FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Rafmagnsvandamál í Toy Hi-Runner

by Uni Hrafn Karlsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafmagnsvandamál í Toy Hi-Runner

This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.08.2009 at 23:26 #205756
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member

    Sælir.

    Loksins þegar verklok voru handan við hornið þá kom svoldið upp á með rafkerfið. Mælaborðið hætti að virka.

    Við settum v6 bensín 4runner vél í hilux og þegar vélinni var startað og bíllinn prufukeyður í fyrsta sinn alveg strípaður þá virkaði mælaborðið.

    Síðan þá er mikið búið að gerast og var ég að ganga frá aukabensínmæli og kláraði að setja mælaborðið saman og ekkert virkaði. Nú erum við búnir að rífa allt úr sambandi til að reyna finna út hvað er að valda þessu þannig að núna er bara í sambandi það sem þarf til að keyra vélina , og reyndar framljósin líka.

    Það sem virkar í mælaborðinu eru öll gaumljós, t.d handbremsan á , hái geysli á osfr. Bensínmælir er fastur í botni en smurþrýstingsmælir virkar.

    Eini bílarafvirkin sem við þekkjum er á kafi í vinnu þannig að mér datt í hug að athuga með ykkur hérna inni áður en við endum með bílinn hjá fagmönnum, nóg er þetta nú búið að kosta.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 13.08.2009 at 06:26 #653930
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Búinn að lyfta á boddíi með gúmmí á milli og vantar jörð í húsið ?

    Kv. Kalli





    13.08.2009 at 12:27 #653932
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Já ég er búinn að lyfta. Hvers vegna þarf að vera leiðni milli grindar og boddí?





    13.08.2009 at 12:28 #653934
    Profile photo of Guðni Þór Björgvinsson
    Guðni Þór Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 236

    Jörð er oft tekin bara útí bodýið og þá ríður á að bodýið sjálft sé vel jarðtengt.





    13.08.2009 at 12:31 #653936
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Prufa þetta í kveld.





    13.08.2009 at 22:24 #653938
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Breytti engu :(





    14.08.2009 at 12:13 #653940
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Nær alveg nógu góðri jörð í gegnum boddýboltana (búinn að prófa það oft..) Svo það ætti ekki að koma að sök nema einhverjir hafi farið hamförum á kítti eða mótorpúðum… Hehe.

    Ef bensínmælirinn situr fastur í botni er einhverstaðar plús inná mæli vírinn eða mælistikann í tankinum ónýt. (auðvelt að mæla það svosem með ohm mælingu á vírana að mælistiku)

    Getur verið að þú hafir gleymt einhverri jörð einhverstaðar eða tengin inná mælaborðið sé eitthvað skrítið? Ertu með 3Vezen víralúmið allt eða bara vélalúmið f. 3Vezen?

    kkv, Úlfr
    E-1851





    14.08.2009 at 14:03 #653942
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Ég er með allt rafkerfið úr runnernum. Þurfti að splæsa afturljósahlutan af hilux inn á runner rafkerfið því það er ekki nógu langt og já hentar ekki. En ég er búinn að taka það úr sambandi þannig að það á ekki að vera valda ruglingi.

    Annars hangir bensínmælirinn í botni jafnvel þótt snúran niður í tank sé ekki í sambandi.





    14.08.2009 at 14:07 #653944
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Til að vera aðeins nákvæmari þá rýkur bensínmælirinn í botn þegar svissað er á





    14.08.2009 at 14:46 #653946
    Profile photo of Freyr Gunnarsson
    Freyr Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 20

    Skemmtilegt vandamál og megi Guð hjálpa þér,ég er búinn að vera að glíma við að setja mælaborð úr 3l dísel í 4runner benzín og er ég búinn að eiga alltof margar yndislegar stundir að reyna að finna út úr þessu en það hafðist,það er plús og mínus sem fara inná flest alla mælana,og kemur inná mælaborðið á einum stað og er best að sjá hverjir það eru með því að reka sig eftir prentplötunni á mælaborðinu með ommæli þú sérð strax hvar plús og mínus er við hvern mælir rektu þig þaðan og finndu í hvaða plögg þeir fara í athugaðu svo hvort þú ert að fá + og mínus þangað.





