Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Rás 2 í dag
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.04.2004 at 21:16 #194248
Sælir félagar,
Ég var að hlusta á Spegilinn á rás 2 í dag og þar var verið að tala um ferðir á fjöllum. Það var talað við tvo menn sem predikuðu það að eini almennilegi ferðamátinn væri á tveimur jafnfljótum og annar ferðamáti ætti vart rétt á sér á hálendinu. Þeir sögðu að umferð jeppa, vélsleða og mótorhjóla væri þvílík að gangandi ferðamenn ættu fótum sínum fjör að launa á stöðum eins og Snæfellsjökli, Langjökli og víðar.
Eins komu þeir inn á það að þessir jeppakallar, einso það var orðar, litu á sig sem einhverskonar landkönnuði og væru að troða sér á slóðir sem göngufólk ætti að eiga útaf fyrir sig. Í þessu sambandi nefndi hann Bárðargötu sérstaklega og kallaði þá sem að settu gps punkta af þeirri lið á netið Skemmdarverkamenn.
Það var með hreinum ólíkindum að hlusta á þessa menn og þann hroka og vanvirðingu gagnvart öðru útivistarfólki sem þeir sýndu í þessu spjalli. Þeirra tillögur voru að jafnvel ætti að afmarka svæði á hálendinu þar sem að vélknúin ökutæki væru bönnuð.
Það sem mér þótti þó verst var að þarna fengu þessir menn að útvarpa sínum skoðunum án þess að nokkur fengi að veita þeim nein andsvör. Því hljómaði þetta eins og predikun fyrir því að það væru göfugir menn sem gengju um landið en við hinir sem kjósum að ferðast á jeppum værum skríll sem bæri að halda frá náttúruperlum áður en við næðum að eyðileggja allt.
Þetta er reyndar dæmigert fyrir þennan þátt sem spegillinn er að þar fá menn að vaða uppi með rakalaust hjal án þess að nokkur fái að svara.
Ég vona því, og í raun skora á stjórn 4×4 að setja sig í samband við stjórnendur þessa þáttar og fara fram á að fá að koma okkar skoðunum og rökum á framfæri líka og fá jafnlangan tíma til þess og þessir menn fengu… Þetta er jú útvarp allara landsmanna, ekki bara göngumanna.
kveðja
Benedikt Magnússon
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.04.2004 at 21:28 #499687
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er það sem þjóðin býr við, þ.a.e.s. Ríkisfjölmiðil þar sem pólitíkusar ráða ríkjum og það efni sem þar er fyrir valinu er oft á tíðum með þvílíkum ólíkindum.
Hættum bara að hlusta eða horfa á þessar Ríkisreknu stöðvar, þá tekur markaðurinn við þessu hlutverki, hluterki sem hann er miklu betur til fallin að sjá um.
21.04.2004 at 22:23 #499690Já, svo er nú Guði fyrir þakkandi að á einkareknum fjölmiðlum er aldrei orði hallað, ævinlega tekið hlutlægt á málum og aldrei reynt að horfa framhjá því sem kemur eigendum og auglýsendum illa. Þvílíkt böl að þurfa að búa við ríkisfjölmiðil sem á, skv. lögum, að láta allar hliðar máls koma fram og bregst því við þegar allskonar sjónarmiðamenn telja á sig hallað og getur jafnvel haft bolmagn til að horfa framhjá hreinum hagsmunum stórra auglýsenda og kostenda sem af fádæma óeigingirni og mannræktarþrá veita okkur frelsi til að velja milli 27 tegunda af morgunkorni og 16 stærða af molasykri. Og vér Íslendingar fáum vonandi í framtíðinni að njóta þeirrar sælu að Baugstíðindi, sem einn frammámaður stærsta stjórnmálaflokksins kallar svo af sinni alkunnu smekkvísi, færi okkur sannleikann. Og fegurðin mun ríkja ein!
Ég hlakka til!
Þ
21.04.2004 at 23:20 #499694Benni gaman væri að fá að vita hverjir þessir snillingar voru, sem voru í viðtalinu. Því ég hlýt að vera einn af skemmdarverkamönnunum þar sem ég kom punktum af Bárðargötu á prent og Sverrir hlýtur þá að vera skemmarverkarmaður einnig með útgáfu sinni á GPS Rútum. Þannig að gott væri að fá nánari fréttir að þessum gjörning.
