Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Rás 2 í dag
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.04.2004 at 21:16 #194248
Sælir félagar,
Ég var að hlusta á Spegilinn á rás 2 í dag og þar var verið að tala um ferðir á fjöllum. Það var talað við tvo menn sem predikuðu það að eini almennilegi ferðamátinn væri á tveimur jafnfljótum og annar ferðamáti ætti vart rétt á sér á hálendinu. Þeir sögðu að umferð jeppa, vélsleða og mótorhjóla væri þvílík að gangandi ferðamenn ættu fótum sínum fjör að launa á stöðum eins og Snæfellsjökli, Langjökli og víðar.
Eins komu þeir inn á það að þessir jeppakallar, einso það var orðar, litu á sig sem einhverskonar landkönnuði og væru að troða sér á slóðir sem göngufólk ætti að eiga útaf fyrir sig. Í þessu sambandi nefndi hann Bárðargötu sérstaklega og kallaði þá sem að settu gps punkta af þeirri lið á netið Skemmdarverkamenn.
Það var með hreinum ólíkindum að hlusta á þessa menn og þann hroka og vanvirðingu gagnvart öðru útivistarfólki sem þeir sýndu í þessu spjalli. Þeirra tillögur voru að jafnvel ætti að afmarka svæði á hálendinu þar sem að vélknúin ökutæki væru bönnuð.
Það sem mér þótti þó verst var að þarna fengu þessir menn að útvarpa sínum skoðunum án þess að nokkur fengi að veita þeim nein andsvör. Því hljómaði þetta eins og predikun fyrir því að það væru göfugir menn sem gengju um landið en við hinir sem kjósum að ferðast á jeppum værum skríll sem bæri að halda frá náttúruperlum áður en við næðum að eyðileggja allt.
Þetta er reyndar dæmigert fyrir þennan þátt sem spegillinn er að þar fá menn að vaða uppi með rakalaust hjal án þess að nokkur fái að svara.
Ég vona því, og í raun skora á stjórn 4×4 að setja sig í samband við stjórnendur þessa þáttar og fara fram á að fá að koma okkar skoðunum og rökum á framfæri líka og fá jafnlangan tíma til þess og þessir menn fengu… Þetta er jú útvarp allara landsmanna, ekki bara göngumanna.
kveðja
Benedikt Magnússon
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.04.2004 at 22:03 #499761
Eitthvað heyrði ég af því að Jón Ofsi hefði verið í rás 2 í dag, að halda uppi vörnum fyrir okkur jeppamenn. Það sem vantar núna er að góður penni skrifi góða og málefnalega grein í td Morgunblaðið þar sem okkar sjónarmið koma fram. Það er eins og fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því að langflestir sem ferðast um hálendi Íslands gera það á jeppum, en ekki gangandi. Þegar minnihlutahópar vilja fara að ráða öllu, og bera rökleysu fyrir sig, er manni nóg boðið. 4×4 er trúlega næststærst útivistarfélag á landinu og við eigum að láta heyra meira í okkur þegar að okkur er sótt, eins og önnur samtök hafa mörg hver verið dugleg að gera þegar þeim finnst eitthvað gert á þeirra hlut.
Hlynur
23.04.2004 at 22:47 #499764Það mætti benda á þá einföldu staðreynd að fjölskyldur(hjón með ung börn)og fólk sem ekki getur labbað mikið af ýmsum ástæðum notar jeppann mest til ferðalaga á sumrum til þess að komast á hálendið og á staði sem það kæmist ekki á annars,á að banna þessu fólki að komast leiðar sinnar vegna þess að egoistar vilja banna vélknúinn tæki á hálendinu.
Eftir að hafa skoðað ferðaáætlun FÍ og Útivistar kemur ansi oft í ljós að göngurnar eru á stöðum sem ekki eru farnir á jeppum og þess vegna enginn þörf á banni,oftast nota þessir göngumenn jeppa/rútur til þess að komast á göngustaði og ansi oft er jeppi með til að taka trússið á milli náttstaða.
Á veturnar sem jeppar eru mest á ferðinni liggur landið undir snjó og það er allra veðra von og göngufólkið heima eða á jeppanum sínum breyttum til slíkra ferða,og það talið vera óðs mans æði að leggja í gönguför um hálendið á þeim tíma.
