Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › RAM breytingar
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2007 at 23:15 #201033
Jæja nú langar mig til að fá álit ykkar og leiðsögn. Ef mig langar til að fá mér RAM 2500 og setja hann á 46″ Hvort er æskilegra að hann sé stuttur eða langur (6.5 eða 8 feta pallur) Ég er að tala um árg 2000 – 2002 bíl. Pesónulega finnst mér að hann ætti að vera langur af því að ég reikna með að hann drífi betur.
Kveðja:
Erlingur Harðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.10.2007 at 23:49 #600774
Þú drífur ekkert meira á því að vera á lengri bíl, heldur batna aksturseiginleikarnir frekar. Semsagt minna hopp og skopp í bílnum. Frekar drífurðu minna þar sem lengri bíll viktar meira.
Lengri bíll
Kostir: Minna hopp og skopp, meira pláss á pallinum.
Gallar: Þyngri = drífur minnaStyttri bíll
Kostir, lítið um hopp og skopp, Faðir minn átti dodge ram 1500 95 módel, á 44" með stuttum palli og extra cap. Hann var eins og amerískt teppi á fjöllum, fór þvílikt vel með mann.
Gallar: léttari, svona trukkar verða að vikta eitthvað svo þeir teljist vera alvöru trukkar.kv
Gunnar á hinum stutta stutta bíl.
25.10.2007 at 00:38 #600776Þetta er nú með fróðlegri pistlum sem ég hef séð lengi.
Í fljótu bragði sýnist mér að stuttur og langur hoppi og skoppi lítillega.
Langur drífur ekki vegna þess að hann er of þungur og stuttur drífur ekki vegna þess að hann er of léttur.
Sá stutti fer þvílíkt vel með mann á fjöllum en sá langi bíður upp á meira pláss.
Hvað með að fá sér bara Patrol???
25.10.2007 at 08:04 #600778Já ég meinti auðvitað lað lengri bíll hefur betri aksturseiginleika. Hef ekki hugmynd um hvort hann drífur meira eða minna en styttri bílarnir. Ella, Patrol tíminn er liðinn í bili þó að ég sakni hans nú ennþá! Núna er þó hugmyndin að fá einhverja orku og pláss fyrir Camper á sumrin.
Hvernig er með breytinguna, er einhver munur á þeirri framkvæmð á löngum eða stuttum RAM. Það ætti að vera meira pláss í þeim langa svo sem fyrir aukatanka og þ.h.
Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Annars er þetta rétt hjá Ellu, skrytin þráður þar sem ég varpa fram spurningu og svara henni líka! En só vott!
25.10.2007 at 08:24 #600780Það er stundum hluti af því að átta sig á hvað maður vill að svara eigin spurningum 😉 Hringdu bara í Glannann hans RAM er að koma ágætlega til, held að það sé lítið hús en langur pallur á hans 46" græju og ég veit að hann hefur pælt þetta út og suður… já og settu svo niðurstöðurnar á vefinn 😉 Svo auðvitað þeir Gunni og Siddi fyrir norðan, þeir eru held ég báðir á stuttum með litlu húsi er það ekki?
25.10.2007 at 08:35 #600782Ég efast um að 6 eða 8 feta pallur skipti miklu máli upp á drifgetu þar sem að í báðum tilfellum er bíllinn mjög langur. Þegar framdekkinn eru komin ofaní einhverja vitleysuna þá er afturendinn ennþá í öðru veðrasvæði.
Hvað hentar betur fer sennilega eftir því hvað þú ætlar að nota pallinn í.
Ég sat afturí svona double-cab dodda fyrir ekki alls löngu og satt best að segja brá mér, hvað það var lítið pláss aftur í honum. Lítið meira fótarými en í litlum doubblara.Í dag bjóða þeir orðið upp á double cab með lengdu húsi. Sá er örugglega þræl skemmtilegur ferðabíll.
kv
Rúnar.
Annars er Toyota náttúrulega bara málið.
25.10.2007 at 10:23 #600784Já ég hefði kannski átt að einfalda textann fyrir suma…
Þetta eru það langir bílar að eina sem lengri bíllinn hefur umfram þann stutta er meiri þyngd.
Síðan til að einfalda hlutina enn meira.
