Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Rásir inn á nýja/nýforritaða VHF stöð
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.06.2006 at 22:39 #198054
Var að láta forrita Yaesu-4204 stöð í kaggann.
Var að velta fyrir mér hvaða rásir ættu að vera þarna inni, aðrar en náttúrulega 4×4 rásirnar?
Ég hélt að það ættu alla vega að koma þarna neyðarrásir eins og t.d. 16 og hugsanlega eitthvað fleira, en þar sem ég minntist bara á 4×4 rásirnar (hélt að hitt kæmi sjálfkrafa) þá eru bara þær inni.
Er ástæða til að fara með stöðina aftur og biðja um fleiri rásir og þá hverjar?
Palli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.07.2006 at 11:11 #554022
Sælir,
Ég er með þessar rásir inni og veit ekki betur en öllum 4×4 félögum sé heimilt að hafa þetta inni í sínum stöðvum.
Benni
04.07.2006 at 11:44 #554024Var með þessar rásir hjá mér en var orðin leiður á að heyra sí og æ þegar ég var með stöðina á skanni hvernig veðrið væri og hvar næsta lægð væri úti á rúmsjó, þannig að ég lét taka þetta út hjá mér og sé ekki eftir því í dag.
04.07.2006 at 12:09 #554026Það er greinilega nauðsynlegt að kaupa græju þar sem hægt er að setja upp scangrúppur.
Þá er þetta hér listi yfir það sem er [b:3h9ie7dw]leyfilegt[/b:3h9ie7dw] fyrir félagsmenn í 4×4 (tekið saman af því sem er hér á undan):
24 Veður frá Loftskeytastöðvum
25 Veður frá Loftskeytastöðvum
26 Veður frá Loftskeytastöðvum
27 Veður frá Loftskeytastöðvum
28 Veður frá Loftskeytastöðvum
42 FÍ endurvarp
44 4×4 endurvarp
45 Almenn rás
46 4×4 endurvarp
47 4×4 beint almenn
48 4×4 beint almenn
49 4×4 beint almenn
50 4×4 beint almenn
51 4×4 beint Vesturlandsdeild
52 4×4 beint Norðurlandsdeild
53 4×4 beint Austurlandsdeild
54 4×4 beint Suðurlandsdeild
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44Þessi listi ef hann reynist réttur ætti heima undir "Fróðleikur" finnst mér. Félagsaðild að Útivist myndi væntanlega gefa aðgang að rás 41 til viðbótar.
Páll spyr upphaflega um [b:3h9ie7dw]rás 16 (neyðarrás)[/b:3h9ie7dw]. Er hún opin öðrum en björgunarsveitum? Hvernig er það t.d. með björgunarsveitirnar sem eru á hálendinu í sumar? Eru þær að hlusta á okkar skvaldur á okkar rásum (sem þær hafa leyfi til held ég…?) eða á að vera hægt að ná í þær beint (vhf-16) eða þarf að fara í gegnum 1-1-2 ?
04.07.2006 at 13:32 #554028Sæll Tryggvi.
Þarna kom góð spurnig.
Ég var einn af þeim sem komu með þessa tillögu um hálendis vöktuna á landsþingi Landsbjargar, ef ég man rétt var það Austmann
Með hvað rásir á VHF eiga björgunarsveitirnar að hlusta?
Það er orðið svo margar rásir í gangi að ég veit að í sumum björgunarsveitabílum eru komnaar 2 VHF stöðvar.
Mín tilaga er að björgunarsveitirnar hlusti á rás 45
Kveðja Örn.G
04.07.2006 at 14:11 #554030Sæll Örn
Kosturinn við rás 45 er að hún er öllum opin, gallinn er að hún er öllum opin. Hún er í mörgum stöðvum og t.d. gamla vhf-draslið mitt virkar voðalega lítið á öðrum rásum (sítónabull!). Það er hins vegar mjög mikið skvaldur á 45 eins og eik benti á er það mest notaða rásin og gæti því farið fyrir henni eins og veðrinu hjá begga og hún fljótt fallið í þann flokk að vera "hávaði" og myndi detta út úr hlustun.
