This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 19 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Rallý Reykjavík hófst í gær, það fer svo sum ekki mikið fyrir röllunum í dag í allri þessari fjölmiðlaflóru sem við búum við. En það sem ég var svolítið spenntur fyrir, var þessi aukning í jeppaflokknum. Þ.a.s allir þessi Tomcat jeppar. Í stuttu máli biðu þeir afhroð í rallinu. En það má kannski kenna því um að þeir eiga eftir að slípast til.
En Sighvatur á Tomcat lenti í vandræðum strax í upphafi með viftureim og Tomcatinn hjá Mckinstry fór að ganga illa á fyrstu ferjuleið og duttu þeir því út. En samkvæmt nýjum reglum geta þeir hafið keppni á nýjum legg með refsingu. Hófu þeir því keppni á ný í dag. Ekki fór þó betur fyrir Sighvati en svo að hann náði að næla hásingunni í olíu síuna og skera hana í sundur og datt hann því út á fyrstu sérleið á öðrum degi sem var Lyngdalsheiði. Mckinstry Tomcatinn komst lengra en lenti í vandræðum á Hekluleið. Þar fóru hlutirnir að gerast og valt einn breta Landroverinn þar illa og datt út enda með handónýta yfirbyggingu og skemmda veltigrind. Reyndar hafði Gul Toyota dottið út áður við Hrauneyjar með brotinn öxul og Suzukki Svift datt út á Dómadal með brotna spyrnu.
Blái Landroverinn datt einnig út á Hekluleið og hvað ég best veit eru allir Tomcatarnir dottnir út, en reyndar var svolítið erfitt að fylgjast með þessu þar sem ég var inni á Hekluleið að bjarga Eftirfara 1 en honum hafði tekist að skemma dekk og fóru því 3 tímar í það að sækja hann. Það kom mér svosem ekkert á óvart að Eftirfarinn Jón Ebbi Rotta lenti í vandræðum en það kom mér mest á óvart, þar sem hann fór á Landrovernum að hann skildi ekki lenda í meiri vandræðum. En það er kannski best að tala varlega. Hann á jú eftir að klára dag 3. En þá verður ekið að venju Uxahryggir ( Tröllháls ) Kaldidalur og þetta venjulega á lokadegi. Afsakið þennan hrærigraut, þetta er álíka hræringslegt og rallið sjálft.PS Sigurður Bragi er fyrstur þrátt fyrir að hafa brotið öxul á Djúpavatnsleið.
PS nr 2. Á sumarhátíðinni var Tomcat til sýnis og gekk Gundur þá um og : spurði, strákar er þetta framtíðin og horfði á Tomcatinn. Ja það er spurningin Gundur.
You must be logged in to reply to this topic.