This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.04.2007 at 16:27 #200186
Síðasti séns til að skrá sig í Ratleikinn er á þriðjudaginn kl 20:00. Lágmark er að fimm hópar séu skráðir til að af ferðinni verði og því vantar nú tvo hópa.
Verðið er 6.000 kr á mann og innifalið í því er gisting í tvær nætur, einn morgunverður og einn kvöldverður.
Skráning á f4x4@f4x4.is
NefndinHvernig standa málin með Ratleikinn ?
Er kominn næg þátttaka ? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.04.2007 at 18:33 #589266
Svo er alltaf hægt að taka plan Bé (x-B!) á þetta og fela fullt af grænum bjórdósum á Miklatúni og það lið sem finnur flestar dósir vinnur. Verst að það er ekki farið að grænka alveg nóg til að þetta sé áskorun.
24.04.2007 at 21:17 #589268Þar sem ekki fékkst næg þátttaka þá verður ratleikurinn felldur niður.
Hver veit nema að við reynum aftur seinna í vor eða næsta vetur.
Annars sýnist manni að jeppamenn séu ekki nógu ævintýragjarnir – eða kannski bara hræddir við óvissuna.
Því að í fyrra þegar farin var óvissuferð var líka léleg þátttaka og núna er það sama uppi á teningnum – menn eru greinilega ekki tilbúnir að ana úr í óvissuna. Ekki hefur það verið veðrið sem fældi frá – Siggi stormur að spá flottu um helgina….
En kannski hafa menn bara verið hræddir um að það kæmi í ljós að þeir rötuðu ekkert, kynnu ekki á gps og þekktu ekki örnefni….
En hver sem ástæðan er þá var þátttaka of lítil til að það tæki því að fara af stað í þá miklu vinnu sem þurfti til að undirbúa þetta og því fór sem fór.
Benni
24.04.2007 at 21:20 #589270Já, kannski er óvissan og ævintýrin einmitt ekki það sem jeppamenn eru að sækjast eftir! Synd og skömm ég var búinn að liggja yfir íslands-bókunum og kortunum alla vikuna til að eiga séns 😉
En hvernig ferðir eru það þá sem fólk vill? Engar ferðir? eða bara rúnt eftir þjóðvegi eitt?
24.04.2007 at 21:22 #589272Synd og skömm….
Væri með ef ég væri ekki upptekinn við próf :-S
Skrýtið hvað það er í raun lítil þátttaka í svona ferðir almennt, eins og hvað þetta er nú yfirleitt gaman.Kv. Atli E.
24.04.2007 at 21:35 #589274Jæja það er nátturlega bara slapp og leðja…krapi og dýki…
En það þarf nú ekki alltaf að fara á hálendið að leika….
Það væri hægt að búa til skemmtilega ratleiki bara á suðurnesinu og Krísuvík,Kleifarvatn ogsfrv td.
Og það væri ca sniðugt fyrir þá sem lítið hafa notað GPS að fá að vera með og spreyta sig á kortaleikjum.En góðar stundir.. nú bara tekur sumarið við.
24.04.2007 at 21:59 #589276Það er offramboð af ferðum, og ásókn eftir því.
Mæli með að næsta vetur verði bara stikuferð, nýliðaferð og þorrablót. Þá ætti einhver spenna að nást upp og aðsókn að verða góð.
Góðar stundir
24.04.2007 at 22:04 #589278Of fáar eða of margar ferðir……
Á sýninguni í Fífuni kom einn félagsmaður á máli við mig þar sem honum fannst allt of fáar ferðir hjá f4x4……
Það kom í ljós að hann hafði ekki tékkað á vefnum og séð að það eru allavega 1 ferð í mán.
Spurning að setja þetta í blöðin og í óþökk við Hlyn að hafa enn fleiri ferðir.
Sjáumst á fjöllum Hlynur.
Eða ertu bara í 101 Rvík……
kv
Grimmhildur
24.04.2007 at 22:28 #589280Þvílíkur bömmer að fara ekki í þennan ratleik… en er ekki bara hægt að taka bara ferð í staðinn?
-Gunnar
24.04.2007 at 23:10 #589282Eru ekki allar ferðir óvissuferðir ?
Ófáar ferðir hafa tekið óvæntustu stefnu, Landmannalauga ferð breyttist t.d. í dagsferð á Hellisheiði o.s.fr.
En stjórnin er náttúrulega að undirbúa náttúruvænan aðalfund, eða að fara á Drangajökul með Útivist í öruggri fylgd Nóna ?
En hvað um það, kannski bara að fara í óvænta óvissuferð á Stokkseyrarbakka ?
Hvernin væri að stjórnin upplýsti dálítið um skipulagið á þessu ?