Gallarnir við stuttan bíl :
Það virðist ekki skipta menn sem eiga svona stóra trukka hvort þeir vikti 4 eða 4.1 tonn. Sem má kalla kaldhæðni í skilningi flestra
kv
Gunnar
25.10.2007 at 13:28 #600786Ég þekki svo sem ekki Raminn sérstaklega – en efa að það sé mikill munur á honum og Ford hvað þetta varðar.
En ég er sjálfur með styttri pallinn og félagi minn er með sambærilegan bíl (F350) með lengri pallinum. Ég hef ekki séð neinn kost við lengri pallinn annan en plássið. Ókostirnir eru hins vegar líka í stærðinni – í það minnsta er hann enþá stirðari við þröngar aðstæður og var þó nóg um slíkt með styttri pallinn. Svo er líka dýrara að kaupa aukahluti eins og hús, palllok og væntanlega camperinn líka ef hann á að passa almennilega á pallinn. Reyndar held ég að flestir þeir camperar sem boðið er uppá hér heima miði við styttri pallinn.
Þyngdin skiptir nánast engu máli ef þú ert kominn á þessi dekk – allavega skiptir það engu á 49" hvort ég er með 500 kg á pallinum eða ekki, ég dríf samt allt sem ég vil.
Benni
25.10.2007 at 16:39 #600788Þetta snýst þá e.t.v. helst um plássið, bæði á pallinum og hversu mikið pláss hann þarf við þröngar aðstæður (beygju radíus væntanlega meiri). Nú er 47" mikið í umræðunni. Er e.t.v. rétt að miða við þá stærð frekar en 46" Er eitthvað annað en þessi tomma sem munar?
Mér finnst bíllin hjá Glanna vera vera með flottari bílum sem ég hef séð, það á raunar við Fordana líka enda svo sem ekki mikill munur á þessum bílum. Það væri afskaplega gaman ef Glanni gæti lýst í stuttu máli hvað er í bílnum og hvað var gert. Ég er ekki að biðja um þetta í smáatriðum heldur svona stærstu hlutina. Til dæmis færsla á framhásingu, breytingar á fjöðrun, hlutföll, skriðgír og þ.h.
Kveðja:
Erlingur Harðar
(þakka góð svör en þarf fleiri!)
25.10.2007 at 21:56 #600790Ég veit ekki með þessi 47" dekk – mig minnir að þau hafi verið sett undir einhvern túristabíl en verið tekin undan vegna einhverra galla – Hlynur veit kannski meira um það. Ég held líka að þau séu mjórri en 46". Annars var ég að spá dálítið í þau sem sumardekk í vor en hætti svo við – Ég veit að Þórir var að keyra þessi dekk sem sumardekk undir 49" Hummernum og var mjög sáttur.
En hvernig er það með 2500 Raminn – þarftu þá ekki að fara í að skipta um hásingu að framan ef þú ætlar í 46"+ ? Einhver var að hvísla því að mér að framhásingin væri í tómu tjóni undir þeim…. En ég hef svo sem ekki eigin reynslu af þeim…
Benni
25.10.2007 at 22:13 #600792Sæll Erlingur og takk fyrir það.
Það sem ég gerði var að ég hækkaði bílinn um 10cm á fjöðrun en ekkert á boddýi, síðan færði ég framhásinguna fram um 10cm til að koma fyrir dekkjunum því það er svo stutt í hurðina. Afturhásingin var færð aftur um 15cm en þetta er lengsti pallurinn á þessum bíl og samsvarar sér betur þannig.
notaði gormana að framan en setti 1600kg loftpúða að aftan.
Til stendur hinsvegar að setja í hann 5:13 hlutföll,atlasgír og læsingar ef ég kem því í verk einhverntímann.
þær ferðir sem ég farið á honum lofa bara góðu,fer vel með mann og drífur bara fyrir allan peningin.
