Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › rafmagnsviftur vantar ráð
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.03.2003 at 08:12 #192371
Anonymouség er var að spá í að setja 2 rafmagnsviftur í toyotu d cap og fjarlægja spaðan hafa aðra viftuna á hitasensor og hina á rofa eða báðar á rofa svo var ég að spá í gasi á 2,4 diselinn getur einhver sagt mér hvar fæ ég svona rafmagnsviftur ódýrt og einhver ráð með gasið?? eru einhverjir með góð ráð? fyrir mig? svo vil ég biðjast afsökunar á mínum skrifum undanfarið ég þurfti að telja meira en upp á 10
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2003 at 08:46 #471074
Góðan daginn Flippi.
Nú er spurning að slá tvær flugur í einu höggi….! Ég hef akkúrat ekkert vit á gasi til að tjúnna mótora. Svo vantar þig viftur…!
Ég myndi tala við Jamil á partasölunni við Rauðavatn. Hann á örugglega til allan fjandann til að selja þér. Einnig var sá ágæti maður að keppa í torfærunni fyrir nokkrum árum síðan og veit örugglega eitt og annað er kemur að gas málum. Kannski á hann eitthvað til í pokahorninu.
Kv
Palli.Gott hjá þér það sem þú nefnir í síðustu setningunni.
P
19.03.2003 at 09:35 #471076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er örugglega góð hugmynd að setja rafmagnsviftur á tækið og þú getur örugglega fengið þær víða á partasölum, valið bara eitthvað sem hentar. Ef þú tekur reimdrifnu viftuna er örugglega betra að hafa aðra þeirra á hitasensor og hina á rofa til að nota við extra álag.
Um gasið veit ég ekkert en það var þráður um þetta fyrir einhverju síðan:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=390
Kv – Skúli
19.03.2003 at 10:08 #471078Passaðu þig á að spara ekki of mikið við þig í viftumálunum svo þú sitjir ekki uppi með eitthvað sem bilar eða virkar ekki þegar á reynir. Það ku víst skipta soldlu máli að kælingin virki. Þetta hefur verið gert það mikið í gegnum tíðina að það hljóta að vera einhverjir hér á spjallinu sem geta ráðlagt um hvernig best er að búa um hnútana.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 11:32 #471080Ég mæli ekki með rafmagnsviftum ef þú getur notað viftuspaðann. Rafmagnsviftur ná ekki að dæla sama loftmagni og góður viftuspaði með trekt gerir, sérstaklega ekki þegar keyrt er með mikinn vind í bakið. Vélin framleiðir alveg ótrúlegan hita við að puða í þungu færi og góður blástur í gegnum vatnskassann er nauðsynlegur við þær aðstæður.
Eina ástæðan fyrir því að ég er með rafmagnsviftur er að vélin er svo neðarlega að viftuspaði næði ekki einu sinni upp á hálfan vatnskassa.
Kv.
Bjarni G.
19.03.2003 at 11:47 #471082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta getur samt verið gott með reimaviftunni og þá rofatengd. Ég hef lent í því í þungu færi og góðu veðri með rétt aðeins andvara í bakið að orginal viftan náði ekki að kæla nægjanlegt. Ég dró þá ályktun að hitakúplingin væri eitthvað að svíkja eða draga úr hraðanum á viftunni. Til bráðabirgða festi ég viftuna þannig að hún snýst alltaf, en þá eykst hvinurinn frá viftunni og þetta þyngir á vélinni (það er einhver ástæða fyrir því að þessar kúplingar eru settar í bílana). Rafmagnsvifta framan við kassan sem ég get kveikt á þegar mér finnst henta er eitthvað sem hefur því verið á áætlun.
Kv – Skúli
19.03.2003 at 12:00 #471084ég hef lent í þessu áð orginal viftan nái ekki að kæla
nóg. ég fékk mér 15" viftu í bílanaust sem getur blásið í báðar áttir þeas verið bæði framan á kassanum eða aftan á
eftir þörfum. ég setti mína framaná og hafði rofatengdaalgjör snilld. kveiki bara ef mikið álag kemur, þrælvirkar
þetta kostaði eitthvað um 17-20.000 í bílanaust
kv
Pajero
19.03.2003 at 12:41 #471086Ef þú mögulega getur haldið upphaflegu viftunni skaltu gera það. Hárétt hjá ýktum að slíkar græjur dæla miklu miðað við hefðbundna rafmagnsviftur. Ég lít á rafmagnsviftur sem viðbót skorti á kælingu.
