FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Rallý-Reykjavík

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Rallý-Reykjavík

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Lúther Gestsson Lúther Gestsson 19 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.08.2005 at 22:31 #196161
    Profile photo of
    Anonymous

    Rallý Reykjavík hófst í gær, það fer svo sum ekki mikið fyrir röllunum í dag í allri þessari fjölmiðlaflóru sem við búum við. En það sem ég var svolítið spenntur fyrir, var þessi aukning í jeppaflokknum. Þ.a.s allir þessi Tomcat jeppar. Í stuttu máli biðu þeir afhroð í rallinu. En það má kannski kenna því um að þeir eiga eftir að slípast til.
    En Sighvatur á Tomcat lenti í vandræðum strax í upphafi með viftureim og Tomcatinn hjá Mckinstry fór að ganga illa á fyrstu ferjuleið og duttu þeir því út. En samkvæmt nýjum reglum geta þeir hafið keppni á nýjum legg með refsingu. Hófu þeir því keppni á ný í dag. Ekki fór þó betur fyrir Sighvati en svo að hann náði að næla hásingunni í olíu síuna og skera hana í sundur og datt hann því út á fyrstu sérleið á öðrum degi sem var Lyngdalsheiði. Mckinstry Tomcatinn komst lengra en lenti í vandræðum á Hekluleið. Þar fóru hlutirnir að gerast og valt einn breta Landroverinn þar illa og datt út enda með handónýta yfirbyggingu og skemmda veltigrind. Reyndar hafði Gul Toyota dottið út áður við Hrauneyjar með brotinn öxul og Suzukki Svift datt út á Dómadal með brotna spyrnu.
    Blái Landroverinn datt einnig út á Hekluleið og hvað ég best veit eru allir Tomcatarnir dottnir út, en reyndar var svolítið erfitt að fylgjast með þessu þar sem ég var inni á Hekluleið að bjarga Eftirfara 1 en honum hafði tekist að skemma dekk og fóru því 3 tímar í það að sækja hann. Það kom mér svosem ekkert á óvart að Eftirfarinn Jón Ebbi Rotta lenti í vandræðum en það kom mér mest á óvart, þar sem hann fór á Landrovernum að hann skildi ekki lenda í meiri vandræðum. En það er kannski best að tala varlega. Hann á jú eftir að klára dag 3. En þá verður ekið að venju Uxahryggir ( Tröllháls ) Kaldidalur og þetta venjulega á lokadegi. Afsakið þennan hrærigraut, þetta er álíka hræringslegt og rallið sjálft.

    PS Sigurður Bragi er fyrstur þrátt fyrir að hafa brotið öxul á Djúpavatnsleið.
    PS nr 2. Á sumarhátíðinni var Tomcat til sýnis og gekk Gundur þá um og : spurði, strákar er þetta framtíðin og horfði á Tomcatinn. Ja það er spurningin Gundur.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 19.08.2005 at 23:26 #525766
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég hallast að því eftir þessa lýsingu að Rallý sé ekkert annað en öflug leið til að eyðileggja góða fjallabílabíla. Bilanatíðnin í fjallaferðum hjá félaga Jón Ebba skýrist þá af því að þar er á ferð gamall Rallý-refur. En annars talandi um Ebbann þá er náttúrulega eitt rifið dekk ekki neitt, hef heyrt að menn nái þeim árangri jafnvel í fjölskylduferð yfir Sprengisand.
    Já er Tomcatinn framtíðin??? Það er spurningin.
    Roverkveðjur – Skúli





    19.08.2005 at 23:34 #525768
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Það er spurning hvort Súkkan hefði staðið sig betur heldur en skítadreifarinn? (afsakaðu Skúli…).

    Elsku Ofsi, kitlar þetta rallstúss ekkert lengur? Ekki einu sinni smáááá fiðringur?

    Kv.
    S.





    20.08.2005 at 00:10 #525770
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Jú jú það sást einmitt til hans elskulega Ofsa okkar við æfingar, einmitt á Sprengisandsleið þar sem hann var við æfingar fyrir þetta rall.

    http://this.is/rotta/album.php?p=3&bigP … imgID=3226





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.