur þá í eitthvað sem er boltað í gólfið þegar þið fáið verðið.
07.01.2006 at 22:54 #538208Væntanlega eru þetta Hella Luminator ljós. Í sumum týpum af þeim er lítið perustæði ætlað fyrir stöðuljós. Þessi hefur væntanlega sett rauða peru í þetta perustæði.
08.01.2006 at 11:21 #538210Hafliði gætiru sent mér myndirnar sem eru í albúminu þínu um auka alternator? ég sé þær ekki þarna í albúminu:-/ væri gaman að sjá þessar myndir því ég er í svona hugleiðingum:-)
Magni81@internet.is
09.01.2006 at 13:55 #538212þetta eru hella luminator og það eru hettur yfir park perunum. löggan sagði mér reyndar að þetta væri BANNAÐ
kveðja Kárinn
09.01.2006 at 14:59 #538214Þar sem ég er með 30 ára gamlan bíl þá eru voðalega fá lög sem ganga yfir hann.
Annars nota ég þennan jeppa bara þar sem löggan er aldrei 😉
En takk fyrir þetta Kári ég býst við að flytja þetta bara inn sjálfur vegna verðs í OkurNaustikv, Ásgeir
09.01.2006 at 15:09 #538216Það sem Kári á væntanlega við að það er óheimilt að hafa kveikt á kösturunum í þéttbýli. Jafnvel þó aðeins sé um stöðuljós að ræða.
09.01.2006 at 15:32 #538218Mér finnst það frekar asnalegt að slíkt sé bannað því það stendur í reglum að þú verðir að vera með stöðuljós á bílnum, hins vegar stendur líka að það sé bannað að keyra með kastara með engri hlíf yfir innanbæjar.
En nú er annar hver flutningabíll með svona kastara með stöðuljósi. Nú eru þeir ekki stoppaðir hvorki fyrir þetta né það að vera með kastara á þakinu.
Af hverju er bara verið að væla í okkur jeppamönnum?
09.01.2006 at 15:45 #538220Það er ýmislegt asnalegt en það eru undantekningar á öllum hlutum. En það er alveg jafn ólöglegur búnaður fyrir því. Stöðuljósin eru staðsett á hvoru framhorni bifreiða en ekki í aðalljósum.
09.01.2006 at 15:45 #538222
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég hef nú ekki verið stoppaður með engar hlífar, svo er ég með kastara á toppnum og enginn sett útá það og þannig fór ég með hann í gegnum skoðun,
veit að maður fær ekki skoðun nema með hlífar, en það getur varla verið bannað að vera með kastara á toppnum…??
09.01.2006 at 17:08 #538224það meiga vera parkljós í kösturunum og þeir meiga vera á en þau meiga bara vera gul eða hvít ekki rauð en ég er búinn að vera með þetta svona í nærstum 3 mánuði bæði utan og innanbæjar
kveðja kári
09.01.2006 at 17:52 #538226Ég fæ ekki betur séð en að þetta séu Hella Rally 3000 kastarar á þessum krúser, þeir eru með perustæði fyrir þokuljós, og svo er hægt að gera annað í staðinn fyrir að kaupa þessar rándýru hettur í Dýranausti og það er að kaupa bara ljósaspray, rautt svoleiðis, einnig er hægt að fá ljósa spray í hinum ýmsu litum sem gerir það að verkum að menn geta verið með parkið eins og þeim dettur í hug á litinn.
Ef það er ekkert að bílnum sem sést, og að þessi "lituðu" ljós eru ekki sterk, þá eru miklar líkur á að löggan láti menn í friði, þó svo að ég ábyrgist að sjálfsögðu ekki neitt í þeim efnum. En ef þeir ætla að halda því fram að þetta pirri aðra í umferðinni að þá ættu þeir bara sjálfir að passa sig í sinni ljósanotkun. Þá sérstaklega með þessi bláu. Þau eru misnotuð oft á hverjum degi hjá þessum köllum, og hef ég hvergi lesið í neinni reglugerð né lögum að þeim sé heimilt að nota þau eins og þeir gera æði oft.