ég tek undir með Hlyn það þarf eitthvern vel ritfæran til þess að skrifa um þetta í blöðin og nota sömu aðferð og þessir einstefnumenn og halda uppi stanslausum áróðri gengn hvers kyns boðum og bönnum á að ferðast um hálendið á jeppum,en á sama tíma verðum við að berjast fyrri því að okkar fólk ferðist um landið með virðingu fyrir öðrum ferðalöngum og draga þá til ábyrgðar sem eru að ferðast utan vega/slóða og skemma gróður og land.og má td benda á ferðafólk sem kemur til landsins með Norrænu á faratækjum búnnum til alls og fer eftirlitslaust inn á hálendið og þó að 95% ferðis á ábyrgan hátt eru þar innann um eins og annarstaðar svartir sauðir sem skemma og er ekki hægt að sjá eftir á á dekkjförunum hvort um Íslendinga eða erlenda ferðamenn sé að ræða.
En við megum gæta okkar líka því að umræðan um skála í haust og vetur hefur ekki verið okkur til sóma það að læsa skálum á vetrum er ekki komið til af engu.
Það er nú einu sinni þannig að ef við ekki berum virðingu fyrir okkur sjálf er ekki hægt að ættlast til að aðrir geri þaðKlakinn
24.04.2004 at 08:01 #499768Það er rétt við Skúli Haukur vorum á Rás 2 í gær, svona aðeins að reyna að klóra í bakkann og verja okkar sjónarmið. Og minna annað útivistafólk á okkur og það þurfi að taka tillit til okkar sjónarmiða í framtíðinni.
Það kemur smá pistill frá mér í Fréttablaðinu núna næstu daga. Þar sem reynt er að halda uppi vörnum fyrir jeppamenn. En það er ekki nóg einn og einn pistill, það þurfa fleiri jeppamenn að skrifa í blöðin. Tel ég mig ekki neinn sérstakan pistla höfund, en varð þó að láta eitthvað frá mér fara. Ég frétti að margir hefðu sent þáttarstjórnanda Spegilsins bréf eða mail, þessir aðilar hefðu kannski frekar átt að koma þessum pistlum í blöðin. Því það vegur jú augljóslegar þyngra.
Þáttarstjórnandinn Hallgrímur Sveinsson hefur fengið mikil viðbrögð við þáttum sínum, frá fjölda aðila. Eru það meðal annars Sumarhúsaeigendur, Göngufólk, Ferðaþjónustuaðilar, Jeppamenn, Bændur, Hestamenn, ofl.ofl.
Ferðaþjónustuaðilar á Snæfellsjökli, Sólheimajökli, og Skálafellsjökli kvarta allir yfir jeppamönnum. Þeir seigja að jeppamenn aki í troðaraslóðinni og með því séu þeir að valda skemmdum á vélsleðunum. Tryggvi Kodka sagði að menn hefði oft leikið sér að því að fara niður brautina í stórsvigi, einungis til þess að skemma hana. Með því háttarlagi málum við okkur út í horn. Hann sagði það líka að ef hann talaði við jeppamenn um það hvernig best væri að aka upp Snæfellsjökul, þá fengi hann oft og iðulega þau svör ? átt þú jökulinn eða hvað? Svipaðar sögu segja Þeir Benni á Mýrdalsjökli og Tryggvi á Skálafellsjökli. Þetta þurfum við einfaldlega að laga með einhverjum ráðum. Tryggvi segir, að hann þurfi 6 metra breiða rönd, það sé alltof sumt. Við verðum bara að koma á sáttum við þessa aðila. Og ég veit að Snjófells menn yrðu einsog menn ef tekið væri tillit til þeirra.
Í ljósi þeirra umræða sem hafa verið að undan förnu þykir mér furðu sæta hversu litlar undirtektir hafa verið hérna á vefnum. Og finnst mér pistlar um hégómleg málefni verða ofan á. Í umræðunni. Þáttarstjórnandinn á Rás 2 hefur fengið fjölda upphringinga. Og er t.d umræða um það að innlima Drangajökul inn í Friðlandið á Hornströndum og gera allt svæðið að ? Mekka göngumannsins?. Slæmt ef þetta yrði að veruleika.
Mótorhjólamenn eru oft nefndir í þessari umræðu, og er greinilegt að við líðum fyrir akstur þeirra um holt og hæðir á Reykjanesinu og víðar. Og þarf að fara að gera eitthvað í því strax. Sama á við um vélsleða, fólk kvarta yfir háfaða í þeim og virðist það vera aðal umkvörtunar efnið. En það er nú bara þannig að göngufólk setur alla á vélknúnum farartækjum undir einn hatt og gerir engan greinarmun á þeim. Væri því ekki vitlaust ef formenn þessara samtaka rottuðu sig samann og gerðu átak í því að reyna laga ímynd okkar.
