This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú hefur rafskautaverksmiðjan á Katanesi fengið grænt ljós frá Umhverfisráðuneyti. Þessi verksmiðja á að framleiða skaut úr innfluttum efnum, koks og biki og eru þau síðan bökuð í ofni sem notar olíu. Við þetta myndast mikið af lífrænum úrgangsefnum sem eru brennd með brennara og aftur er notuð olía. Ofnin á að nota 22.000.000 kg af olíu og brennarin ca 17.000.000 kg af olíu og skildum úrgangsefnum og myndar þetta um 125.000 tonn af CO2 á ári.
Nú hefur vor ríkisstjórn skrifað undir Kyoto sáttmála sem aftur útvegar okkur kvóta á CO2 losun. Ekki verður séð að þessi aukna losun rúmist inni í okkar kvóta og ekki fellur þessi losun inn í stóriðju undanþáguákvæðið. Þegar svo stjórnvöld vakna og sjá að Íslendingar losa of mikið af CO2, hvað er þá gert? Auðvitað er þá settur svokallaður grænn skattur á allt eldsneiti og við látnir borga brúsann. Tel ég víst að Katanesmenn viti af þessu og geri allt til að fá undanþágu frá slíkum sköttum fyrirfram. Fjármálaráðuneitið gaf út skýrslu sem hetir „þjóðhagsleg áhrif rafskautverksmiðju í Katanesi“ og var ekki minnst á þetta. Tel ég þetta skipta okkur miklu mála og ekki má rasa fram í slíku.
Ferðakevðja Dagur
You must be logged in to reply to this topic.