En hvað um það, mér sýnist þetta semsagt vera Hella Rally 3000 eins og ég var með sjálfur hjá mér, áður en ég fann "ljósið" 😉
Kveðja
SiggiP.S. Þetta eru sennilega bara hvítar perur. Þær verða svona á mynd þori nánast að hengja mig uppá það…..
09.01.2006 at 21:39 #538228eru ekki ólögleg ég var með svoleiðis í kösturnm sem ég var með á síðasta jeppa sem ég átti. Ég lenti einu sinni á 4 árum í því að löggan stoppaði mig og hún sagði mér að slökkva á kösturunum, þegar ég bennti henni á að þetta væru parkljós þá sagði hún mér að slökkva á þeim, en þegar hún heyrði að ég vissi eitthvað um málið og að þetta væri leyfilegt þá þagnaði hún, í sömu andrá þá kom vörubíll með 8 kastara og alla með parkljósum og þá bennti ég henni á afhverju hún stoppaði hann ekki frekar. Eftir þetta þá hef ég aldrei veri böggaður af löggunni með aukaljós á bílnum mínum.
Hvða lit varðar þá er t.d grænn volvo trailer sem er
mikið á ferð og er hann með graæn parkljós í 4 köstrum sem eru á toppnum síðan er annar sem er vínrauður og er hann með 8 kastara og allir með rauð parkljós.Kv
Snorri Freyr
10.01.2006 at 12:34 #538230Sælir allir.
Ég ætla ekki að tjá mig um lögmæti auka stöðuljósa eða þess að keyra með hlífalausa kastara.
En það er alveg skýrt og ljóst að rauð ljós meiga ekki vera framan á bíl. Rauð ljós meiga aldrei vera nema að aftan. Þau tákna eins og þið vitið afturenda á ökutæki, en ekki framenda.Kv.
Emil
10.01.2006 at 14:01 #538232Sælir og gleðilegt nýár.
Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja meiga vera aukastöðuljós á bifreiðum, þó ekki fleiri en tvö framvísandi og tvö afturvísandi. Í sömu reglugerð er skýrt tekið fram að framvísandi stöðuljós skulu vera hvít. Þó er undanþága um stöðuljós á bifreiðum frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada en þau meiga vera rauðgul (orange). Eins og Emil bendir réttilega á þá eiga afturvísandi stöðuljós að vera rauð.
Ennfremur segir í reglugerðinni að á torfærubifreiðum megi vera tveir ljóskastarar og skuli þeir vera birgðir þegar þeir eru ekki í notkun og er tekið fram hvenær þá megi nota.
Það að menn skuli komast upp með að vera alltaf með kastarana óbirgða (ég þar á meðal) en eingöngu vegna dugleysis lögreglumanna og starfsmanna á skoðunarstöðvum.Kveðja,
Klemenz
10.01.2006 at 14:26 #538234http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We … enDocument
Hér er svo smá útdráttur…..
07.01 Ljósker.
(1) Aðalljós.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.Dreifing: Ljós frá lágljóskerum skal dreifast nægilega til hliðanna.
Ljósker fyrir lágljós skulu vera mishverf og gerð fyrir hægri umferð.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutækinu. Auk þess gildir:
a. Háljós: Ljósker mega ekki vera nær ystu brún ökutækis en ljósker fyrir lágljós. Þeim skal þannig fyrir komið að ekki sé hætta á að birta frá þeim eða speglun ljóss í baksýnisspegli og/eða af öðrum flötum ökutækis valdi ökumanni óþægindum.
b. Lágljós: Hæð ljóskera skal vera á milli 500 mm og 1200 mm og fjarlægð frá ystu brún má mest vera 400 mm. Bil milli tveggja ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.Stilling og ljósstyrkur: Ljósker aðalljósa skal vera hægt að stilla nákvæmlega á auðveldan hátt. Við eftirlit með hæð og stillingu ljósa skal ökutækið standa á láréttum fleti með hreyfil í hægagangi og allar dyr lokaðar. Auk þess gildir:
a. Háljós: Ljósið skal lýsa veginn a.m.k. 100 m framan við ökutækið. Miðja ljósgeisla má hvergi vera ofar en miðja ljóskers.