19.03.2003 at 12:53 #471088Eitt sem ég held að menn séu að flaska doltið á er að þegar bílar eru bodýhækkaðir þá eru orginal hlífarnar í kringum viftuna oft fjarlægðar (enda fyrir). Þessar hlífar hafa hinsvegar tilgang, og hann er ekki að hindra að þú slasir þig á viftunni (reyndar líka til þess). Aðaltilgangurinn er að neyða viftuna til að draga allt loftið sem hún blæs frá sér, í gegnum vatnskassann, en ekki meðfram honum.
Ég myndi giska á að ef hlífin er fjarlægð á meðal bíl (vifta ca 5cm frá kassa), þá minnki kæligeta viftunar um helming eða svo..! Ef fjarlægðin er eitthvað mikið lengri, þá eiginlega bara hættir hún að virka. Loftið streymir að viftunni auðveldustu leið, lika frá hliðunum (og að draga loft í gegnum vatnskassan er ekki endilega auðveldasta leiðin).
Vifta myndar töluvert langan loftstraum aftur af sér, en mjög lítinn loftstraum fyrir framan sig, nema hún sé inn í stokk.
Rúnar.
19.03.2003 at 13:14 #471090
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir lýst vel á þarna með viftuna sem hægt er að fá í bílanaust sem virkar í báðar áttir svo var það annað strákar er eitthvað gagn í því að skrúfa pínu upp olíuverkið á túrbínulausum disel? ef svo hvar er þessi skrúfa? kv flippi
19.03.2003 at 13:33 #471092Almennt ætti það ekki að virka neitt að skrúfa upp olíverkið á túrbó lausum bíl, nema til að fá meiri svartann reik. Nema þá að vélin sé einhverra hluta vegna svelt af olíu. Til að auka olía gefi meira afl þarf líka meira loft, þetta snýst allt um hlutfall lofts og eldsneitis.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 13:40 #471094
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
oki takk ætlaði bara að kanna það öll ráð vel þeigin;)
19.03.2003 at 18:27 #471096
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með að hafa viftu beggja vegna vatnskassans er að mínu mati skynsamleg lausn. Hinsvegar er ég með bensínbíl sem átti til að hitna um of en lausnin á því var sú að þegar ég lét skipta um element þá setti hann óspurður reyndar 2falt í staðin fyrir 1falt element. Síðan hef ég getað keyrt t.d. Óseyrarfjöruna á heitum sumardegi sem er mikið hitaálag fyrir hitakerfi vélarinnar án þess að vélin hitnaði nokkuð umfram eðlilegann vinnslu hita.
Hinsvegar myndi ég setja hitanema sem er rofi og láta hann virka inn á rafmagnsviftu OG gaumljós inn í mælaborði til að minna þig á að vélin er að hita sig um of. Ef þú vilt aðra viftu á annað borð.
Það er ekki óvitlaust að hafa bæði rafmagns og reimaviftu ef annað kerfið skyldi klikka, slitna reim eða brenna altarnetor. Þá t.d. gæti orðið mikil eftirsjá í rafmagni í kæliviftu.
Kv Isan
19.03.2003 at 18:39 #471098
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Flippi,
Kunningi minn tjúnaði upp olíverkið á "ekki turbo" bíl og það virkaði, en hann er með sverara púst……
kveðja
R-2682
19.03.2003 at 23:21 #471100
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er með 2og hálfstommu púst og opinn kút semsagt ef ég skrúfa smá upp í olíuverkinu hefur það þá eitthvað að seigja? og hvar er það gert?? tek það framm að 2,4 diselinn minn er ekki með túrbinu kv flippi
20.03.2003 at 01:06 #471102Láttu olíuverkið eiga sig. Þú verður aldrei ánægður og þetta veldur manni bara vonbrigðum á meðan maður er að fikta í þessu og finna rétta stillingu. Þú græðir ekkert annað en svartan reyk og meiri olíueyðslu. Ég reyndi þetta einu sinni og endaði með því eftir mikið streð að hafa hann á original stillinguni því þá gengur hann réttan hægagang og eyðir eðlilega.
Ef þú vilt fá meiri kraft í bílinn þá skaltu fá þér túrbínu á hann eða turbo vél. Það er dýrt en það skilar sér best og þá geturðu notað gas á hann og skrúfað upp olíuflæðið.Þetta hollráð var jafn frítt eins og þessi vefsíða og kom ekki frá félagsmanni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.