112 vaktar [url=http://www.112.is/media/vaktstod/kort/TRX_kort.jpg:1sjwcpup]samkv. korti[/url:1sjwcpup] rás 16 út á haf (og vhf duplex? hvað er það?). Spurning hvort björgunarsveitir og félagsmenn 4×4 ættu að hafa hana í sínu "skanni" til að dekka inní land? Nú eða vakta endurvarprásir 4×4 þ.e. 44 og 46? Sem samkv. Ofsa (frá 2. júní 2006 – 21:06 hér á spjallinu) eru þær tvær vaktaðar hjá neyðarlínunni. Ég lenti í samtali við björgunarsveitina á Ólafsfirði í vetur þegar Ey4x4 var á Lágheiði, svo eitthvað eru þeir að hlusta á beinar rásir líka. Þeir heyrðu í okkar á 47 (minnir mig) en í raun voru menn á 52 (sama tíðni annar sítónn?) og þar sem stöðin mín er klikkuð heyrði ég einn í honum en ekki aðrir og ég gat svarað honum en ekki öðrum í hópnum. En þetta hefur sennilega verið meira tilviljun en nokkuð annað. Svona "hipsumhaps" hlustun tryggir ekkert öryggi en kannski bætir það hugsanlega eitthvað smá.
Þessi umræða er endurtekning af [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=fjarskiptamal/3262:1sjwcpup]þessu frá 2004[/url:1sjwcpup] og nýlegri umræðu [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=gpsogleidir/7493:1sjwcpup]í júní 2006[/url:1sjwcpup]. Fyrir mér sem er nýr í þessu braski finnst mér mjög eðlilegt að það sé sameiginleg rás sem "skarast" á milli 4×4 og björgunarsveita. Báðir séu almennt með þessa rás í skanni og hún sé aðeins notuð í neyð. Þannig sleppa björgunarsveitir við allt svaldrið, slúðrið og spjallið á 4×4 rásunum. Rás 16 virðist vera kjörin í þetta hlutverk.
Stutta útgáfan:
Þetta þarf að vera einfalt og samræmt. Ég vil skora á einhvern garpinn úr fjarskiptanefnd að fá úr þessu skorið hvort við megum nota rás 16 og kannski forvitnast í leiðinni hvort t.d. þessar fjórar sveitir (Kjalvegur og nágrenni, Sprengisandsleið, Fjallabaksleiðir og svæðið norðan Vatnajökuls) frá Landsbjörgu sem eru á fjöllum í sumar séu að hlusta á hana eða einhverjar fleiri. Líklega eru þeir þó að gera það og líka að hlusta á talsvert fleiri rásir.
04.07.2006 at 14:51 #554032Rétt er að reyna að svara spurningu Tryggva hér að framan um hlustun björgunarsveita á hálendinu.
Því er til að svara að þær sveitir sem eru á hálendinu í þessu tiltekna verkefni láta vhf stöðina leita, skanna allar þær rásir sem þeir hafa í sínum stöðvum. En það er ekki öruggt að allar sveitir hafi 4×4 rásirnar í sínum stöðvum.
Hinsvegar eru allir bílarnir með ferlivöktunar búnað og neyðarlínan 112 veit alltaf hvar hver bíll er hverju sinni og á hvaða leið þeir eru. Því er öruggasta leiðin að setja sig í samband við 112 ef aðstoðar eða upplýsinga er þörf.
Að sjálsögðu er eðlilegast að félagsmenn reyni fyrir sér með uppkall á rásum 4×4 ef aðstoðar eða upplýsinga er þörf þar sem miklar likur eru á að einhver hlusti sem er staddur nálægt.
Um rás 16 á vhf er það að segja, hún er neyðarrás á sjó og ekki heimil til notkunar á landi. Punktur
04.07.2006 at 15:31 #554034Auðvitað væri best ef að fengist leyfi til að hafa eina fasta rás sem er nokkurskonar öryggisrás sambærileg við rás 16 hjá sjófarendum.