Hvort ljósker um sig skal hafa a.m.k. 20.000 cd ljósstyrk, sem svarar til 32 lux lýsingar 25 m framan við ljóskerið í sömu hæð og miðja þess. Samanlagður ljósstyrkur allra háljósa má mestur vera 225.000 cd.
b. Lágljós: Ljósið skal lýsa veginn a.m.k. 40 m fram á akbrautina og má ekki valda þeim sem á móti koma glýju.
Stilling ljóskera skal vera samkvæmt merkingum framleiðanda. Ef þær merkingar eru ekki fyrir hendi eða hæð ökutækis hefur verið breytt verulega frá upprunalegri hæð skulu ljósker ekki hafa minni niðurvísun en 1,0% og ekki lýsa lengra en 80 m fram á akbrautina.Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa og skal ekki geta kviknað á þeim nema kveikt sé á afturvísandi stöðuljóskerum. Auk þess gildir:
a. Háljós: Í mælaborði skal vera blátt gaumljós sem sýnir að kveikt er á háljóskerum.
b. Lágljós: Mega vera kveikt samhliða háljósum.Ljósaskiptir: Auðvelt skal vera að skipta á milli háljósa og lágljósa á öruggan hátt.
Merki um framúrakstur: Aðalljós geta auk almennra nota verið ætluð fyrir merkjagjöf til framúraksturs. Rofi fyrir framúrakstursljós skal búinn fjaðrandi mótstöðu. Ekki má kvikna á öðrum ljóskerum ökutækis þegar gefið er merki um framúrakstur.
Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum háljóskerum eða um sérstakan rofa. Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis. Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker.
(2) Aðgreiningarljós.
Litur: Skal vera hvítur á framvísandi ljósum en rauður á afturvísandi ljósum. Heimilt er að á ökutækjum frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi aðgreiningarljósa rauðgulur.
Staðsetning: Ljóskerin skulu vera þrjú í röð, sem næst miðlínu ökutækis. Fjarlægð frá miðlínu að miðju ytri ljóskera skal vera á milli 150 mm og 300 mm.
Ljóskerin skulu vera svo hátt sem hægt er, t.d. fremst og aftast á þaki yfirbyggingar og/eða ökumannshúss.
Ljósstyrkur: Um aðgreiningarljós gilda sömu ákvæði varðandi hámarks ljósstyrk og um framvísandi stöðuljós.
Tenging: Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum.
(3) Bakkljós.
Litur: Skal vera hvítur.
Staðsetning: Ljósker skal vera aftan á ökutækinu. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1200 mm.
Tenging: Ljósker má því aðeins geta logað að lykilrofi sé tengdur og bifreið annaðhvort í bakkgír eða á hreyfingu afturábak. Einnig má tengja ljóskerið um eigin rofa samtengdan gaumbúnaði sem virkar þegar ljósið er kveikt.
Auka bakkljósker: Ljóskerin skulu tengd öðrum bakkljóskerum, þó ekki um eigin rofa. Þau skulu vera aftast á hvorri hlið ökutækis. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um bakkljósker.
(4) Breiddarljós.
Litur: Skal vera hvítur á framvísandi ljósum en rauður á afturvísandi ljósum. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi breiddarljósa rauðgulur.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 5° upp fyrir og a.m.k. 20° niður fyrir ljóskerið og a.m.k. 80° út fyrir ljóskerið.
Staðsetning: Ljósker skulu vera staðsett svo hátt sem hægt er með tilliti til ákvæða um breiddarstaðsetningu og samhverfu. Þau skulu vera eins nálægt ystu brún ökutækis og hægt er. Ljóskerið má þó ekki vera innar en 400 mm frá ystu brún.
