Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafsoðið framdrif
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2009 at 17:34 #209085
sælir félagar er með 1988 model Toyota Hilux dobulab leikfang bensín og er að setja í hann 5:70 drif hann verður á 35 til 36″ dekkum og 10″ breiðum felgum hafa menn reynslu á að rafsjóða mismunadrifið í framhásingunni eða hvernig er að vera með diskalás aftan og framan hafa menn prufað diskalás að framan hef heyrt að það sé vont að vera með þá að framan og að það sé betra að vera með þetta rafsoðið. Bíllinn er ekki nema 1430kg tómur kveðja trölli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.12.2009 at 23:15 #671230
Best að halda sig við driflæsingarar og spyrja ykkur hvernig diska-, tregðu- og no-spin læsingar virka og/eða aðrara læsingar sem virðist stjórnað með hugarorku en ekki takka inni í bíl. Geta þær ekki allt eins átt það til að fara á og læsa drifinu þegar síst skyldi og fara ekki á þegar veruleg þörf er á? Átti eitt sinn Trooper á 35" sem átti að vera með einhverskonar tregðulæsingu að aftan en fastur í drullu þá spólaði hann mynstrið af lausa dekkinu og maður gat alveg eins átt von á að sjá frelsarann sjálfan koma með drullutjakk á herðunum, áður en hitt dekkið rótaðist, sama hvað var gert. Ekki varð ég var við að það sýstem virkaði nokkurn tímann. Á bílnum sem ég er með núna er loftlæsing að framan og þegar takkinn er á "on" þá er hún á og síðan fer hún af þegar sett er á "off" og þá er alveg sama hversu heitt maður óski þess að hún fari á — hún fer ekki á sé slökkt á loftinu. Ef menn hafa tök á og bolmagn þá er læsing með fjarstýrðri virkni (loft, rafm. barki) það eina sem hægt er að reiða sig á, ef menn eru á annað borð að rífa drifin í sundur og setja driflása í þau, eða hafa menn aðra skoðun á þvi?
15.12.2009 at 00:23 #671232diskar eru dót.
en nospin virkar þannig að ef annað dekkið snýst hraðar en hitt læsist drifið, nema um leið og kúplað er frá, þá sleppir lásinn um leið. s.s. undir átaki læsist drifið alltaf.
15.12.2009 at 02:04 #671234Það er bara ein læsing sem virkar alltaf 100% það er no spin, rafmagnslæsingar bila, loftlásar bila það er fullt af hlekkjum sem geta bilað, barkalásar eru góðir enn geta lika bilað, enn no spin er alltaf virkt og til i slaginn.
Ég átti 77 arg af gamla bronco á 38" soðinn ad framan, þetta gekk alveg ágætlega, læsti bara annari lokunni og þetta voru engin geimvisindi, madur keyrir bara eftir þvi sem madur er med i höndunum.
Ef ég væri að smiða mér nyjan fjalla bíl med öllum græjum myndi eg örugglega setja loftlása´í hann, enn i gamla econolinernum mun ég láta no spin framan og aftan bara duga og brosa hringinn.
15.12.2009 at 07:33 #671236búinn að rafsjóða að framan og ætla að nota disklásinn eitthvað áfram að aftan eða þar til ég fæ ódýrt nospin. Svona til að halda áfram með ágætan þráð veit einhver eitthvað um gamla Sonax hilux dobulcabinn hvernig var hann að drífa og koma út í ferðum
15.12.2009 at 08:02 #671238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[quote="ssjo":10ubxbe3]Best að halda sig við driflæsingarar og spyrja ykkur hvernig diska-, tregðu- og no-spin læsingar virka og/eða aðrara læsingar sem virðist stjórnað með hugarorku en ekki takka inni í bíl. Geta þær ekki allt eins átt það til að fara á og læsa drifinu þegar síst skyldi og fara ekki á þegar veruleg þörf er á? Átti eitt sinn Trooper á 35" sem átti að vera með einhverskonar tregðulæsingu að aftan en fastur í drullu þá spólaði hann mynstrið af lausa dekkinu og maður gat alveg eins átt von á að sjá frelsarann sjálfan koma með drullutjakk á herðunum, áður en hitt dekkið rótaðist, sama hvað var gert. Ekki varð ég var við að það sýstem virkaði nokkurn tímann. Á bílnum sem ég er með núna er loftlæsing að framan og þegar takkinn er á "on" þá er hún á og síðan fer hún af þegar sett er á "off" og þá er alveg sama hversu heitt maður óski þess að hún fari á — hún fer ekki á sé slökkt á loftinu. Ef menn hafa tök á og bolmagn þá er læsing með fjarstýrðri virkni (loft, rafm. barki) það eina sem hægt er að reiða sig á, ef menn eru á annað borð að rífa drifin í sundur og setja driflása í þau, eða hafa menn aðra skoðun á þvi?[/quote:10ubxbe3]
