Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Rásir inn á nýja/nýforritaða VHF stöð
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.06.2006 at 22:39 #198054
Var að láta forrita Yaesu-4204 stöð í kaggann.
Var að velta fyrir mér hvaða rásir ættu að vera þarna inni, aðrar en náttúrulega 4×4 rásirnar?
Ég hélt að það ættu alla vega að koma þarna neyðarrásir eins og t.d. 16 og hugsanlega eitthvað fleira, en þar sem ég minntist bara á 4×4 rásirnar (hélt að hitt kæmi sjálfkrafa) þá eru bara þær inni.
Er ástæða til að fara með stöðina aftur og biðja um fleiri rásir og þá hverjar?
Palli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.06.2006 at 23:01 #553982
Hvaða rásir hefur þú leyfi til að setja inn hjá þér! Það er nú allavega stóra spurninginn
06.06.2006 at 23:12 #553984Ég held að rás 45 sé eina rásin sem allir hafa rétt til að hafa og svo er annað háð sérstakri heimild eða félagsaðild (sbr. 4×4 rásirnar).
Kv – Skúli
06.06.2006 at 23:23 #553986Takk fyrir það.
Hélt kannski að það væru fleiri rásir sem væru "opnar" eins og rás 45.
Eru menn þá yfirleitt að nota rás 45 í hópferðum þegar saman eru komnir aðilar sem eru með aðildir að hinum og þessum félögum? Þá er 45 í raun sú eina sameiginlega, og er þá notuð eða hvað ?
Palli
07.06.2006 at 09:40 #553988Mér virðist að mest af VHF notkuninni sé á rás 45, minna á beinu rásum 4×4. Endurvarparnir virast vera lítið notaðir, enda koma þeir ekki vel undan vetri.
Nú eiga menn ekki að nota endurvarpana þegar beinu rásirnar duga, kannske er bara svona lítil þörf fyrir endurvarpa.
Ég hef stundum velt því fyrir mér, þegar menn eru að dásama VHF kerfi klúbbsins, hvort þeir séu þá með beinu rásirnar eða endurvarpana í huga. Beinu rásunum fylgir enginn kostnaður fyrir klúbbinn.
-Einar
07.06.2006 at 10:29 #553990Samkvæmt Ofsabók 2005:
F4x4 (endurvarp + beint): 44,46,47,48,49,50,51,52,53,54 + öfugir endurvarpar (8x)
Einnig mega 4×4 félagar nota:
Ferðafélag Íslands: 42 + öfugur endurvarpi 82
Almenn rás 45.
07.06.2006 at 10:29 #553992Kostnaður við beinu rásirnar, er Póst&Fjar að rukka einhver leyfisgjöld af 4×4 fyrir tíðnirnar sem við notum undir beinu samskiptin?
07.06.2006 at 10:44 #553994Póst og fjarskiptastofnun rukkar ekki fyrir rásirnar, heldur fyrir sjálfar stöðvarnar (félagsmenn borga það beint). Síðan eru eitthverjar þumalputtareglur um fjölda stöðva fyrir hverja rás. Eitthverntíman var ég búinn að reikna út að klúbburinn ætti rétt á að fá úthlutað fleiri tíðnum miðað við þann fjölda stöðva sem félagsmenn eru skráðir fyrir.
-Einar
07.06.2006 at 14:58 #553996Gott væri að heyra meira um þau vandamál sem eru með VHF kerfið. Það má lesa úr því sem Einar skrifar hér að ofan og líka á öðrum þráðum að kerfið sé handónýtt.
Ég veit að endurvarpinn á Bláfelli er sennilega óvirkur og vandamál voru með endurvarpann á Háskerðingi í vetur, sem Siggi Harðar og félagar úr Landsbjörg redduðu. Maður heyrir sjaldan um þessi vandamál nema þegar menn nefna þetta í einhverjum spjallþráðum. Hvernig væri að hafa samband beint við fjarskiptanefndina ef menn hafa grun um að vandamál séu með einhverja endurvarpa í stað þess að vera að nöldra á spjallinu.Fh. fjarkiptanefndar.