Fram- og afturvísandi breiddarljósker mega vera sambyggð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóssins eru uppfyllt. Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu.
Ljósstyrkur: Um breiddarljós gilda sömu ákvæði varðandi ljósstyrk og um framvísandi stöðuljós.
Tenging: Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum.
Auka breiddarljósker: Ljósker skulu tengd öðrum breiddarljóskerum. Auka breiddarljósker sem eru á framhornum ökumannshúss eru óbundin ákvæðum um hámarksfjarlægð frá ystu brún en að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin breiddarljósker.
(5) Dagljós.
Skilgreining: Dagljós koma í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né skyggni lélegt. Sem ljósker fyrir dagljós má nota aðalljósker, aðalljósker með lækkaðri spennu, þokuljósker eða sérstök dagljósker með viðurkenningarnúmeri.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutæki og vísa fram. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Fjarlægð ljóskera frá ystu brún má mest vera 400 mm og a.m.k. 600 mm skulu vera á milli þeirra. Ákvæði um fjarlægð frá ystu brún þurfa ekki að vera uppfyllt ef framvísandi stöðuljósker eru samtengd dagljóskerum.
Ljósstyrkur: Sérstakt viðurkennt dagljósker skal hafa ljósstyrk á milli 400 cd og 1200 cd við ljóskerið. Spenna á lágljóskerum fyrir lækkaða spennu skal vera a.m.k. 11 V við fulla hleðsluspennu 12 V kerfis en samsvarandi 22 V fyrir 24 V kerfi.
Tenging: Ljós má kvikna sjálfkrafa af völdum lykilrofa, hreyfils sem gangsettur hefur verið (hleðsla, smurþrýstingur), hreyfingu ökutækis eða gírskiptingu. Sérstök dagljós skulu kvikna sjálfkrafa.
Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega einnig vera tengd framvísandi stöðuljóskerum.
Ljósker fyrir dagljós skulu þannig tengd að þau slokkni sjálfkrafa þegar kveikt er á stöðuljósum eða aðalljósum.
Stærð: Lýsandi flötur ljóskers skal vera a.m.k. 40 cm2.
(6) Hemlaljós.
Litur: Skal vera rauður.
Dreifing: Ljós frá ljóskerum í pari skal vera sýnilegt a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (5° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við ljóskerið og a.m.k. 45° innan og utan við ljóskerið.
Ljósstyrkur: Styrkur ljóss við ljóskerið skal vera á milli 40 cd og 100 cd. Ljósstyrkurinn skal vera áberandi meiri en ljósstyrkur afturvísandi stöðuljósa. Ákvæðið telst uppfyllt ef afl peru í hemlaljóskeri er a.m.k. 3,5 sinnum meira en afl peru í afturvísandi stöðuljóskeri eða hvort tveggja hemlaljósker og stöðuljósker eru e-, E- eða DOT-merkt.
Staðsetning: Ljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð skal vera á milli 350 mm og 1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Bil milli hemlaljóskera í pari skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Hæð hemlaljóskers fyrir miðju ökutækis skal vera meiri en annarra hemlaljóskera og ekki minni en 850 mm. Á ökutæki með afturrúðu má ljóskerið ekki vera neðar en 150 mm neðan við neðri brún hennar. Ef ekki er hægt að koma við einu miðjuljósi vegna hönnunar ökutækis má leyfa tvö ljósker sitt hvorum megin við miðju eða eitt til hliðar við miðju. Ljóskerin skulu vera eins nálægt miðju og hægt er og eigi fjær miðju en 150 mm.
Tenging: Ljós skal kvikna um leið og aksturshemli er beitt. Ljós má kvikna þegar hamlara er beitt.
(7) Hliðarbeygjuljós.
Litur: Skal vera hvítur.
Staðsetning: Skal vera framarlega á sitt hvorri hlið ökutækis.
Tenging: Ljósker skulu tengd stöðuljóskerum. Einnig skal sitt hvort ljóskerið vera tengt stefnuljóskerum sömu hliðar.