Megin reglan er sú að þegar maður heyrir orðið [i:10ubxbe3]tregðulæsing[/i:10ubxbe3] þá missir maður heyrnina þar til bílasalinn hefur blaðrað nægju sína um þann búnað. Íslenska heitið yfir tregðulæsingu er diskalæsing – og yfirleitt af heimskustu gerð – sem gerir ekkert gagn. Nema ef vera skyldi að raska ró húsmæðra í hálkuakstri.Handvirkar vinnuvélalæsingar eru náttúrulega mjög fínar og auðskildar. Þessvegna tóku íslendingar ARB loftlásunum fagnandi svo ekki sé dýpra tekið árinni. Bak við þá sögu er reyndar önnur og heldur dapurlegri því að ARB loftlásar voru um árabil smíðaðir af fágætu metnaðarleysi og vanrækslu sem olli því að drif sem þeir voru settir í hrundu umvörpum með tilheyrandi kostnaði, leiðindum og veseni. Á tímabili var staðan þannig með loftlásana að maður reyndi ekki að setja þá í hásingar og stilla inn drifhlutfall á þá án þess að byrja á því að mæla þá með klukku og rannsaka í bak og fyrir. Þessir lásar voru með stýringar sem voru allt of rúmar og stundum þannig að fríbil milli kambs og pinions var mjög misjafnt eftir því hvar var í hringnum. Þessar lausu stýringar ollu því líka að boltarnir sem héldu lásunum saman losnuðu með tilheyrandi skemmtilegheitum. Afskaplega verkstæðisvænn búnaður.
Undirritaður smíðaði willys jeppa frá grunni og setti í hann 12 bolta GM að aftan með loftlás – eftir að hafa beygt Scout dana 44 afturhásinguna í drasl og snúið í sundur öxlana í henni. Þessi ARB lás var rammskakkur nýr úr kassanum og áður en hann var tekinn til notkunnar þurfti að sjóða með pottvír á stýringarnar og renna þær upp á nýtt til þess að fá einhvert vit í innstillinguna á drifinu. Það dugði til að lásinn hékk saman og drifhlutfallið tók eðlilega. En, þessi willys var með mótor – illu heilli fyrir ARB ruslið- sem olli því að nokkru síðar var læsingin alveg gjörsamlega í döðlum. Mismunadrifshjólin rifu sig á boltunum [öxlunum] og sneru þeim þar með, sem aftur olli því að pípusplittin sem halda þeim föstum brotnuðu. Í kjölfarið gengu síðan boltarnir út úr læsingunni og inn í kambinn sem þeir átu niður þar til allt var komið í einn graut.
Vissar týpur af loftlásum hafa þó staðið sig betur en aðrar. Dana44 og 60 lásarnir hafa gert það nokkuð gott. 3. millihjóla ARB lásarnir sem eru fyrir splittun inni í drifi eru algert sorp. 12- bolta GM, 8,8 Ford osfrv. Ef menn rekast á þessa lása á förnum vegi ber að meðhöndla þá sem spilliefni og farga þeim á viðeigandi hátt í næsta brotajárnsgám. Það er vissulega erfitt þar sem talsvert er til af fólki sem vill borga peninga fyrir þá.
Detroit locker/no-spin er ekki tregðulás og læsir ekki fyrir hugarástand ökumanns. Hann bara virkar. Eldri útgáfur minntu bílstjórana reglulega á sig með háværum smellum – síðari útgáfur virðast ekki gera þetta. Þær virka eins og sveppirnir. Best geymdar í myrkri og fóðraðar á skít! Maður skutlar þeim í drifin og gleymir þeim – og þær skila sínu hlutverki svikalaust.
15.12.2009 at 08:18 #671240
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tek síðan undir með Guðna að það væri hreint fyrirtak að efna til snjótorfæru fyrir jeppa. Virkilega kominn tími til að endurvekja það og alveg endilega undir merkjum 4×4.
15.12.2009 at 09:32 #671242NO-spin eða Detroit locker.
Ég hélt alltaf að hann virkaði þannig að hann leyfir hvorugu dekkinu að snúast hægar en kamburinn, en leyfir öðru dekkinu að snúast hraðar (aflæsir því). Hann er því alltaf læstur nema í beygjum, þá leyfir hann ytra dekkinu að snúast hraðar. Þetta er því í raun ekki læsing heldur aflæsing
Eða veð ég í villu?Síðari tíma ARB læsingar virðast nú bara vikra vel. Eru í örðum hverjum jeppa núna og ekki heyrir maður nú mikið um kvartanir yfir þeim.
Rúnar.
15.12.2009 at 09:52 #671244Ég get nú ekki tekið undir með þær hallmælingar sem koma fram á ARB lásana hérna. Það kann þó vel að vera að einhverntíma í fyrndinni hafi þetta ekki virkað – það þekki ég ekki.