Jón Snæland sími 587 1702- 699 7477.
21.04.2004 at 23:22 #499698
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Af hverju í ósköpunum getum við jeppamenn ekki tekið þátt í skynsamlegum umræðum um ferðamennsku? Ég heyrði umrætt viðtal á rás 2 og sem jeppamaður fann ég ekki fyrir nokkuri hneykslan þó þessir ágætu menn vilji geta gengið um landið okkar í friði. Á sama hátt og við viljum ekki að gangandi séu að þvælast fyrir okkur á vegunum get ég allveg skilið að fjallgöngumenn vilja geta þverfótað fyrir jeppum á fjöllum. Við verðum eins og allaf að reyna að finna meðalveg sem flestir sætta sig við og sína smá snefil af kurteisi. Ég held að flestir jeppamenn (sem ég þekki) séu líka áhugamenn um útivist á hálendinu þannig að auðvitað eru þarna sameiginleg hagsmunamál. Með yfirgangi og skætingi erum við að kalla yfir okkur reglugerðafargan sem ég held að fæstir vilji.
Kv. Geir
21.04.2004 at 23:30 #499701Þverfóta góður þessi, ég man nú ekki í svipinn að hafa séð mikið af gönguhrólfum að vetri á fjöllum. Og svo virðist þessi umræða vera æði einhliða í fjölmiðlum.
22.04.2004 at 11:13 #499705Þeir Sem talað var við í þessum þætti voru Jónatan Garðarsson og Leifur Örn Svavarsson.
Það er hægt að hlusta á þáttinn inn á http://www.ruv.is
Ég vil ítreka að ég er með þessum skrifum ekki að setja út á gangandi fólk á fjöllum – þvert á móti vil ég að allir geti ferðast frjálsir um hálendið á þann máta sem þeir kjósa.
Það er þessi einhliða umfjöllun fjölmiðla sem fer í taugarnar á mér og það að ákveðnir besservissar fá að útmála jeppamenn sem sanna umhverfissóða og engir fá að bera hönd fyrir höfuð okkar.
Kveðja Benni
22.04.2004 at 12:34 #499709Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem hann Hjálmar í Speglinum fjallar um þetta mál, fyrra skiptið var á fimmtudeginum eftir páska en þá kom Ólöfur Örn Haraldsson til hans í viðtal. Á undan viðtalinu las Hjálmar upp langan pistil þar sem kjarni innihaldsins var það ónæði sem göngufólk m.a. á Fimmvörðuhálsi hafi af reykspúandi drekum og miklum vélargný þegar þeir hafa gengið upp Kattarhryggina og Heljarkamp og koma upp á fönnina. Ólafur Örn lýsti þeirri skoðun sinni að skipta yrði upp landinu fyrir útivistarfólk, mér fannst ég skilja það þannig að hólfa ætti landið niður fyrir hvern og einn ferðamáta, "draga línur" eins og ÓÖ orðaði það. Ég í einfeldni minni átti von á því að haft yrði samband við "hina", þ.e. forsvarsmenn jeppafólks og vélasleðamanna og okkur gefinn kostur á að tala okkar máli en því var ekki til að heilsa og kannski ekki skrítið séu augljósar perónulegar skoðanir Hjálmars hafðar til hliðsjónar.
Það er nokkuð augljóst að þessa dagana eiga áhugamenn um jeppa undir högg að sækja. Ég verð samt að segja það að ekki hef ég verið að pirra mig á göngufólki, rekst svo sjaldan á það á veturna og ef það gerist hef ég ekekrt tilefni til að pirra mig….tja, jú kannski yfir táfýlusokkunum sem héngu út um allt í litla skálanum í Jökulheimum eftir stóra franska gönguhópinn hér um árið en þá var það frekar yfirbókun Jörfí að kenna en ekki göngufólkinu! Á sumrin er nú alltaf markmiðið að ganga meira sjálf, þótt stundum hafi letin yfirhöndina. Og finnst mér sjálfsagt að á sumrin séu gönguleiðir bara gönguleiðir og ökutæki haldi sig á vegunum. Þar á ekki að vera neinn árekstur. Eða hvað, eiga þessir höfðingjar líka við sumrin? Eða eru þetta fyrst og fremst jöklarnir? Ef svo er, þá hef ég bara ekki orðið vör við þetta blessaða göngufólk!!