(8) Hliðarljós.
Litur: Skal vera gulur eða rauðgulur. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur aftasta hliðarljóss rauður.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 10° ofan við og 10° (5° ef hæð ljóskers er minni en 750 mm) neðan við ljóskerið og a.m.k. 45° (30° ef ljóskerið er ekki áskilið) framan og aftan við ljóskerið.
Staðsetning: Ljóskerin skulu vera á báðum hliðum ökutækis. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Á miðþriðjungi ökutækis skal vera a.m.k. eitt ljósker. Fjarlægð fremstu ljóskera frá framenda ökutækis má mest vera 3,0 m að beisli á eftirvagni meðtöldu. Fjarlægð öftustu ljóskera frá afturenda má mest vera 1,0 m. Bil á milli ljóskera á sömu hlið má mest vera 3,0 m. Bilið má þó vera allt að 4,0 m ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Á ökutæki sem er 6,0 m eða minna að lengd er þó heimilt að hafa aðeins fremstu og/eða öftustu ljóskerin.
Ljósstyrkur: Um hliðarljós gilda sömu ákvæði varðandi ljósstyrk og um framvísandi stöðuljós.
Tenging: Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum.
(9) Hættuljós.
Sömu ákvæði gilda varðandi lit, dreifingu, staðsetningu og tíðni og um stefnuljós.
Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa óháð öðrum ljóskerum og skal ljós blikka á öllum ljóskerum samtímis. Ljóskerin skulu tengd gaumljósi í mælaborði og/eða hljóðgjafa sem sést og/eða heyrist greinilega í úr sæti ökumanns. Gaumbúnaðurinn má vera sá sami og áskilinn er fyrir stefnuljós.
Ljóskerin mega vera tengd búnaði sem kveikir sjálfkrafa á þeim, minnki hraði ökutækisins mjög snöggt, t.d. við árekstur.
Hættuljós skulu geta logað án þess að straumlás sé tengdur.
Stjórnbúnaður: Á ökutæki með samþykktum tengibúnaði skal stjórnbúnaður fyrir hættuljós einnig geta stjórnað hættuljósum eftirvagns í samræmi við ákvæði um tengingu þeirra.
Notkun: Hættuljós eru ætluð til notkunar ef ökumaður neyðist til að stöðva ökutækið þannig að hætta skapist skyndilega eða ef ökutæki stendur óökufært á vegi eftir árekstur, skemmd eða bilun þannig að annarri umferð stafi hætta af.
(10) Leitarljós.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Staðsetning: Ljóskerið skal vera staðsett þannig að það geti hreyfst óháð akstursstefnu ökutækis.
Tenging: Leitarljósker skal tengt stöðuljóskerum um eigin rofa og samtengt gaumljósi í mælaborði.
(11) Ljóskastarar.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Dreifing: Ljós skal lýsa fram á við.
Tenging: Ljóskastarar skulu tengdir háljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
Notkun: Ljóskerin má einungis nota:
– utan alfaravega
– í ófærð á vegum utan þéttbýlis þegar aðalljós koma að takmörkuðum notum vegna snjólags eða skafrennings.Ljóskerin skulu vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.
(12) Neyðarakstursljós.
Litur: Skal vera blár.
Dreifing: Ljósið skal vera sýnilegt úr öllum áttum og undir a.m.k. 5° horni ofan og neðan við ljóskerið. Fleiri en eitt ljósker geta í sameiningu uppfyllt ákvæði um dreifingu ljóss.
Staðsetning: Ljóskerum skal komið fyrir þar sem þau sjást vel og eru minnst til óþæginda fyrir ökumann.
Ljósstyrkur: Styrkur ljóssins skal vera nægur til að það sjáist auðveldlega, einnig að degi til, án þess að vera til óþæginda.
Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa óháð öðrum ljósum og samtengd gaumljósi í mælaborði.
Tíðni: Blikktíðni skal vera á milli 60 og 240 leiftur á mínútu.
