Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafsoðið framdrif
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2009 at 17:34 #209085
sælir félagar er með 1988 model Toyota Hilux dobulab leikfang bensín og er að setja í hann 5:70 drif hann verður á 35 til 36″ dekkum og 10″ breiðum felgum hafa menn reynslu á að rafsjóða mismunadrifið í framhásingunni eða hvernig er að vera með diskalás aftan og framan hafa menn prufað diskalás að framan hef heyrt að það sé vont að vera með þá að framan og að það sé betra að vera með þetta rafsoðið. Bíllinn er ekki nema 1430kg tómur kveðja trölli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2009 at 17:54 #671190
Ég myndi alls ekki sjóða mismunadrifið að framan vegna þess að það útilokar möguleikan á að keyra bílinn í framdrifinu í hálku.
Ég hef sjálfur verið á bílum með soðið drif og það angraði mig mun minna að vera með soðið að aftan en að framan.
Svona míll eins og þinn þars alveg á því að halda að hafa möguleikann á framdrifinu í hálku og að ætla að nota þá mara aðra lokuna er ekki að gera sig því að þá leitar bíllinn alltaf undan lokunni þ.e. ef þú ert með hægri lokuna á þá leitar hann til vinstri.
Drífðu frekar aðeins minna þangað til að þú hefur efni á læsingu.
12.12.2009 at 17:55 #671192Það er alls ekki slæmt að vera með diskalás að framan það er varla að maður finni fyrir honum.
En rafsoðið að framan er eitthvað sem þú verður vel var við og gerir að verkum að þú verður að fara út og taka alltaf úr lokunum þegar komið er á autt allavega annari.Þú beygir ekki á malbiki með með soðið framdrif á flestum bílum.
12.12.2009 at 20:04 #671194ég er búinn að vera með soðið framdrif í tja… sirka 9 ár núna. Það skiptir mjög miklu máli að vera með læst að framan.. meira en að aftan.
ég nota framdrifið mjög takmarkað, ekki nema það sé það brjáluð hálka að ég þori ekki hraðar en 60 – 70 hehe.
Annars nota ég bara afturdrifið og keyri aðeins hægar.
Það er nauðsynlegt að mínu mati að vera með helst framdrifið eða afturdrifið 100% læst, til að losa sig úr hörðusut festunum.
Diskalás er betri í almennum akstri, en soðið er allt í lagi þar sem þú ert með lokur og þú drífur meira á soðnu…… það er rétt að það er vonlaust að nota þetta á malbiki í framdrifinu, beygir illa og setur svaka álag á krossa og þvíeinlíkt.
k kv
Gunnar ingi
12.12.2009 at 20:37 #671196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að þeim fjármunum sem er varið í að kaupa driflæsingu númer 2 sé -almennt séð- fremur illa varið. Ein 100% læsing dugar í flest og gerir talsvert gagn og það má vel vera rétt hjá Gunnari Inga hér ofar að hún sé betur komin að framan en að aftan.
Vandinn við diskalásana er að þeir halda ekki nægilega fyrir stór dekk til að skila þessu hlutverki. Í mörgum tilvikum verður niðurstaðan sú að það eina sem þeir gera er að vera til bölvunnar í hálku en svíkja síðan þegar reynir meira á. Á þessu eru samt til einhverjar undantekningar, þetta er ekki alveg klippt og skorið. Í den var t.d til læsing sem hét Power Lock og var þeirrar náttúru að öxlarnir fyrir millihjólin í mismunadrifinu sátu í V-laga raufum og við átak þá ultu þeir til og juku þrýstinginn á diskana. Þessi lás kom original í Scout og einhverjum Willysum og virkaði. Á hinn bóginn er síðan hellingur af diskalásum sem læsa eingöngu fyrir þrýstiátakið sem kemur frá skátenntum mismunadrifshjólunum og pressar á diskana – ég hef aldrei vitað til að þeir geri neitt fyrir bíla á stærri hjólum.