Það er aftur á móti alveg sjálfsagt að ræða þetta ef það er rétt að mikill pirringur ríki á milli þessara mismunandi ferðamáta, eða eins og Jónatan Garðarsson orðaði það, að göngufólk pirrist út í alla hina. Eymingja við sem pirrumst ekki út í neinn….nema táfýlusokka..en það er nú þokkaleg táfýla af jeppamönnum líka… :o)
Kveðja
Soffía
22.04.2004 at 12:54 #499713Það er erfitt að fara einhvern milliveg og sína endalausa þolinmæði með göngumönnum og öðrum neföpum og EGOISTUM sem vilja loka öllu hálendinu nema fyrir þá sjálfa. Og tekur nú steininn úr þegar þeir eru komnir með útsendara meðal vor. Þessir egoistar gleyma því kannski að það eru ekki allir jafn heilsu hraustir og þeir akkurat þessa stundina, og það er ekki víst að þeir verði ekki alltaf jafn sprækir. Þeir ættu kannski að hugleiða það, að það er til gamalt fólk, konur, börn, sjúkir ofl sem ættu þá kannski ekki að njóta???? Svo ætla ég bara að minna þessa göngugarpa á það að ennþá er ísland dreifbýlast land evrópu svo ég skil ekki alveg þessa örvæntingu. Enda höfum við jeppamen ekki almennt verið að kvarta yfir göngumönnum, sleðamönnum, eða skíðamönnum.
En það er í lagi að svara fyrir sig þegar á okkur er ráðist og þegar maður er kallaður Skemmdarverkamaður. Og þegar búið er að sækja að okkur í fimmgang á þrem ólíkum útvarpsrásum á einni viku, auk þess var Stöð 2 með í bullinu. Og ekki má gleyma honum Leo, sem er með Sigurð G Tómasson í vasanum. Það er nú reynda svolítið merkileg þessi pílagrímsför hans Leós. Hann sem er mikill dellumaður um Mótorsport og fornbíla. Og sérlega vel að sér á þeim vettvangi. Skil bar ekkert í honum??? Og þó, hann er fornbíla maður. Og þeir þola ekkert sem ekki er orginal. En svona að öllu ganni slepptu þá eigum við verulega undir högg að sækja, og bara verðum að fara að svara fyrir okkur. Og koma okkur upp málsvara ?Fjölmiðlafulltrúa? Það er þrengt að okkur víða t.d með stofnun þessar þjóðgarða Snæfellsjökull, Vatnajökull, og stækkun Þingvalla en þar vitum við ekki en hverju það breytir fyrir okkur í framtíðinni1 Gamlar þjóðleiðir sem höfum geta notað, breytast í lokaðar reiðleiðir. Eða þá að mis vitrir bændur hafa girt leiðarnar af í hugsunarleysi.
2 Göngumenn sækja það stíft að loka á okkur víða. Snæfellsjökli, Vatnajökli, Bárðargötu, Langjökli meðal annars.
3 Skemmtilegar jeppaleiðir eru malbikaðar eða byggðar upp.
4 Friðlöndum fjölgar eru nú um 40 ef ég man rétt. Og aðgangur inn á nokkur bannaður með öllu. Og einnig fyrir göngumenn.
5 Þjóðgarðar stækka og þeim fjölgar. Sem að sögn á að bæta aðgengið. ? þvílíkt kjaftæði?.
6 Virkjunar framkvæmdir sökkva gömlum vöðum, skálum og leiðum.
7 Endalaust nöldur yfir því hversu hættulegir breyttir jeppar eru. Og þar er oft farið frjálslega með staðreyndir. Og aldrei kallaðir til okkar málsvarar. Þetta er gert þrátt fyrir að sannað hafi verið að breyttir jeppar séu ekki hættulegir.