Það er á hreinu að við komum til með að tapa þessu stríði ef við tökum ekki til hjá okkur sjálfum. Og eru það ýmis smá atriði sem skipta máli. Einsog það að stoppa til þess að hleypa hesta fólki framhjá eða göngufólki. Það þurfa hestamenn einnig að hugsa um þegar jeppalest kemur aftan að þeim. Að þeir hleypi okkur framúr. En þeir eru stundum tregir til þess. Og svo að hraðaakstri jeppalesta. Það gerist stundum að jeppalestir mæta litlum bílum á þröngum vegu, þá þjóta jepparnir framhjá á mikilli ferð. Og skilja eftir fólk í losti, í litlu fólksbílunum. Þetta ættu túrista ökumenn að athuga þegar þeir aka upp Ártúnsbrekkuna á 100-110 á 44? Pöttum í röð. Það lítur ekki vel út.
Hesta menn er sennilega hvað erfiðast að ráð við, enda eru þeir á þarfasta þjóninum, og hafa hefðina með sé frá landnámi. En þeir verða að skilja að þeir eru í dag einungis hluti að útivistar hópnum. Og eru í dag flesti sportistar eða trússarar.
Látum ekki deigan síga, sókn er oft besta vörnin, en jafnframt, tökum tillit til annar ef við viljum að tekið sé tillit til okkar..
Jón Snæland.
24.04.2004 at 15:46 #499771
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að Jón Ofsi komi hérna með kjarna málsins, nákvæmlega þau atriði sem skipta máli í þessu.
Það er örugglega rétt að við sem ferðumst á jeppum líðum að einhverju leiti fyrir mótorhjól og vélsleða og nú ætla ég að biðja þá sem stunda það sport um að stökkva ekki upp á nef sér. Í fyrsta lagi höfum við mun öflugri samtök en þeir og höfum því haft tök á að taka mun betur til hjá okkur en þeir. Án þess að draga neitt fjöður yfir utanvegaakstur jeppa sem því miður kemur stundum upp, þá er utanvegaakstur hjóla áberandi á ákveðnum svæðum. Ég hef allavega sterkan grun um að lýsing Jónatans Garðarssonar í Speglinum hafi fullkomlega við rök að styðjast. Vélsleðarnir hins vegar hafa hátt og fara greitt og vélahljóðið frá þeim berst mun meira en fagurt mallið í díselrokkunum. Ég hugsa að göngumenn finni mun meira fyrir því að sleðarnir rjúfi kyrrðina en þegar jeppi nálgast og þar styðst ég við eigin reynslu af gönguferðum. Við þessu er auðvitað ekkert að gera annað en að sleðamenn, jafnt sem aðrir, tileinki sér tillitsemi við aðra ferðamenn og flestir eflaust gera það. En þarna þyrftu samtök sleðamanna og mótorhjólamanna að standa fyrir áróðri. Ég kíkti t.d. á heimasíðu sleðamanna eftir að þessi umræða fór í gang og gat ekki séð að neitt væri að gerast þar. Tek þó fram að ég þekki ekki mikið til starfsemi þeirra.
Með ferðaþjónustuaðilana, þá er það örugglega rétt hjá Jóni að það sé hægt að komast að fínu samkomulagi við þessa menn, menn þurfa bara að tala saman án alls skætings. Umræðan hér á vefnum hefur ýtt undir einhverja andúð í garð Snjófells (réttmæta eða óréttmæta, það skiptir raunar ekki máli) og eflaust birtist hún í einhverjum tilfellum í framkomu jeppamanna í þeirra garð. Slíkt fáum við bara í hausinn aftur og gerir sportið bara leiðinlegra. Við ættum að tala við þessa aðila og gera þá að bandamönnum í stað andstæðinga, það eina sem það kostar okkur er tillitsemi.
Þessi tillitsemi er nefnilega okkar vopn sterkasta vopn. Við Jón héldum því mjög ákveðið fram í Speglinum hjá Hjálmari að það þyrfti engin boð og bönn, öll þau vandamál sem upp kæmu væri hægt að leysa í samvinnu útivistarfélaganna og snérist bara um gagnkvæma tillitsemi. Að því gefnu að hún sé til staðar geti fjölbreytt útivist farið saman án vandamála. Í mínum huga ríður því á að jeppamenn standi undir þeirri ímynd sem við erum að reyna að koma fram, sem samvinnufúsir og tillitsamir náttúruunnendur! Erum við það?
