This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Kæru félagar!
Vegna „niðurfalls“ á ratleik og almenns skorts á grellnum uppátækjum hefur verið ákveðið að blása til ratleiks annað kvöld, laugardagskvöldið 28. apríl, kl 19:30. Upphafsstaður er bílaplanið við „Baðströnd Reykjavíkur“ við rætur Öskjuhlíðar.
Þeir sem vilja mæta, eiga að mæta, hinir ekki, nauðsynlegt er að hafa með sér einn gamaldags ÁTTAVITA, góða skapið, hlý föt og einhvern vökva til að halda sér í góðu skapi þó það verði blautt og hvasst.
Þeir sem svo skila sér á lokastöð þurfa ekki talstöð til að komast í gírinn sem verður alveg örugglega 120:1 eða minna, low-low-low-low-gír með öllu!
Nánari upplýsingar (eða almennt tuð) í síma: 897-3221. Þeir sem vilja ná hópnum eftir 19:30 geta hringt og fenguð upp staðsetningu í lengd og breidd (dd’mm.ssss m.v. WGS 84) og svo er bara að renna á hljóðið.Lágmarks þátttaka: ENGIN
Lágmarks dekkjastærð: ENGIN
Lágmarks gleði: EKKI Í BOÐI!
Niðurfelling: EKKI Í BOÐI!Þeir sem vilja taka þátt vinsamlegast látið vita hér á vefnum…
Kv
X-Tryggvi… og nefndinDisclaimer: Þessi ferð er ekki á neinn hátt í boði Ferðaklúbbsins 4×4 heldur eingöngu einkaframtak til að skemmta þeim sem mæta.
You must be logged in to reply to this topic.