Hitt er svo annað mál hvort að hlustun á slíka rás gæti nokkurntíman orðið landsdekkandi og myndi hún þá ekki vera falskt öryggi ?
Að mínu mati er því miður bara eitt fjarskiptatæki sem er öruggt með samband hvar sem er á landinu og það er Iridium sími. Annað – hvaða nafni sem það nefnist er falskt öryggi og það er því miður þannig líka með VHF stöðvarnar og þrátt fyrir að þær séu, með frábæru endurvarpakerfi 4×4, mjög góður kostur þá dekka þær ekki allt landið.
Ég hitti nú um daginn mann sem er búinn að vera manna lengst að ferðast um hálendið og þekkir fjarskiptamál vel. Hann vildi að við, þ.e. 4×4 tækum sjálf upp aftur SSB kerfið og tryggðum hlustun á því sem öryggiskerfi fyrir hálendið. Það er án efa vel athugandi hvað þarf til að slíkt geti orðið raunhæft – þar er þó allavega kerfi sem er landsdekkandi.
En fjarskiptanefnd 4×4 hefur að ég held eitthvað byrjað að skoða þessi öryggisrásamál og mun því án efa upplýsa okkur eftir því sem verkefnið vinnst.
Benni
04.07.2006 at 15:31 #554036Þakka þér Smári fyrir skýr svör. Líka ágætur punktur með að athuga fyrst hvort einhver sé nærri t.d. með vhf (45,o.fl.), svo það sé ekki verið að kalla út súperdúperbjörgunarleiðangur fyrir [url=http://www.landsbjorg.is/web/forsida.nsf/DD72D5D5EE8E326E0025719D005AE09C/$file/fasturbill.JPG:alf83fpu]smáræði[/url:alf83fpu].
Er ekki eðlilegt að landkrabbar fái sambærilega rás og nr 16 er fyrir sjóhunda fyrst það má ekki nota hana á landi? Sem væri þá inn á sem flestum stöðvum björgunarsveita, 4×4 meðlima og annarra (t.d. ferðaþjónustunnar sem eiga sínar eigin rásir). Þetta gæti líka hjálpað til við samræmingu og upplýsingaflæði þegar eitthvað er að.
Benni, varðandi SSB er ekki ennþá hlustun á það ?
Kv
Tryggvi
04.07.2006 at 16:35 #554038Myndin sem Tryggvi vísar á er ágætt dæmi um tilgang þessa verkefnis Landsbjargar. Vera tiltækir ef á þarf að halda.
Þetta með fjarskiptin er ekkert einfalt. Auðvitað væri best að hafa neyðarrás sem hefði trygga hlustun. Vandinn er sá að erfitt veðrur að gera allt landið allt dekkandi. Það verður sjálfsagt vara fyrr enn við fáum endurvarp í gengum gerfihnött.
SSB var aldeilis fín græja með hlustun eða vakt allan sólahringinn amk oftast nær. Enda áttii Síminn sem þá rak radíóin fjarstýrða senda og móttakara víða um land.
04.07.2006 at 17:27 #554040Þá vil ég taka það fram að ég var ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr vandræðunum á myndinni og allra síst að gera lítið úr Björgunarsveitinni fyrir að bregðast við. Þetta var bara svo gott dæmi um þar sem hjálpsamur ferðalangur hefði getað orðið að liði, hefði hann vitað af vandræðunum.
Tryggvi PoliticallyCorrect…
04.07.2006 at 23:08 #554042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með rás 16 er að ég held alþóðlegt fyrirbæri og við því eru strangar reglur um notkun.
Sniðugt væri fyrir 4×4, landsbjörg,LÍV ofl að samræma sig á VHF kerfinu með einni tíðni sem allir hafa, kanski ekki fullkomlega örugt en þó yrðu allnokkrir með þessa rás inni í skanni og það víða. Svo sameiginleg rás myndi verða einn hlekkur í öryggis keðjunni.
Annað er grevihnatta sími, það er einn möguleikinn en ekki endilega fullkomið öryggi því við vitum að stundum ruglast GPS-inn í allra þykkustu kófunum svo að líkur eru á því að síminn geri það líka.