Og annað PS. Ég hef ekkert á móti þjóðgörðum, ef þjóðgarðs reglur væru skynsamlegar. En þær eru það ekki. Og eru reglur um þjóðgarðinn á Snæfellsnesi til vitnis um heimsku verk mannanna. En á aðra hönd þá er rétt einsog Skúli segir ansi hart að eiga það undir duttlungum bænda hvort við getum ferðast um landið. Því er það erfitt að vera með eða á móti upptöku lands. Og aftur að bændum og umgengnisrétti um land þeirra. Þá er það umhugsunar efni hvernig þeir geta lokað leiðum sem þeir, hafa rutt í óleyfi og valdið miklum landspjöllum við gerð þeirra. T.d skyldi vera leyfi fyrir slóðanum upp á Esju, eða slóðanum fyrir innan Þakgil. Þið verðið af fyrir gefa ringulreiðina en þegar þetta er skrifað þá kemur alltaf upp fleira og fleira sem maður hefur áhyggjur af, enda ekki af ástæðulausu einsog Ólsarinn hefur oft bent á.
Reyndar var ég búinn að skrifa þetta áður ég hlustaði á þáttinn, en er búinn að hlusta á hann núna og þeir notuðu eftirfarandi orðalag.
Sökudólgurinn og er þar átt við Gísla Ólaf Pétursson GÓP, Það dettur engum í hug að fara lengur á Snæfellsjökul, Hvergi í heiminum meira frelsi, Spúandi Drekar, Flokka landið í dilka, Stórar vorferðir bílaumboða, Pirringur, allir pirraðir, heyra í hjóli, finna hjólið fara hjá.
Jón Snæland.
22.04.2004 at 14:00 #499716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að almennt fatti menn ekki hvaða hætta steðjar að okkur jeppa mönnum , það er alveg klárt að það eru einhverjar reglugerðir sem koma fyrr en seinna sem eiga eftir að hefta okkur og koma mjög illa niður á jeppasportinu.Öll umræða ífjölmiðlum er á sama veg og hún er öll okur í óhag.Þegar möppudýrin komast á bragðið við að setja sínar andskotans reglur og sérstaklega í svona málum þar sem þau verða áhrifavaldar, þá er þetta sport dauðadæmt . Ég skora á stjórnina og klúbbinn og okkur alla að fara að svara fyrir okkur , kv Víglundur 2531
22.04.2004 at 14:40 #499723Ég er algerlega sammála ykkur í þessu. Það er algerlega ótrúlegt að það skuli líðast að skíta svona gengdarlaust yfir okkur. Er ekki kominn tími á að félagið rísi upp reki sína stefnu og sjónarmið í fjölmiðlum ???? Er ekki kominn tími til að fá einhvern til að vera einhverskonar talsmaður félagsinns ?? Þetta endar bara með því að allt verði lokað og það sem ekki er lokað verði bannað, eða einhvað ….
Verðum sýnilegri og sækjum, það er besta vörnin
Palli og gamli Ford
22.04.2004 at 21:17 #499727
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ætti kannski ekki að byrja að skrifa hérna, það er svo margt sem mér liggur á hjarta í þessu að þetta endar örugglega sem einhver helv… langloka sem enginn nennir hvort eð er að lesa.
Það er alveg rétt að við þurfum að svara fyrir þessa umfjöllun sem er búin að vera í gangi undanfarið og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Það þurfum við að gera annars vegar á málefnalegu nótunum, yfirvegað og án æsings og hins vegar með opnum huga. Ég held að það sjónarmið sem hefur verið að birtast í Speglinum sé ekkert óskaplega útbreitt, þessi pirringur sé ekkert svo landlægur eins og ætla mætti. Það sést m.a. á því hversu fáir hér kannast við það að hafa hitt göngumenn í stórum stíl. Þessi umræða er samt örugglega ekki sprottin upp úr engu og við þurfum að nálgast meinið með opnum huga í samvinnu við önnur útivistarfélög að finna út hvað sé raunverulegt vandamál í þessu. Það er augljóst að sumt sem dregið er fram er tilbúið vandamál þegar grannt er skoðað eða þáttur í einhverju allt öðru vandamáli.