ég viktaði hann fyrir síðustu páskaferð, við vorum tveir í bílnum og 4-450 ltr af olíu og viktaði hann ekki nema 3800kg sem er nú töluvert léttari en fordinn en það er samt ekki alveg hægt að bera þá saman enþá þar sem það er miklu meira af dóti í Fordinum.Kveðja,
Glanni
25.10.2007 at 22:14 #600794Þessar framhásingar sem eru undir nýrri Dodge að framan koma frá framleiðanda sem heitir American Axle sem hefur framleitt hásingar og drif fyrir Chevy í háa herrans tíð. Drifið er 9.25" sem er minna heldur en Dana 60 sem er 9.75". Þeir í Stáli og Stönsum (sem eru mjög mikið í að þjónusta þessa stóru bíla) sögðu mér þó að þetta væri svipað sterkur búnaður, krossarnir svipað stórir o.s.frv. öxlarnir eru að vísu aðeins til 33 rillu á móti 35 rillu í Dana 60. Hinsvegar hafa Dodge verið með drasl hjólalegur alveg heillengi en það eru kit til að redda því t.d. frá Dynatrac. Svo hef ég heyrt af Dana 60 framhásingu undir nýlegum ford sem hreinlega brotnaði… þannig að það er ekkert fullkomíð í þessu eins og öllu öðru. Pabbi þorði t.a.m. ekki öðru en að láta styrkja sína 60 hásingu sérstaklega einmitt útaf þessu.
En eins og fyrri ræðumaður (Benni) hef ég ekkert meira fyrir mér í þessu en það sem ég hef heyrt en ég held að ég myndi treysta þessari hásingu fyrir 46", ef menn hafa hins vegar eitthvað fyrir sér í því að þetta sé drasl annað en eitthvað hvísl þá ætla ég ekki að rengja það. En það er algjör óþarfi að mála skrattann á vegginn…kv. Kiddi jeppanörd
25.10.2007 at 22:19 #600796Sæll Benni, Hásingarnar undir raminum eru í lagi þe.a.s Dana 70 að aftan og Dana 60 framan en hins vegar er of stutt á milli lega í fr. hásinguni en það er hægt að fá bolt-on-kit fyrir ca 350$. og einnig 35rílu öxla og sverari hjöruliði.
Kv.
Glanni
26.10.2007 at 13:50 #600798Þetta lítur alltaf betur og betur út. Samkvæmt því sem ég hef heyrt og sýnist sjálfum er 47" dekkið mjórra en 46". Að það er mjórra er væntanlega til bóta. En Glanni, þarf aðeins að færa framhásingu um 10cm. Einhver talaði um 15-20cm. Ég veit að 49" RAM er með færslu fram um 22cm en ég þarf það ekki. Er mikið mál að færa hana fram, eitthvað meira en á öðrum bílum s.s. Patrol eða Toyotu. Er ekki þinn bíll með 8′ pallinum? Þarf eitthvað að færa afturhásinguna? Hvernig er það á Fordinum er hún færð þar? Annað ef ég set í hann logír þarf ég þá samt að lækka hlutföllin eða þarf þess yfirleitt?
Annað, hvar fæ ég kanta fyrir þetta og vitið þið eitthvað hvað þer kosta.Afsakið allar þessar spurningar en það er alltaf gaman og gott þegar maður fær vitræn svör og umræðu.
Kveðja:
Erlingur Harðar
29.10.2007 at 14:07 #600800Sæll, ég færði fr hásinguna um 10cm og taldi það nóg fyrir 49´´ samkv. málum sem ég hafði af 49 tommu dekki. það er í sjálfusér ekkert meira mál að færa þessar hásingar en á öðrum bílum. já við færðum hana á fordinum eitthvað.
Þú þarft að skipta um hlutföll þegar þú ert kominn á þetta stór dekk hann verður skemmtilegri í akstri og léttari.Kv. Glanni.
29.10.2007 at 20:35 #600802Sæll aftur ég held að ég sé með 8 eða 9 feta pall. Afturhásinguna færði ég um 15 cm vegna þess að þyngdardreifingin verður betri í bílnum og einnig losnar maður við að vera færa olíuáfyllingarstútinn.
Ég tók brettakantana sem voru á bílnum og breikkaði þá og lengdi í samræmi við kanta sem eru framleiddir fyrir 46-49 bíla, þeir eru mér vitanlega ekki framleiddir á þennan bíl fyrir þetta stór dekk.
mig minnir að á Fordunum höfum við fært fr.hásinguna um 5-6 cm og aftur hásinguna um 10cm.
vonandi svarar þetta einhverju,
Kveðja,
Glanni.
06.12.2007 at 11:30 #600804Jæja þá er kominn RAM 2500 árg 2003. Hvar fæ ég brettakanta á hann fyrir 46" dekk?
Kveðja:
Erlingur Harðar
06.12.2007 at 11:59 #600806Skref í rétta átt 😉 fluttiru hann inn eða fannstu eintak hér heima?
06.12.2007 at 12:18 #600808Keypti hann hérna heima! Heima er best…
Kveðja:
Erlingur Harðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.