Ef það yrði stöðug hlustun á ssb í vakt stöð siglinga eins og var þá er það líka góður kostur, reyndar er ssb-ið særsta cb stöðin í dag en ég næ af hálendinu til byggða.
Svo best er að setja etirfarandi í jeppann, VHF,CB,NMT,SSB,Hnattsíma og GSM
KV Siggi G
04.07.2006 at 23:16 #554044Líklegast eru ekki allir bílarnir sem eru í hálendisverkefni Slysavarnafélagsins Landbjargar með 4×4 rásirnar einhverjar rásir eru sameiginlegar og það er ekki víst að menn séu með þær. Besta leiðin til að ná í björgunarsveit er í gegnum 112 hvort sem um leit björgun eða aðstoð björgunarsveita er þörf. Varðandi þá umræðu sem hefur orðið hér á þessum vef um fjarskiptatæki til að senda frá sér neyðar eða aðstoðarbeiðni þá hefur það komið fram og ég tek undir það að gervihnattasími er besta lausnin í dag. Nokkrir gallar á þeim helst þá að maður hljómar alltaf eins og drukkinn, hljóðið er frekar bjagað
Varðandi verkefnið sjálft þá snýst það um að 4 bílar frá björgunarsveitum verða á ferðinni á Sprengisandleið, Kili, Fjallabaki og norðan Vatnajökuls í allt sumar. Sveitirnar skipta þessu á milli sín og þetta er að sjálfsögðu gert í sjálfboðastarfi. Við þetta tækifæri er verið að prófa nýtt ferilvöktunarkerfi sem byggir á því sem heitir Sjópóstur og er þjónusta sem veitt er skipum og snýst um að skip geta sent og tekið við tölvupósti skoðað ákveðin gögn á netinu ásamt því að ferilvöktun er á þeim. Við snúum þessu á landið og erum með hugbúnað sem tekur meðal annars inn gögn frá GPS og sendir í gegnum GSM, NMT, TETRA eða gervihnattasíma allt eftir því hvað er mögulegt eða ódýrast. Einnig er hægt að fá verkefni frá stjórnstöð og skrifa inn atburði. Eins og staðan er í dag er þetta sýnt í gegnum Ozi en verður vonandi opið öllum í gegnum heimasíðuna hjá okkur í nánustu framtíð.
04.07.2006 at 23:24 #554046Tel nauðsinlegt að komið verði á einni landkrabba rás sem 112 hlustar á og sömuleðis að þeir hlusti á eina SSB rás, sérstaklega nú þegar NMT er að detta út, því þeir sem hafa notað svoleiðis tæki vita hvílík galdratæki þetta eru + nú eru SSB stöðvar fáanlegar í sömu stærð og VHF + dótastuðullinn hækkar um mörg prósent með því að rúnta um með fullvaxið SSB loftnet
Kveðja GGE
05.07.2006 at 00:07 #554048
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
alltaf að hafa samband beint við 112 ef það er kostur. Og ég hef ekki nokkrar ahyggjur af því að ef ég lendi í slysi eða komi að slysi og eina leiðin til að ná í hjálp sé gegnum rás 16. sem er í stöðinni minni, að ég verði sóttur til saka…….. við skulum allavega sjá til með það!!!!!!!!!!
05.07.2006 at 09:28 #554050Ég hef nú ekki trú á að það yrði mikið gert ef Mikjal kallaði á rás 16 annað en stöðin yrði trúlega gerð upptæk og smá sekt,en í mínum huga er það furðulegt að ekki skuli vera komin á rás sem gegnir sambærilegu hlutverki á landi og rás 16 á sjó,því rás 16 gegnir margvíslegu hlutverki öðru en að vera neyðarrás(til skams tíma var skylduhlustun í öllum skipum á annari og öflugri stöð,man ekki nafnið né tíðnina,má vera að svo sé eins í dag)Öll samskipti við strandstöðvar hefjast á 16 eins hafnir og fl.