Dæmi:Jónatan Garðason var að tala um Reykjanesið og ef ég skildi hann rétt var hans pirringur aðallega vegna utanvegaakstri mótorhjóla, hjólamenn væru spænandi þarna út um allt og för eftir þá víða lýtir á landslaginu. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt um mótorhjólamenn hér, en ef þetta er rétt er þetta bæði eitthvað sem við sem ferðumst á jeppum höfum fulla ástæðu til að fordæma og er auk þess ólöglegt nú þegar. Það þarf engar nýjar reglugerðir til þess að taka á þessu, bara framfylgja núverandi lögum og stöðva þetta með löggæslu.
Í tillögum nefndarinnar um Vatnajökulsþjóðgarð er þetta bann á akstri um Skeiðarárjökli, væntanlega til þess að gönguleiðin úr Núpsstaðarskógi í Skaftafell fái frið fyrir bílaumferð. Það þarf engin lög til að tryggja það, yfirborð Skeiðarárjökuls sér rækilega fyrir því að takmarka bílaumferð þar. Semsagt ímyndað vandamál sem þarna er verið að leysa.
Leifur kvartaði yfir bílaumferð á Bárðargötu og vildi hafa hana í friði fyrir göngumenn. Ég held ég geti fullyrt að sárafáir göngumenn fara þessa leið nema á vegum hans fyrirtækis, en mér skilst að jeppaslóðin þarna eigi sér hefð og sé fullkomlega réttlætanleg sem slík. Landsvirkjun fær að vísu að taka stór og smá svæði á hálendinu exclúsíft undir sína starfsemi, en það er eitthvað alveg nýtt ef ferðaþjónustufyrirtæki fá að gera það.
Breiður Vatnajökuls eru óhemjuflæmi, það er hægt að labba þar dögum saman án þess að svo mikið sem sjá bíl tilsýndar, jafnvel þó fullt af bílum séu á ferð á sama tíma.
Hins vegar getur alveg verið að það séu ákveðin vandamál í gangi. Ef útivistarfélögin geta komið sér saman um lausn fáum við ekki yfir okkur misgáfuleg lög sem allir tapa á þegar upp er staðið (því í raun eru flestir göngumenn líka jeppamenn og flestir jeppamenn líka göngumenn, við eigum að líta á þetta bara sem einn hóp). Ég hef áður tekið undir það að það er fáránlegt að það sé verið að bjóða upp á gönguleiðir upp Snæfellsjökul að austanverðu og segi það af biturri reynslu, þ.e. leiðinlegasta labbitúr sem ég hef tekið mér (þann dag var að vísu of þungt færi fyrir jeppa, en tvígengissvækja vélsleðanna með tilheyrandi hávaða var að gera útaf við mig). Þarna má alveg finna einhverja góða lausn, en hún felst ekki í því að loka algjörlega fyrir vélknúna umferð og ég hef reyndar ekki heyrt að það standi til.
Dæmið frá Hjálmari í Speglinum sem Soffía vitnar í hérna er auðvitað fáránlega ýkt og sá sem þarna hefur verið vitnað til, hefur verið annað hvort verið fyrirfram búinn að ákveða að pirrast yfir jeppum eða átt af einhverjum sökum sérstaklega slæman dag þarna. Þetta segi ég vegna þess að leiðir jeppa og göngufólks skarast ekki mikið á þessum slóðum, en þó eitthvað. Kannski er eitthvað sem hægt er að gera varðandi þessa skörun sem þó er. Það er ljóst af myndasafninu hér á vefnum að umferð um Eyjafjallajökul og yfir á Fimmvörðuháls hefur stóraukist að undanförnu. Sennilega almennu snjóleysi um að kenna.
Við losnum ekkert við þessa umræðu og þessar raddir í fjölmiðlum með því að bíta í skjaldarrendur og fara í fjölmiðlastríð, þó auðvitað þurfum við að svara fyrir okkur. Best er ef hægt er að leysa þetta í samvinnu við önnur útivistarfélög, sem reyndar margir 4×4 félagar eru jafnframt félagar í. Nú myndi ég segja að Samút (Samtök útivistarfélaga) þurfi að vakna.