Kjartan
07.06.2006 at 15:35 #553998Á aðalfundinum sagði ég Begga frá minni reynslu af endurvörpum í vor, þær upplýsingar virðast ekki hafa komist til Kjartans.
Í lok apríl frór ég frá Gæsavötnum um Nýjadal til Reyjkavíkur. Þá svaraði Fjórðungsalda ef maður var innan við 20-30 km frá henni, annars ekki. Mér tókst ekki að vekja aðra endurvarpa inni á Sprengisandi. Nokkrum vikum seinna fór ég yfir Langjökul í Flosaskarð og siðan að Jaka. Þar hefðu bæði Bláfell og Strútur átt að svara, hvorugur svaraði. Eini endurvarpinn sem hefur virkað eðlilega, eftir því sem ég hef prófað á þessum tíma er Bljáfjöll.
Mér finnst eðlilegt að vefsíðan sé notuð til þess að miðla upplýsingum af þessu tagi, því miður er lítið eftir af vef f4x4 nema spjallið, því er það notað. Ef vefurinn væri með wiki, þá gæti það hentað mjög vel fyrir upplýsingar af þessu tagi.
Eitt af því sem getur spillt fyrir því að endurvarparnir virki þegar þörfin er mest, er ísing á loftnetum. Hún getur verið mjög breytileg frá einum tíma til annars, en er að jafnaði mest þegar veður eru verst.
-Einar
07.06.2006 at 22:20 #554000
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Endurvarpanir eru smíðaðir í kassa með strút og er loftnetið þar inni þar sem það verður ekki fyrir hnjaski. En það hefur komið fyrir að eldingu hefur slegið niðrí kassann og skemmt netin eins og gerðist upp á Háskerðingi í vetur. Þessir endurvarpar hlaðast einungis með Sólarsellum og þær eru utan á strútnum og fara stundum á kaf eins og gefur að skilja en það helst oftast á geymunum nægt rafmagn þó að endurvarpanir fari á kaf enda eru nokkrir mjög stórir geymar við þá og endurvarparnir taka ekki mikið rafmagn. Það er eins með þetta og allt annað þetta fer allt eftir notkun hvort þetta nægi á meðan hann er á kafi.
07.06.2006 at 23:17 #554002ég veit að snjóbíll HSSR fór með loftnet á háskerðing núna í vor, en ég veit ekki hvað þeir fóru langt í viðgerðum. Settu allavega upp netið.
[url=http://www.hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=165:25dmtc89][b:25dmtc89]myndir frá ferðinni[/b:25dmtc89][/url:25dmtc89]
En eik; er stöðin þín ekki bara klikk fyrst þú nærð engum vörpum nema nálægt þeim? maður þarf jú að hafa nægt sendiafl til að ná að endurvarpanum.
73
Baldur
07.06.2006 at 23:29 #554004
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er með þetta að þar sem margir nota þá er misjafn sauður í mörgu fé.
Það sem ég er að segja er að það eru alltof margir sem kunna ekki að nota talstöð, nota endurvarpa rásir eins og cb stöð og blaðrið sem maður heyrir þvert og langt um landið er það þreitandi að maður er alveg hættur að láta stöðina skanna, og þá er öryggið farið. Það nennir einginn að hlusta á bull í vhf. Þeir sem eru enni í að bulla í talstöðvar fáið ykkur CB og bullið að vild hún dregur vel í hópkeyrslu.
Ég er á því að það á einginn að fá tíðnir nema að hafa kall númer/merki, samanber bj.sveitirnar nota kallmerki og er það skiljanlegt að þær vilji halda sínu vhf kerfi sér. Fyrstalagi viðkvæm aðgerð, og svo að halda bullurunum úti, (eiga nóg með sína)
KV siggi g
08.06.2006 at 07:07 #554006Þegar við vorum við Fjórðungsöldu, þá vorum við á 3 bílum, með 3 tegundir af stöðvum. Mér gekk einna skást að ná sambandi við endurvarpann, enda var ég með aflmestu stöðina. Í Reykjavík duga mér 5 wött til þess að senda á Bláfjalla endurvarpann og IRA endurvarpana, þótt 65 dyggðu ekki til þess að vekja Fjórðungsöldu frá Nýjadal.