Merking: Á ljóskerum skal vera greinileg merking um framleiðanda, gerð og spennu.
(13) Númersljós.
Litur: Skal vera hvítur.
Staðsetning: Ljós frá ljóskeri skal lýsa upp aftara skráningarmerki.
Ljósstyrkur: Ljósstyrkur skal vera nægur til að í myrkri sé auðvelt að lesa tölur og bókstafi á skráningarmerkinu í 20 m fjarlægð. Ljósker má ekki lýsa aftur á við og endurskin ljóss frá skráningarmerki, höggvara o.þ.h. má ekki vera til óþæginda fyrir þá sem á eftir aka.
Tenging: Ljóskerið skal tengt afturvísandi stöðuljóskerum.
(14) Stefnuljós.
Litur: Skal vera rauðgulur. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi stefnuljósa hvítur, en litur afturvísandi stefnuljósa rauður.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (5° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við ljóskerið. Ljós frá fram- og afturvísandi ljóskeri skal vera sýnilegt a.m.k. 45° innan við og a.m.k. 80° utan við ljóskerið en ljós frá hliðarljóskeri skal vera sýnilegt aftan við ljóskerið innan a.m.k. 55° horns frá 5° til 60° út frá hlið ökutækis.
Staðsetning: Framvísandi ljósker skulu vera framan á ökutæki og afturvísandi ljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð fram- og afturvísandi ljóskera skal vera á milli 350 mm og 1500 mm. Hæð hliðarljóskera skal vera á milli 500 og 1500 mm. Hæð fram- og afturvísandi ljóskera má þó vera allt að 2100 mm og hæð hliðarljóskera allt að 2300 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Fjarlægð ljóskera frá ystu brún má mest vera 400 mm. Bil milli ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Fjarlægð hliðarljóskers frá framenda ökutækis má mest vera 1800 mm. Fjarlægðin má þó vera allt að 2500 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Ljósker fyrir framvísandi stefnuljós og hliðarstefnuljós mega vera sameinuð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóss eru uppfyllt.
Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa óháð öðrum ljóskerum. Ljóskerin skulu vera samtengd blikkandi gaumljósi og/eða hljóðgjafa sem sést og/eða heyrist greinilega í úr sæti ökumanns og gefur til kynna hvort þau vinni rétt.
Tíðni: Blikktíðni skal vera á milli 60 og 120 leiftur á mínútu.
Auka stefnuljósker: Ljósker skulu tengd öðrum stefnuljóskerum. Auka stefnuljósker eru óbundin ákvæðum um hæðarstaðsetningu, lengdarstaðsetningu hliðarstefnuljóskers og dreifingu ljóss. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin stefnuljósker.
Áskilin stefnuljósker og auka stefnuljósker mega blikka á víxl og skal lóðrétt bil milli afturvísandi ljóskera sem blikka á víxl vera a.m.k. 200 mm.
(15) Stöðuljós.
Litur: Skal vera hvítur á framvísandi ljósi en rauður á afturvísandi ljósi. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi stöðuljóss rauðgulur.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (5° ef hæð ljóskers er minni en 750 mm) neðan við ljóskerið og a.m.k. 45° (0° fyrir framvísandi stöðuljós á eftirvagni) innan við og a.m.k. 80° utan við ljóskerið.
Á ökutækjum með einu framvísandi og einu afturvísandi stöðuljóskeri skal ljós vera sýnilegt a.m.k. 80° utan við ljóskerið til beggja hliða.
Ljósstyrkur: Styrkur ljóss við ljóskerið skal frá framvísandi ljósi vera á milli 4 cd og 60 cd en frá afturvísandi ljósi á milli 2 cd og 12 cd. Ákvæði um lágmarksstyrk afturvísandi stöðuljóss telst vera uppfyllt ef afl peru er 5 W.