Kv – Skúli
23.04.2004 at 10:48 #499731Úr því að minnst var á reykspúandi dreka og ferðamennsku, leyfi ég mér að leggja orð í belg. Væri ekki ágætis mál, þ.e.a.s ef klúbbfélagar eru sammála um það, að talsmenn hans sendu umsjónarmönnum þessa pistils á Rás 2 einhverja varnarræðu? Og krefðust þess að fá að svara fyrir sig með einhverjum hætti? Mér finnst bara töluvert vera farið að halla á okkur reykspúandi dreka nú orðið. Það er nóg pláss fyrir alla, auk þess finnst mér það réttlætismál að fitukeppir og letihaugar eins og ég fái notið fjallanna til jafns við göngu-hrólfa og aðra. Við erum ekkert fyrir þessum greyjum, ef þeir þurfa að vera pirraðir yfir því að menn aki vélknúnum ökutækjum á strjálbýlasta landi í Evrópu til að spara tíma, þá finnst mér persónulega að það sé eitthvað sem þeir verða að eiga við sinn geðlækni.
Annars geng ég oft mér til skemmtunar og er ekkert á móti því góða sporti, en ég er ekki í því formi og verð ekki, að geta gengið á jökla, svo er um fleiri.kv. Drekinn
23.04.2004 at 13:03 #499734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er í farvegi Dreki, hann Jón Ofsi Snæland er búinn að tala við þá þarna í Efstaleitinu með tveimur hrútshornum (úr Toyotu að sjálfsögðu) og fá það í gegn að við verðum teknir á beinið þarna og getum þá vonandi svarað fyrir okkur.
Kv – Skúli
23.04.2004 at 16:14 #499736Las grein eftir Halldór Blöndal þingforseta í Mogga í gær held ég. Þar boðar hann uppbyggða, malbikaða vegi um allt hálendið. ÞETTA þurfum við að taka alvarlega, því Halldór Blöndal hættir ekki fyrr en hann fær sitt fram, sbr. Héðinsfjarðargöngin.
23.04.2004 at 17:33 #499739
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki varð ég svo heppinn að heyra þetta viðtal við Leifsa á Rás 2, þ.a. efnislega ætla ég ekki að taka afstöðu til þess.
Hitt er annað mál, að umræðuefnið um sambúð göngufólks, jeppafólks og annars fólks á alveg rétt á sér og þar kann sitt að sýnast hverjum í þeim efnum sem öðrum.
Ég sjálfur tel mig vera meiri göngumann en jeppamann og hef ég t.a.m. gengið Bárðargötu með Leifi og hafði gaman af. Mín jeppadella fær útrás við það að komast á staðinn og sleppa síðan göngudellunni lausri.
Ég hef svona í laumi sett upp lista með þremur helstu skaðvöldum í náttúrunni og þá miðað við þau spjöll og ummerki sem þeir skilja eftir sig. Þann leiðinda lista skipa, Mótorhjól (Enduro/Cross), Hestamenn og Landvöðlar (Landsvirkjun). Það skal tekið fram að ekki er nein sérstök röðun á listan. Eins og sjá má eru hvorki jeppar, né göngufólk á listanum þó svo að því miður séu merki um syndir forfeðranna víða í náttúrunni.
Mér finnst óspjölluð náttúra fallegust, þ.e. engar raflínur, vegir, staurar, hjólför eða önnur ummerki mannanna. Að vera víðáttunni er sérstök tilfinning. Því miður eru bílar og þesslags farartæki þess eðlis að óhjákvæmilega verða ummerki eftir umferð þeirra. Sem betur fer hefur mikil vakning átt sér stað meðal jeppafólks og göngufólks að bera virðingu fyrir náttúrunni. Því miður eru alltaf e-r svartir sauðir sem skemma fyrir hinum.
Eins og menn vita er akstur utan vega bannaður. Fyrst Bárðargötu bar á góma þá get ég nú varla sagt að þar sé merktur slóði, hvorki á landi eða á korti. En e-n vegin komst e-r skáli frá Landvöðlum eða Orkustofnun þarna lengst inn undir jökul og víst er að ekki fór hann gangandi þangað. Einnig má sjá vel greinanleg hjólför inn að Sveðju.
