This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Helgason 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
daginn
Ég er í vandræðum með rafmagn í hiluxnum mínum. Hann er 1991 díesel bíll.
Þannig er mál með vexti að hann sprengir alltaf öryggið á parkljósunum, þannig að það er sem sagt útleiðsla einhversstaðar í stöðuljósadótinu. Þetta er þannig búið að parkljós, afturljós, númeraljós og lýsing í mælaborði eru á þessu öryggi, svo það er allt dautt.Ég er búinn að aftengja allar perur og tengi við öll þessi ljós, og aftengja kerrutengið. En sam leiðir þetta enn út.
Hefur einhver lent í svipuðu? Hvort það sé einhver sérstakur staður þar sem þessir vírar eiga það til að fara í sundur? Ég nenni ekki að fara með mælinn á þetta allt ef einhver hefur lent í því sama
takk
Baldur
Þ-455
You must be logged in to reply to this topic.