Ég hef ekki orðið var við að menn séu mkið að bulla á endurvörpunum, og er ég þó yfirleitt með stöðina á skanni þegar ég er í bílnum. Mest af því sem ég heyri er á rás 45, svo kemur eitthvað í Reykjavík á rás 44, en ég efast um að það komi frá endurvarpa.-Einar
08.06.2006 at 07:27 #554008eftir að þú sagðir mér frá þessu Eik á aðalfundi ræddi ég við annan mann sem var á ferð við fjórðungsöldu og virtist endurvarpinn svara þar mjög vel en endurvarpinn á bláfelshálsi vissu við um og verður farið flótlega vona ég þar upp og skoðaðar aðstæður, það getur verið að í þínu tilviki hafi verið ísing á loftneti endurvarpans.
08.06.2006 at 07:30 #554010svo er fundur hjá fjarskiptanefd á næstunni ef einhverjir vita af endurvörpum sem eru ekki að virka.
08.06.2006 at 07:34 #554012Ég tel að taka þurfi upp notkun á kallmerkjum á 4×4 rásunum. Með aukinni notkun er að aukast að hópum "slái saman" og svo er alltaf upplýsandi að vita hver/hverjir eru á ferð án þess að kalla í viðkomandi til að komast að því. Með félagatal í hönd er síðan auðvelt að sjá hver er að tala. Þá væri þetta bara rétt eins og á gufunni í gamla daga.
Best væri að nota 4×4 félagsnúmerin, þá heyrði maður strax úr hvaða landsfjórðungi viðkomandi er. Þá yrði notkun á 4×4 rásunum líka bundin við þá sem hefðu kallmerki.Ath: Kallmerki þarf ekki að tyggja upp í hverri setningu, heldur bara í upphafi samtals og við lok. Líka á nokkurra mínútna fresti í löngu samtali.
Snorri
R16 og TF3IK
08.06.2006 at 10:37 #554014svaraði ekki Réttartorfu í vetur en um síðustu helgi var ekkert mál að opna hann.
A-705
08.06.2006 at 23:29 #554016Góðan daginn,
ég spyr nú eins og fávís kerling, hvað meinið þið með að þessi og þessi endurvarpi svari og getur maður látið alla endurvarpana svara manni frá sama stað?
Og ef þeir svara manni getur maður þá ekki spurt þá til veðurs?
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
09.06.2006 at 09:12 #554018Ég er sammála Snorra um að það er ótækt að menn segi ekki til sín, þegar þeir senda á rásum klúbbsins, sérstaklega endurvarpsrásunum, Þegar farið var af stað með VHF rásirnar, var sagt að menn ættu að nota félagsnúmerið sem kallmerki. Mér finnst líka vel koma til álita að menn geti valið sér sjálfir auðkenni eða kallmerki, sem verði þá bæði notað á ljósvakanum og vefsíðunni. Ef menn velja sín kallmerki sjálfir, þá gætu t.d. hin ýmsu gengi og ferðahópar fengið sér samstæð kallmerki.
Varðandi spurningu Hjartar, þá er hægt að sjá hvort endurvarpi er virkur með því að senda augnablik á hann, ef hann er í lagi og heyrir í manni, þá svarar hann með burðarbylgju sem heyrist í eina eða tvær sekúndur eftir að sendingu er hætt.
Hefur enginn heyrt í endurvarpanum á Strút nýlega, nú eru margir sem leggja leið sína um Húsafell og Jaka, er enginn sem hefur prófað rás 44 á þeim slóðum?
-Einar R292 TF3EK
04.07.2006 at 11:04 #554020Ég datt niður á gamalt Setur (nóv 2002) og þar á bls. 14 talað um rásir 24 -28 sem veðurstöðvar:
[i:2mm3zd9a]"Loftskeytastöðvar senda gjarnan út tilkynningar ef slæmt veður er í aðsigi. Það er gert á rásum frá nr 24 til 28 í skiptabandinu. Félagar í 4×4 hafa leyfi til að láta setja þessar rás í sín fjarskiptatæki."[/i:2mm3zd9a]Er þetta enn í gangi eða er enginn með þessar rásir inni?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.