Kv – Skúli
25.04.2004 at 01:25 #499775Fann þessa slóð á flakki um netið. http://www.althingi.is/altext/127/s/0501.html
Þarna stendur meðal annars…..
2. Hversu mörg tilvik um slíkan ólögmætan akstur hafa verið skráð og kærð árlega sl. fimm ár?
Aðeins fá tilvik um akstur utan vega, sem landverðir eða starfsmenn Náttúruverndar ríkisins hafa orðið vitni að, hafa verið skráð og enn færri kærð.
Samkvæmt upplýsingum Náttúruverndar ríkisins hafa átta mál verið skráð hjá stofnuninni og kærð til sýslumanna síðustu fimm ár. Afgreiðsla mála hefur verið með mismunandi hætti hjá lögreglustjórum og nýlega féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands vegna kæru um akstur utan vega við Hrafntinnusker þar sem kærði var sýknaður að því er virðist vegna sannanaskorts og skorts á merkingum á svæðinu.Þarna eru lygar bornar fyrir þingheim, og undir þessu meiga menn sitja.
Hlynur.
25.04.2004 at 04:24 #499780Sælir,
Ég er sammála ykkur öllum hérna eins og þið segið allir að við þurfum að eiga fund með öllum sem koma að þessu máli.
En svo kom Jón Snæland einmitt inná einn punkt sem ég tek alveg ótrúlega oft eftir og tala af reynslu. Það er þetta með túristaökumenn sem eiga 44" Patrol eða Econline. Þeir keyra eins brjálæðingar! Þeir sprauta upp Ártúnsbrekkuna á 110-120km hraða og eru oft allt frá 10-30 bílar og allir í röð! Ég er ekki stoltur að vera jeppamaður þegar ég sé svona! Þetta eru flestir fullþroskaðir karlmenn á aldrinum 30-40 ára og allir greinilega með áberandi lítið sjálfstraust miðað við þessa keyrslu þeirra. Svona "kallar" með svona mikilmennsku brjálæði…mér bara blöskrar við að sjá þetta því ég keyri einmitt sjálfur útlendinga við og við en er ekki í samfloti við þessa egóista!
Mér finnst ekki skrýtið að fólk stimpli okkur sem einhverja brjálæðinga þegar það sér 44" Patrol bruna framhjá sér á 90km hraða á 2m breiðum malarvegi! Því ég hef sjálfur lent í þessu og voru þeir vel merktir ónefndum fyrirtækjum…en að mínu mati er það ekki góð auglýsing!
Og svo þegar maður ætlar að tala við þessa kalla þá klóra þeir sér bara í pungnum og gefa í skít í mann! Mér finnst að það mætti alveg taka á þessu vandamáli fyrst við erum að spjalla á þessum nótum!Krossararnir aftur á móti munu ávallt nota þá afsökun að það sé ekki til neitt svæði sem þeir mega leika sér á. Þannig að það þýðir ekkert að ræða við þá fyrr en þeir fá sitt leiksvæði.
Svo er aftur annað mál með akstur á Mýrdalsjökli. Þar er ekkert mál að tala við hann Benna og segja honum hvað maður ætlar sér að gera og hann gefur manni leiðbeiningar því hann tekur ekki mikið pláss þarna á jöklinum og er mjög fínn kall ef maður tala við hann eins og maður.
En af hverju er ekkert talað um hestamenn þegar talað er um landspjöll? Það fólk sem bendir bara á jeppamenn þegar það er talað um landspjöll, það hefur greinilega ekki farið út fyrir bæjarmörkin því þetta er að mínu mati gífurlegt tjón sem þeir valda!
kv, Ásgeir
R-3010
25.04.2004 at 07:53 #499784Rétt áður en Steini Tótu seldi umboðið fyrir Kawasaki hjól hitti ég hann og í spjalli um hjól komum við inn á Krossarana,hann sagði mér að eftir að umboðið væri búið að skrá og afhenda krossara þá færu eigendur með þá og létu taka af skrá og jafnvel skrá ónýta vegna fáránlega hárra tryggingargjalda á mótorhjólum og notuðu síðan hjólin óskráð utanvega á þeiri forsendu að heimilis og frístundartryggingar geiddu tjón á þeim sjálfum v/slysa en að öðru leiti væru þeir alveg ótryggðir,ef satt er verður ansi erfitt að eiga samskipti við þessa stráka því þeir eiga jú ekki hjól á skrá.
