This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Loksins þegar verklok voru handan við hornið þá kom svoldið upp á með rafkerfið. Mælaborðið hætti að virka.
Við settum v6 bensín 4runner vél í hilux og þegar vélinni var startað og bíllinn prufukeyður í fyrsta sinn alveg strípaður þá virkaði mælaborðið.
Síðan þá er mikið búið að gerast og var ég að ganga frá aukabensínmæli og kláraði að setja mælaborðið saman og ekkert virkaði. Nú erum við búnir að rífa allt úr sambandi til að reyna finna út hvað er að valda þessu þannig að núna er bara í sambandi það sem þarf til að keyra vélina , og reyndar framljósin líka.
Það sem virkar í mælaborðinu eru öll gaumljós, t.d handbremsan á , hái geysli á osfr. Bensínmælir er fastur í botni en smurþrýstingsmælir virkar.
Eini bílarafvirkin sem við þekkjum er á kafi í vinnu þannig að mér datt í hug að athuga með ykkur hérna inni áður en við endum með bílinn hjá fagmönnum, nóg er þetta nú búið að kosta.
You must be logged in to reply to this topic.