This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Sveinsson 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég er með Patrol ’95.
Stöðuljósin á honum slógu fyrst alltaf út örygginu en núna eru þau hætt því en það kviknar samt ekki á þeim. Þess vegna langaði mig að vita hvort einhver vissi hvar ég fyndi relayið sem stjórnar þeim.Snúningshraðamælirinn minn er líka í einhverju rugli, hann hreifist ekki eðlilega heldur fer hann alltaf upp um 1-2 þús snúninga og lækkar ekkert heldur fer áfram upp í þrepum þangað til að hann er kominn í botn og hengur þar þar til drepið er á.
Einhvers staðar heyrði ég að mælirinn væri tengdur við glóðarkertastjórn-unitið og mundi þá að fyrri eigandi hafði minnst á að hann héldi að glóðarkerti væru eitthvað slöpp því hann væri stundum seinn í gang. Kannast einhver við þetta, s.s hvort þetta gæti verið sama vandamálið, og þá eitthvað vesen á stjórnbúnaðinum fyrir glóðarkertið eða dettur mönnum eitthvað annað í hug(fyrri eigandi var búinn að skifta um skynjarann og mælinn)Að lokum veit einhver hvar ég get fengið stjórnrelay-ið fyrir dagljósabúnaðinn?
kv Kjartan Óli
You must be logged in to reply to this topic.