    14.08.2009 at 14:46 #653948
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Hvar, nákvæmlega tekur þú hana úr sambandi? Við tankinn? Það gæti verið eitthvað vitlaust tengt inná mælaborðið. Hlítur eiginlega aðvera. Virkar snúningshraðamælirinn og hraðamælirinn og þetta ekki?

    ég er næstum því sannfærður að það er eitthvað vitlaust tengt við mælaborðið sjálft.





    14.08.2009 at 15:31 #653950
    Profile photo of Freyr Gunnarsson
    Freyr Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 20

    Hvar eru þið á landinu.





    14.08.2009 at 22:15 #653952
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Ulfr, bensínmælir,hraðamælir, snúmælir,voltmælir,baklýsing,hitamælir virkar ekki. Ég tek bensínmælinn úr sambandi undir bílstjórasætinu.

    Frazer, við erum í Kebblavík, langar þér að koma og klóra okkur í hausnum?





    14.08.2009 at 22:30 #653954
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hljómar rosalega jarðsambandsleysis-lega.

    Hvað með öryggi? Er örugglega 12V þar sem á að vera 12V?

    Bara aulagisk….væri alveg til í að renna yfir og kíkja á þetta ef ég má vera að um helgina(er í Vogunum)

    kkv

    Grímur





    14.08.2009 at 22:39 #653956
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Ég er úti á landi sjálfur en Uni bróðir er heima, númerið hans er 8565448





    15.08.2009 at 11:44 #653958
    Profile photo of Móses Helgi Halldórsson
    Móses Helgi Halldórsson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 8

    Sæll félagi
    Þetta hljómar kannski sem einfallt svar, en bensín mælirinn verður að passa við mótstöðuna, ertu búinn að breyta einhverju. Ertu búinn að tengja aðra gerð að mótstöðu við mælinn eða gera einhverjar aðrar gloríur. Þetta er í raun mjög einfallt, ef bensín mælirinn er alltaf í botni er rangt viðnám inná hann.

    Kv moha





    15.08.2009 at 15:58 #653960
    Profile photo of Freyr Gunnarsson
    Freyr Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 20

    Ég er í garðinum get örugglega kíkt á ykkur í vikuni er líka með alla bókina yfir rafmagnið í 4runner hvað er síminn hjá ykkur,kv Freysi





    18.08.2009 at 12:08 #653962
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Jæja nú eru komin 2 álit þess efnis að vélartölvan sé skemmd og valdi þessum ruglingi. Rafeindavirki sem lá yfir bílnum í 3 tíma og reyndur toyotu jeppa brasari fyrir austan. Erum að leita okkur að tölvu til að prófa.





    18.08.2009 at 17:21 #653964
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Er einhver hérna á SV horninu sem á 3vezen vélatölvu á lausu og er tilbúinn að lána okkur til að prófa?





    21.08.2009 at 12:13 #653966
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ekki man ég til þess að vélartölvan fylgist nokkuð með mælaborðinu af viti, held að meiraðsegja olíuþrýstismælarnir, og eldsneytismælirinn tengist tölvunni ekkert.

    Fékkstu tölvu til prófana og kom eitthvað útúr þessu?

    kkv, Úlfr





    21.08.2009 at 19:22 #653968
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Þetta var nú svo aulalegt sem orsakaði þetta að ég þori varla að segja frá því. Þegar ég ætlaði að stela plús og mínus úr mælaborða pluggi þá víxlaði ég þeim þegar ég lóðaði aftur saman.. – í + og öfugt. Þetta er búið að blasa við okkur í þær 2 vikur sem við erum búnir að klóra okkur í hausnum yfir þessu.

    En, þetta er allt komið í lag og bíllinn fer í skoðun í næstu viku :Þ





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.