This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Seinnipartinn í næstu viku verður alþjóðlega rallið haldið, Rallý Reykjavík. Við Jói erum víst búnir að lofa okkur sem undanfarar í keppninni sem hefst eftir hádegið á fimmtudag og stendur yfir fram á laugardag.
Tryggvi Þórðarson keppnisstjóri rallsins hefur áhuga á því að komast í samband við fleiri félaga klúbbsins, því við jeppamenn erum vel búnir tækjum og græjum. Það sem sagt vantar 2 – 4 jeppa í smá vinnu og sú vinna er einföld. Vera til staðar á ákveðnum stöðum, er rallíbílarnir bruna hjá.
Snýst um einn hlut, að keppendur geti á þessum lengri sérleiðum (Tröllháls / Uxahryggir, Kaldidalur, Dómadalur og Hekluleið) stoppað við þessa jeppa og beðið um hjálp við að ná sambandi við keppnistjórn, ef td verður alvarlegt slys inná leiðunum. Nú, ef allir keppendur aka hjá, hefur ekki orðið neitt slys og því einfaldlega hefur viðkomandi voðalega lítið annað að gera,en að horfa á bílana.
Þeir sem hafa áhuga á þessari vinnu, eru beðnir að senda meil á tryggvi@rallyreykjavik.net
Að sjálfsögðu er ekki verið að tala um að menn geri þetta frítt, einhver greiðsla er í boði, annað hvort í peningum eða í formi eldsneytis.
Kv
Palli
You must be logged in to reply to this topic.