Einhverra hluta vegna virðast íslenskir jeppamenn hafa hafnað no-spin. Það skil ég ekki, ef ég ætti svona sætan hilux þá færi no-spin í afturendann á honum og málið dautt.
*viðbót*
powerlock er greinilega framleitt enn – sjá hér t.d
http://www.nitro-gear.com/positractions/
[img:28c3xqsd]http://nitroga.squarespace.com/storage/products/Powerlock.png[/img:28c3xqsd]
13.12.2009 at 01:47 #671198Þarna er ég einmitt sammála og undrandi líka með No spinið alveg ótrúlegt að það sé ekki vinsælla en það er.
Hef sjálfur notað svoleiðis mikið og fullyrði að betri lás er ekki til bara einfaldlega virkar alltaf.
Ekkert vesen það læsir alltaf strax og þú gefur í og opnast um leið og þú slærð af alltaf.
Kosturinn fram yfir soðið framdrif er að þegar þú tekur úr framdrifinu er enginn lás virkur það þarf nefninlega átak frá pinjón til að læsa.
Svo með power lock hef líka notað svoleiðis og er sáttur með virknina gerir reyndar lítið þegar maður er að hjakka og svoleiðis en mökkvirkar þegar maður gefur í ss. læsir þegar annað hjólið er farið að snúast hraðar en hitt.
Svo er auðvitað hægt að leggja undir svona diskalás og gera hann nánast massívan en það er önnur saga.
Ég var með soðið framdrif í Patrol í nokkur ár og líkaði vel nema að þurfa alltaf að fara út að taka úr lokunum þegar maður kom á malbikið/mölina.
13.12.2009 at 05:05 #671200Já ég segi það með ykkur, No-spin er mátturinn og dýrðin hallelúja og amen. Ég held satt að segja að flestir þeir sem hallmæla slíkum búnað hafi enga reynslu af honum. Ég er með No-spin í afturhásingunni í mínum Wrangler og dettur ekki í hug að skipta því út. Ég er nú með tiltölulega öflugan mótor og nenni hreinlega ekki að standa í því í hvert skipti sem á að hreyfa eitthvað við fótstiginu þarna hægra megin að slá einhverjum lás inn svo ég spóli nú ekki á öðru hjólinu. Allt tal um að þetta sé slæmt í hálku blæs ég síðan á af aleflil, annars vegar þá dugir fínt að vera í framdrifinu og auk þess þá er afskaplega vænlegt að slá af í beygjum og ekki gefa aftur í fyrr en aftur er komið á beinan kafla. Ef þetta er gert þá er afskaplega ólíkegt að no-spin verði til vandræða en auðvitað er hægt að klúðra öllu og skal þá haft í huga að árinni kennir illur ræðari. Hvað varðar Power-lock hins vegar þá er mín skoðun að það sé bölvað drasl en það gæti ef til vill litast svolítið af því að hægri fóturinn á mér átti drjúgan þátt í að brjóta slíkt apparat hér um árið ásamt drifinu sem þar fylgdi með.
13.12.2009 at 11:21 #671202No spin er að fara í að framan hjá mér ég mun þá líklegast lofa þennan búnað eftir veturinn…. í rauninni einfaldur búnaður gefa í 100% læst slá af opið. Getur ekki klikkað hehe..
En annars mæli ég með truetrach sem flytur afl til hjólsins sem er að missa grip en utan þess finnur maður ekkert fyrir því í framdrifi né aftur.