Nú langar mig að spyrja, ef e-r býr til slóða "í óleyfi" á sandvíðáttu og skilur eftir sig greinileg ummerki, er þá kominn slóði þ.a. sá sem næst fer þennan slóða er ekki að aka utanvega? Hvenær verður slóði slóði? Eða eru þeir slóðar sem búa til slóða?
Mbk,
Bjarki Sverrisson
23.04.2004 at 17:41 #499743Bárðargata er á kortum t.d Hálendið 1-300.000. Kort frá Mál og Menning gefið út 2003.
Jón Snæland.
23.04.2004 at 17:49 #499746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón.
Þakka ábendinguna. Þessi slóði er ekki á kortum t.a.m. frá LMÍ 1999 og við það miðaði ég. Ég gekk Bárðargötuna 2001 og þá var þetta Hálendiskort ekki komið.
Veistu hvenær þessi slóði var kortlagður og skráður á kort?
Mmk,
Bjarki
23.04.2004 at 18:19 #499749Á Nobeltek 1-250000 er sýndur slóði inn með Hágöngulóni inn að Svarthöfða, og að norðanverðu suður undir vattnaskil Köldukvíslar og Skjálfandafljóts. Á kortinu Mið ísland frá Landmælingum er sami slóði merktur.Einnig er að fynna hluta þessarar leiðar í Hálendis Handbókinni. Á kortum frá landmælingum er sýnd leið norður frá Jökulheimum norður að Stafnskarði.
Um leiðina á korti Máls og Menningar þá kom leiðin inn árið 2003. Reyndar er það svo að Vonarskarðs hluti leiðarinnar hefur verið ekinn frá 1950 er Minnsta ferðafélagið fór þar um undir leiðsögn Guðmundar Jónarssonar. Stór hluti leiðarinnar suður með jöklinum er mjög greinilegur og sérstaklega sunnan við Sylgufell.
Jón Snæland.
23.04.2004 at 20:06 #499754einusinni sem oftar vorum við undir leiðsögn mikils "ferða"manns sem virkilega vildi að náttúran ætti sitt og maðurinn líka, að þessu sinni um Lifrafjöllin en á bílum, sá hin sami var á þeim tima mjög mikilisvirtur og er ENN hjá FI, þessi "jeppa" ferð var farinn um eða á áætluðum flutningavegi á þessu svæði en á tímum hugsanlegra forfeðra vorra !!!
kv
js
23.04.2004 at 21:16 #4997571997-8 er ég var að vinna við Hágöngulón þá man ég að talað var um slóða sem þurfti að færa og var mikið mál.slóði þessi var úr Vonarskarði og niður með Köldukvísl vestan megin og inn á sand,eins var talað um vegaslóða sem liggja átti austan megin við Hágöngur(Bárðargata)þessir báðir slóðar voru taldir í hættu vegna lónsins og það var að mig minnir í verksamnig við ÍAV að sjá um að þeir yrðu akfærir eftir virkjun sem þeir hefðu verið fyrir virkjun.og ég man þetta vegna þess að það var farið sérstaklega með verkfræðinga Landsv og íav og voru upprekstrarbændur með í för.og var þá meðal annars farið í hellir sem er þarna á svæðinu með kindabeinum.held Nyðri-Hágöngu.
en varðandi þess mál um jeppa og gangandi hafa bæði Landverðir og aðrir bent á að mesta skemmd á landi fylgir hestamönnum með stóð.
En ég hlustaði á viðtalið við Ólaf formann FÍ og þar talaði hann um að aðilar að ferðamensku(FÍ ‘Utivist og 4×4 og fl )þyrftu að setjast niður og ræða málin í ljósi þess að takmarka eigi umferð á hálendinu og því að lönd eru að færast í eigu útlendinga sem loka öllum slóðum um sitt land.
Rödd 4×4 verður að heyrast hátt og skýrt í þessum málum og benda á að það geti vel farið saman umferð gangandi og akandi,og að 4×4 séu samtök sem hafa að leiðarljósi vandaða ferðamensku með virðingu fyrir landi og vinni stöðugt að bættri umgengni jeppamanna um landið.Og það er gott framtak hjá þér Ofsi að senda þeim tóninn hjá Rúv og benda þeim á staðreyndir,ág styð þig í því máli heils hugar
Kveðja Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.