En það fóru ARB lásar í Fordinn hjá mér strax í byrjun og núna fimm árum og 65.000 km síðar eru þeir enþá á sínum stað og hafa aldrei svikið…. Og gera bara eins og Siggi segir – fara af eða á allt eftir beiðni….
En ég, líkt og Rúnar hélt einmitt að NO-Spin virkaði eins og hann lýsir. Þess vegna hefur mér þótt þetta óspennandi búnaður í hálku og svo hef ég heyrt talað um að bílar með slíkan búnað eyða meira vegna aukinar tregðu í drifrás og slíti framhjólum meira ? eða er það þvæla ?
Benni
15.12.2009 at 10:48 #671246Þess má einnig geta, að þrátt fyrir aðrar yfirlysingar á bjórkvöldum og örðum góðum stundum, þá er Benni búinn að brjóta flest allt annað í hásingunum en læsingarnar
Kveðja
Litli óþverinn.
16.12.2009 at 02:23 #671248Þvílíkt bull í þessum spjall þræði menn steypa og steypa eins og þeir fái borgað fyrir.
kveðja Túri.
16.12.2009 at 12:35 #671250og nú hefur þú tekið þátt í sandkassaleiknum, til hamingju
17.12.2009 at 03:44 #671252Ég mundi amk ekki sjóða að framan.
Kv. Kalli
17.12.2009 at 07:47 #671254Sælir félagar smá steypa í lokinn, þá er búið að sjóða á framan en hjólin eru bara föst og bíllinn vill ekki fara af stað. Hann er alveg svaka góður að aftan og hjólin snúast á fullu og ætlaði afturendinn bara að fara fram úr framendanum það verður gaman í snjónum sem kemur væntanlega sem jólagjöf til okkar á Sigló um næstu helgi gleðileg jól allir saman kveðja trölli_1
17.12.2009 at 14:15 #671256Já Guðni sennilega hefur verið farið eftir því hvernig þetta er gert á þessari mynd.
[img:1b2ghz7n]http://4.bp.blogspot.com/_dsuvwqZD4rk/SaWL6X8PvSI/AAAAAAAAA3g/XMyhgV4-4vc/s400/Welded-Differential.jpg[/img:1b2ghz7n]
17.12.2009 at 17:30 #671258HEHE, þessi hefur verið að reykja eitthvað sterkt!!! =)
17.12.2009 at 18:02 #671260aaaaðeins misskilið þetta þessi gaur HEHE
17.12.2009 at 18:57 #671262Þú segist vera með "leiktæki" þá ertu væntanlega ekki mikið á rúntinum um bæinn.
Ég er sjálfur á ´92 model af hilux með soðið framdirif og finns ekkert að því. Þetta gerir gæfu muninn í akstri í snjó þar sem hann er alveg ólæstur að aftan hjá mér.
Ég lenti í því að brjóta framdirifið áður en ég sauð það og ég fann hvergi nýtt drif svo ég endaði á að sjóða það og virkar fínt. Það truflar mig alrei að keyra í hálku í afturdrifinu.
17.12.2009 at 21:02 #671264þetta er alvöru suða ha ha gaman að þessu maður getur jú ruglast á þessu öllu amperköturinn er eitthvað slakur og sílsapumpan er hætt að virka en gamli hilux keyrir fínt var að prufa hann í dag. Fínn með kreppulæsingunni. Nú á ég handa þeim sem vantar 2 köggla með 4:56 hlutföllum og diskalás. Fínt fyrir þá sem eru með stóruvélarnar jóla kveðja trölli_1
17.12.2009 at 23:11 #671266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef svosem upplifað brotið 12bolta ARB drif. Svo kom uppfærsla sem átti að bjarga því, veit ekki hversu vel það gekk þannig séð en það brotnaði ekki svo ég myndi eftir.
Það er allavega algert vesen fyrir driflæsingahönnuði að þurfa að eiga inni fyrir C-splittum inni við miðju. Svo mikið er víst og er ekki til framdráttar.
Ég er að verða nógu gamall (32!!! krakki!!) til að bera virðingu fyrir No-Spin og kostum þess. Samt hef ég ekki átt bíl með þannig búnaði….vonandi bætist úr því fljótlega. Vesenis-búnaður er bara eitthvað sem ég nenni ekki lengur að hugsa um.
kkv
Grímur
09.04.2010 at 23:50 #671268Skemmtileg lesning um diskalása á ferðinni hér fyrr í þessum forna þræði. Þar er þó reyndar minnst á Powerlock diskalása en ég var einmitt að reyna Broncoinn um daginn í fyrsta sinn með slíkum búnaði með nýjum diskum. Fyrir 1700 kg bíl á 33", fjandi gott. Fann ekki annað en að hann læsti að framan þegar á reyndi. Lumar ekki einhver á No spin eða sambærilegu fyrir 9" 28 rillu? Á ekki annað en Trac Lock, reyndar með nýjum diskum, en ég held að það reynist ekki jafn vel og Powerlock. Gæti þó munað um það..
Hjörleifur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.