Úlfarnir fara nú ekki langt frá borgarlyktinni, þannig að þeir hefðu stoppað í Eden og þurft aðstoð til baka.
góð blaut rigning í kvöld.
24.04.2007 at 23:23 #589284Hér með lísi ég yfir sigri í þessum rat- leik fyrir mína hönd og annara úlfa.
Það gat svo sem verið að kjarkinn þriti þegar á hólminn er komið.( Enhver hefði kanski átt að spara stóru orðin.)
það að mæta úlfum er all nokkuð áskorun og eðlilegt að sumir hafi misst allt í brókina hrópað úlfur , úlfur og falið sig einhverstaðar undir pilsfaldi, en við fyrir gefum ikkur þetta og vonum að kjarkurinn verði meiri næst.
Kv.Úlfurinn.
25.04.2007 at 00:19 #589286Maður kemst ekki hjá því að taka eftir því að það virðist vera eitthvað ákveðið þema í gangi í fréttaflutningi á f4x4.is sem heitir "fella niður".
Ég hef nú verið ötull talsmaður "Plan B" a.k.a Plan Beer og finnst því hugmyndin hans Tryggva algjör snilld… raunar ætti að virkja skemmtinefndina í hana hún er svo skemmtileg. Fela bjórdósir og leita að þeim eftir áttavita, GPS og örnefnum. Svo væri bara sá á fund sem finnur og sá sem finnur mest … verður glaður. Svo má enda þetta á einhverjum góðum stað út í bæ.
–
Nú langar mig að spyrja hina hópana sem að skráðu sig (og alla aðra) takið þið áskorun um keppni….
kv. stef. ;-> (sem þolir illa niðurfellingar)
25.04.2007 at 06:50 #589288Ég er allavega til í smá leik. Þoli ekki niðurfellingar. Ég skal reina virkja mína félaga áfram >:O)
25.04.2007 at 10:34 #589290Ég er voðalega feginn að þessi Ratleikur var feldur niður
það hefði farið svo mikill tími í það hjá mér að sækja ykkur hingað og þangaðP.s kæra Stefanía ætlaðir þú fótgangandi eða ertu kominn á jeppa ???
Kveðja Sæmi
25.04.2007 at 12:19 #589292eins og svo oft er veðurspá spá og það er nú aðeins öðruvísi veðurspáin núna fyrir helgina heldur en hún var í byrjun vikunnar.
Vona að þeir sem skráðu sig EKKI í Ratleikin út af slæmri veðurspá láti sér líða vel í góða veðrinu um helgina.
Kveðja, Lella
25.04.2007 at 16:14 #589294Sæmi
Nei ég ætlaði ekki fótgangandi … þó mér hefði ekki veitt af því….
(Úlfurinn bauð mér að vera meðvirk og þáði ég það) og…
Nei ég er ekki komin með jeppa. Ég er bara búin að vera miður mín eftir að ég kynntist 46" bíl í mexicoferð fyrir nokkru… I WAN´T ONE…
En þangað til verð ég að láta mig duga snilldar conceptið virtual-jeppi… Kosturinn við það er að ég get breytt um tegund daglega.Kv. stef. sem að ferðast um á virtual-jeppa með 9,8" Nike sólum ;->
–
p.s. samt gott að vita til þess að þú myndir koma og sækja mig…
25.04.2007 at 18:19 #589296já þetta er synd að þurfa að fella niður ferðina. Mig sem að var farinn að hlakka til að standa á verðlaunapalli
25.04.2007 at 19:04 #589298Sko mér finnst að við ættum ekkert að blása þetta af. Setja upp smá ratleik td í Elliðarárdalnum sem gæti endað til dæmis á Players ??? í bauk og billa … svona sem dæmi
Setja ut td flögg eftir fyrirframm ákveðnum punktum og þar lyggja leiðbeiningar, og baukur, að næsta flaggi, bauk. ???? Gætum síðan endað þetta á góðu skralli að hætti jeppamanna ???
hmmm
allaveg gagadútu kannski ????????
25.04.2007 at 19:06 #589300Sammála Palli, það má jafnvel gera þetta í Öskjuhlíðinni og enda í keilu og bjór í keiluhöllinni svona til að þeir sem þora ekki út fyrir 101 sjái sér nú fært að mæta. Annars býð ég mig fram í undirbúningsnefnd.
… if you can’t beat them… beat them harder!
25.04.2007 at 19:26 #589302Jamm sammála þér Tryggvi. Greiin þarna í 101 þora sennilega ekki mikið lengra en í Öskjuhlíðina huhhhh
25.04.2007 at 19:32 #589304En erum við ekki örugglega að tala um leik fyrir ALLA og ÓHÁÐ dekkjastærð…
kv. stef. á virtual-jeppa á 9,8" ;->
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.