Þú getur lesið allt um lása og kosti/galla þeirra á Jeppasíðu Guðmundar Jónssonar http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/drifgr/lasindex.htm
k kv
Gunnar,
Wrangler verðandi 44"
13.12.2009 at 11:40 #671204Sælir ég er með no-spin að aftan og lock right framan á toyotu 4runner og get ekkert kvartað undan drifgetu eða öðru bara muna að vera mjúkur á gjöfinni í beygjum. Ég er svo á leiðinni að setja hásinguna undir að framan og verð þá með true track í henni sem virkar mjög svipaar og lock rihgt
13.12.2009 at 14:58 #671206sælir félagar gott að fá álit ykkar. Bíllinn er ætlaður sem leikfang. Ég á eina tvo félaga sem eru með raflása í Toyota dobulcab 91 módel báðir með bilaða rafmótora og hafa þeir læst þeim handvirkt á haustin og keyrt á þeim allan veturinn jafnt á auðu sem í hálku og snjó og ekkert hefur gefið sig eftir nokkrar vetur. Það er spurning að rafsjóða þann litla að aftan og hafa diskalásinn í að framan. Ég á tvo diskalása en hef heyrt eins og áður sagði að þeir væru vondir í akstri að framan en af því hef ég enga reynslu og veit ekki hvort það sé rétt. Ég hef verið að leita eftir <nospin var með það í gamladaga í öflugum 8cyl bílum án teljandi erfiðleika þó komu annarslagið mikil skot frá þeim er þeir losuðu um einhverskonar þvingun eða spennu. Svo það er spurning rafsoðið að framan og disklás að aftan eða diskalás að framan og rafsoðið aða aftan eða þriðji kosturinn diskalásar aftan og framan
13.12.2009 at 18:06 #671208No-Spin að framan og aftan eða bara að aftan, svona gamall hilux er svo léttur að framlásinn er bara bónus til að geta sagt frá honum. Ég var á svona díselbíl í den sem var máttlausari en andskotinn en hann dreif samt allt og aðeins meira til. Mönnun þótti það stundum pirrandi að vera búin að sigrast á einhverjum ófærum og svo kom eftir smá stund rauður dísel hilux og jafnaði metin.
36" og 12" felgur eru málið ef þú ætlar ekki á 38", í mínu tilfelli var mynstursdýpt aukaatriði og fúi í hliðum var bara kærkomin hjálp í úrhleypingum, svona náttúrulegur úrhleypibúnaður.
13.12.2009 at 22:07 #671210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já Stebbi menn komast nú yfirleitt í förunum á minni dekkjunum 😉
Alltaf jafnfyndið að lesa þessi komment….. ég kemst allt á litlu dekkjunum og þarf ekki stór dekk……….
furðulegt að menn séu að fá sér stærri dekk alveg stórfurðulegt ef það gerir ekkert gagn.
13.12.2009 at 22:17 #671212[quote="brjotur":2hk6xgxs]já Stebbi menn komast nú yfirleitt í förunum á minni dekkjunum 😉
Alltaf jafnfyndið að lesa þessi komment….. ég kemst allt á litlu dekkjunum og þarf ekki stór dekk……….
furðulegt að menn séu að fá sér stærri dekk alveg stórfurðulegt ef það gerir ekkert gagn.[/quote:2hk6xgxs]Ææææjjii þú er svo sorglegt grey Helgi, hvernig fékstu það út að ég færi alltaf í förin, ertu miðill ?
Ég er ekki og verð ekki faramaður, en ég kanski umfram þig lærði að keyra á sínum tíma og þurfti þarafleiðandi ekki að stækka dekkin svo mikið.
13.12.2009 at 23:20 #671214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Haha akkúrat viðbrögðin sem ég átti von á menn verða alltaf svona sárir þegar sannleikurinn kemur fram en fyrst
þú vilt skíkast þá held ég að þú hafir bara ekki ráð á meira breyttum bíl og þessvegna segist þú komast allt og meira til á þínum litlu dekkjum hehehe, en ég skal koma með þér hvenær sem er og fara allt í afturdrifinu sem þú þarft 4×4 til að komast og þá skulum við sjá hvor er sorglegt grey, og keyrslureynsla haha ég ólst upp á dráttarvélum svo ég held að þú kennir mér ekki neitt og hafðu það gamli sérvitringur
13.12.2009 at 23:57 #671216Sæll
Átti einu sinni willys sem var soðinn að framan og með nospin að aftan og það var ömurlegt að keyra hann nema þá kanski beint áfram en öfugt við þá félaga Helga og Stefán þá kann ég ekkert að keyra jeppa en þetta er sjálfsagt fint á fjöllum;)
Kveðja Hjalli
14.12.2009 at 00:19 #671218[quote="brjotur":1j1mdma0]haha ég ólst upp á dráttarvélum svo ég held að þú kennir mér ekki neitt[/quote:1j1mdma0]
Gott að sjá að þú hefur haldið þig við dráttarvélarnar síðan.