Eitt af þeim viðtölum sem hafa verið á síðustu dögum í Rúv var viðtal við hestaman um hestaferðir/götur þar talar hann um að hestamenn séu sér meðvitaðir um spjöllin sem þeir valda á landi og um bætur í ferðamensku á hestum hann sagði að þar sem hann þekkti til væru menn að leitast við að bæta og laga umgengni en það væru allaf svartir sauðir sem skemmdu fyrir,hann talaði ekki neitt um aðra ferðamáta og var ekki með neina fordóma út í aðra ferðamensku.
Þegar Litladeildin fór á Mýrdalsjökul um Páska fóru fremstu bílarnir á stað upp slóðan sem vélsleðamenn höfðu gert og ekki veit ég hver var sem kom og stoppaði þá og bað um að við færum aðra leið sem við gerðum en það voru einu samskipti við þá,nema að þeir sem voru með þjónustuna neituðu að hleypa 3 konum á wc á þeirri forsendu að þetta væru einkaklósett og ekki fyrir aðra.en á leiðinni að Sólheimakoti á þjóðveg 1 ók einn með vélsleða kerru fram úr okkur og var nærri búinn að slá henni utan í nokkra bíla en okkar ferðahraði var um 90-100km og gott bil á milli þannig að það var ekki þörf á að aka svo sem hann gerði en er við komum á jökulröndinni var hann búinn að taka sleðana út og var þetta lansdkunnur maður sem þarna var á ferð.
Það verður að taka undir það með Jóni Ofsa og fleirrum hér á vefnum um að taka á þessum málum jafnt innann okkar raða sem og í samningum við aðra,við þrönsýna eintrjánunga sem sjá bara eina leið verður erfitt að ná sáttum við en því betra samkomulagi sem við náum við aðra einangrast þeir meir og gera sína samnigsstöðu erfiðari og stöðu sína óhagstæðari,ég hef talað við nokkra svona öfgamenn um göngur og það verður ekki létt verk að semja við slíka.
Klakinn
25.04.2004 at 12:31 #499787Hvaða lygar á Alþingi ertu að vísa til þarna Hlynur ?
Er þetta vegna þessa atviks þarna við Hrafntinnusker ? Um hvað snérist það mál ?
26.04.2004 at 13:52 #499791
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þar sem við höfum aðeins verið að tala um mótorhjólamenn hérna, þá langar mig að vekja athygli á heimasíðu þeirra [url=http://www.motocross.is:nsna4upd]motorcross.is[/url:nsna4upd] og umræðunni sem þar er farin í gang. Umræðan um þá er auðvitað mun alvarlegri en það sem við stöndum frammi fyrir, en það er greinilegur vilji þarna til að bregðast við með að taka vel til í eigin garði. Eins finnst mér athyglisvert það sem er þarna undir fyrirsögninni Boðorðin (vinstra megin á síðunni) en þau snúast annars vegar um að sýna öðrum ferðamönnum tillitsemi og hins vegar um að láta viðkvæmar slóðir vera núna meðan vorleysingar ganga yfir. Svona boðorðalisti er eitthvað sem gæti örugglega dregið úr mörgum vandamálum og árekstrum eða pirring. Þeir þurfa örugglega að vinna töluvert í ímyndarmálum sínum og virðast vera ákveðnir í að gera það. Ég tek ofan fyrir þessu hjá þeim og vona að þeir nái til sem flestra hjólamanna.
Kv ? Skúli
P.s. Kemst ekki hjá því að svara aðeins fyrir smá skot sem Kristján A. Grétarsson sendir mér vegna Esjuleiðangurs sem ég tók þátt í fyrr í vetur, sem hann segir vera á gráu svæði. Það kann að vera að það sé umdeilanlegt að drösla jeppa upp á Esjuna svona yfirleitt, allavega hugsanlegt að það pirri einhverja. En bara svo það sé á hreinu þá var allt pikk frosið þegar við fórum þarna og ýmist ekið á slóð (með leyfi landeigandans), harðfenni eða stórgrýti með snjófyllu. Aksturinn stóðst því örugglega náttúruverndarlög og engin ummerki um hann sjáanleg.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.