Staðsetning: Afturvísandi stöðuljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð ljóskera skal vera á milli 350 mm og 1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Fjarlægð framvísandi stöðuljóskers frá ystu brún eftirvagns má mest vera 150 mm, en fjarlægð stöðuljóskers frá ystu brún annarra ökutækja má mest vera 400 mm. Bil milli ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm, en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis má fjarlægð afturvísandi stöðuljóskers frá aftasta hluta þess vera allt að 500 mm.
Tenging: Stöðuljós skulu geta lýst án þess að straumlás sé tengdur. Á ökutæki sem er ekki meira en 2,0 m á breidd og ekki meira en 6,0 m á lengd mega stöðuljósker vera tengd þannig að aðeins logi á þeim til annarrar handar. Stöðuljósker sem tengd eru á þennan hátt skulu geta lýst óháð öðrum ljósum.
Auka stöðuljósker: Ljósker skulu tengd öðrum stöðuljóskerum. Auka stöðuljósker eru óbundin ákvæðum um breiddarstaðsetningu og dreifingu ljósgeisla. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin stöðuljósker.
10.01.2006 at 14:26 #538236http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We … enDocument
Hér er svo smá útdráttur…..
07.01 Ljósker.
(1) Aðalljós.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.Dreifing: Ljós frá lágljóskerum skal dreifast nægilega til hliðanna.
Ljósker fyrir lágljós skulu vera mishverf og gerð fyrir hægri umferð.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutækinu. Auk þess gildir:
a. Háljós: Ljósker mega ekki vera nær ystu brún ökutækis en ljósker fyrir lágljós. Þeim skal þannig fyrir komið að ekki sé hætta á að birta frá þeim eða speglun ljóss í baksýnisspegli og/eða af öðrum flötum ökutækis valdi ökumanni óþægindum.
b. Lágljós: Hæð ljóskera skal vera á milli 500 mm og 1200 mm og fjarlægð frá ystu brún má mest vera 400 mm. Bil milli tveggja ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.Stilling og ljósstyrkur: Ljósker aðalljósa skal vera hægt að stilla nákvæmlega á auðveldan hátt. Við eftirlit með hæð og stillingu ljósa skal ökutækið standa á láréttum fleti með hreyfil í hægagangi og allar dyr lokaðar. Auk þess gildir:
a. Háljós: Ljósið skal lýsa veginn a.m.k. 100 m framan við ökutækið. Miðja ljósgeisla má hvergi vera ofar en miðja ljóskers.
Hvort ljósker um sig skal hafa a.m.k. 20.000 cd ljósstyrk, sem svarar til 32 lux lýsingar 25 m framan við ljóskerið í sömu hæð og miðja þess. Samanlagður ljósstyrkur allra háljósa má mestur vera 225.000 cd.
b. Lágljós: Ljósið skal lýsa veginn a.m.k. 40 m fram á akbrautina og má ekki valda þeim sem á móti koma glýju.
Stilling ljóskera skal vera samkvæmt merkingum framleiðanda. Ef þær merkingar eru ekki fyrir hendi eða hæð ökutækis hefur verið breytt verulega frá upprunalegri hæð skulu ljósker ekki hafa minni niðurvísun en 1,0% og ekki lýsa lengra en 80 m fram á akbrautina.Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa og skal ekki geta kviknað á þeim nema kveikt sé á afturvísandi stöðuljóskerum. Auk þess gildir:
a. Háljós: Í mælaborði skal vera blátt gaumljós sem sýnir að kveikt er á háljóskerum.
b. Lágljós: Mega vera kveikt samhliða háljósum.Ljósaskiptir: Auðvelt skal vera að skipta á milli háljósa og lágljósa á öruggan hátt.
Merki um framúrakstur: Aðalljós geta auk almennra nota verið ætluð fyrir merkjagjöf til framúraksturs. Rofi fyrir framúrakstursljós skal búinn fjaðrandi mótstöðu. Ekki má kvikna á öðrum ljóskerum ökutækis þegar gefið er merki um framúrakstur.
Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum háljóskerum eða um sérstakan rofa. Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis. Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.