14.12.2009 at 00:45 #671220rólegir drengir heilt yfir drífa allir svipað eða þannig. Til að skera úr um það væri best að setja upp keppni í snjóakstri. Skipta jeppum í flokka eftir dekka stærð og hafa gaman af. Ég man eftir svona keppni í gamla daga. Þar var td. Fjalli á sínum Bronco og að mig minnir svarti S-10 Blaserinn með 3,8 blover vélinni og fleiri góðir jeppar. Væri gaman að heyra frá einhverjum sem var þarna á þeim tíma og gæti sagt okkur frá þessari keppni. Sem sagt keppa td. í snjótorfærum td á Lágheiði en þar er alltaf mikill snjór og hægt að fá snjótroðara til að gera brautir skurði hóla hliðarhalla og skarir sem dæmi. Setja upp ratþrautir í leiðinni svo sem finna hluti eftir GPS. koma dekki á felgu. Spil þrautir. Losa fastan bíl. Nota skyndihjálp og bjarga manni úr bíl og sitthvað fleira væri hægt að nota í svona keppnir og líkja eftir aðstæðum sem koma upp á fjöllum. Jafnvel grilla læri á pústgreininni.
Sem sagt þetta væri hin árlega snjótorfæra á Lágheiði þar sem menn geta séð hverjir eru bestu ökumennirnir og hvaða bílar drífa mest
kveðja trölli
14.12.2009 at 01:03 #671222átti 36" hilux í mörg ár, soðinn að framan og nospin að aftan…. alger f. snilld…..
tók úr annari lokunni þegar ég var ekki að nota frammdrifið og keirði bílinn þannig ef það var hálka, reif svoldið í þegar maður skifti um gíra en ekkert sem skifti máli ef maður vissi af því. setti í báðar lokunar ef hálkan var nógu mikil. en það skifti máli hvora lokuna maður tók úr sambandi, minnir að ég hafi tekið hægri öxulinn út, alltaf jafn ógeðslega gaman þegar maður fór út til að setja í hina lokuna, og menn héldu að ég hefði virkilega komist þetta langt í afturdrifinu, en bottom line, dreif allt og klikkaði aldrei.en diskalás hef líka verið með 1 eða 2 svoleiðis og hefur það í bæði skiptin verið slys…
fyndið samt, helgi og stebbi. ég hef farið með ykkur báðum á fjöll og þið voruð báðir í förunum eftir mig allann tímann ;)… Nei ég get ekki logið svona, helgi greip tækifærið þegar ég stoppaði til að míga og stakk mig af…
14.12.2009 at 02:04 #671224
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já mikið rétt Guðni og ég veit fyrir víst að eitt akstursíþróttafélag hefur áhuga á að halda svoleiðis mót í vetur.
Og gamli já held mig við traktorinn frekar en ofvaxin folksbíl
14.12.2009 at 19:56 #671226Helgi og Stefán, viljði gera það fyrir okkur sem nennum ekki óþroskðum sandkassaleik að fara á l2c eða álíka lágkúruleg spjöll og rífast einsog smábörn þar. Kaldhæðni skilar sér illa í gegnum skrifaðan texta ef það er málið.
Takk fyrir pent.
14.12.2009 at 20:32 #671228Fyrirgefðu Elli en maður verður pirraður þegar það sem maður skrifar í góðri trú um að vera hjálplegur þeim sem spyr í upphafi er viljandi misskilið og kryddað með ímyndun og minnimáttarkend til þess eins að koma svona löguðu af stað. Sumir eru því miður duglegri við það en aðrir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.