Það myndi auka öryggi okkar sem notum vhf á landi til mikilla muna ef slík rás yrði sett upp sem vitað væri að björgunaraðilar,112,og aðrir sem að koma að slíkum málum,væru með hlustun á,eins mætti gera þetta að forgangsrás sem ræsti endurvarpa,og væri þar með komið samband við þá aðila sem stjórna og framkvæma björgunaraðgerðum.
En og það er því miður slík rás yrði sennilega misnotuð í skjóli nafn/andlitsleyndar,og spurning hvernig það yrði tekið á slíku.
Hins vegar tek ég enn og aftur undir það sem komið hefur fram í pistlunum hér á undan cb er upplagt til notkunnar innann hópa og þá e lítil hætta á að samtöl á vhf skarist við aðra og fjarlægari hópa.
Þegar Eyjamennirnir fóru í Setrið um síðustu helgi var notast við cb rás 11 fm og vhf notkun innann hóps í lágmarki,flott samband var við alla og alltaf hægt að ná í fararstjórnann á vhf,virkilega gott fyrirkomulag.
Kv Klakinn
05.07.2006 at 09:48 #554052einu sinni fyrir ekki svo löngu var félag sem hét FR félagið og sá félagið um rekstur CB kerfis, skráningu félagsnúmera sem jafnframt var kallnúmer viðkomandi og hélt utanum reglur sem fylgdi notkun CB stöðva, félagið gaf einnig út félagaskrá með númerum viðkomandi, svona eins og símaskrá. man ég að þessi félagaskrá var nokkuð þykk sem er merki um hversu margir voru í félaginu.
Ein af reglunum var að rás 9 var neyðarkallrás og mátti ekki nota hana í öðrum tilgangi, einnig mátti engin kaupa eða eiga CB stöð nema vera félagsmaður í FR félaginu og hafa kallnúmer.
05.07.2006 at 11:37 #554054Mér er sagt að VHF loftnet sem eru stillt inn á rásir 4×4 komi ekki til með að nýtast vel til útsendingar á rás 16 til þess sé munirinn á tíðnum of mikill.
Hér væri gott að fá álit þeirra sem vit hafa á málinu.Persónulega tel ég að okkur 4×4 félögum sé treystandi til að hafa rás 16 í stöðvunum okkar t.d. ef þarf að hafa samskipti við þyrlu LHG
[url=http://lhg.is/displayer.asp?cat_id=27:3nrzxg0o][b:3nrzxg0o]Sjá upplýsingar frá LHG[/b:3nrzxg0o][/url:3nrzxg0o]
Kristján S.
05.07.2006 at 13:43 #554056Rás 16 er inn á milli sendi og móttöku tíðna 4×4 endurvarpanna, þannig að ef loftnet eru stillt fyrir endurvarpana, þá passa þau líka fyrir skipa rásirnar, þ.m.t. rás 16. Um fjarskitpti á sjó gilda alþjóðlegar reglur, samkvæmt þeim má nota allar tiltækar aðferðir til þess að leita aðstoðar þegar fólk er í neyð. Því meigum við nota rás 16 í neyð, og við megum líka hlusta á rás 16.
Annars finnst mér kústugt segja, eins og nokkrir talsmenn björgunarsveita hafa gert hér, að það eigi að byrja á að hringja í 112. Ég hélt að málið snérist um það hvernig menn færu að því kalla á aðsoð þegar þeir eru utan þjónustusvæða GSM (og NMT meðan það lafir). Það er heldur ekki alveg einfalt að hringja í 112 úr gervihnattasíma, því slík símtöl eru ekki innanlandssímtöl.
-Einar R-292
05.07.2006 at 14:04 #554058varðandi FR þetta sem Siggi skrifar er allt rétt nema það að enginn mátti selja eða eiga cb nema vera´i FR,það er rangt, en það var á stefnuskrá FR,en Bravo og Alfa klúbbarnir ásamt fl börðust hart á móti því og tókst að koma í veg fyrir það.
kv Klakinn Bravo félagi, fyrrverandi FR félagi
17.07.2006 at 16:34 #554060Eftir því sem ég best veit þá er rás 16 (neyðarrás)eingöngu fyrir báta og skip.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.