This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Uni Hrafn Karlsson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Jæja, erum langt komnir með að setja hiluxinn okkar saman og erum í smá vandræðum með að tengja bensínmælin í aukatankinum.
Þetta er þannig sett upp hjá okkur að mælaborð og allt rafkerfi er úr 4runner. Við erum með 2x90lítra tanka og settum 4runner mælinn í aðaltankin og hilux mælin í aukatankin. Við breyttum mælunum og lengdum þá þannig að þeir myndu virka í stærri tönkum. Það var lítið mál að tengja 4runner mælin við 4runner rafkerfið.
En til að nota hilux mælin í aukatankin þá tók ég mælin úr mælaborðinu á hilux og græjaði hann þannig að hann passar í loftristina fyrir ofan útvarpið. En til að tengja þann mæli þar 3 víra, + – og síðan einn enn, f eða n, man ekki alveg hvað stendur aftan á mælinum. Núna koma bara 2 vírar úr tankinum. Þannig að við erum að pæla hvernig á nú að tengja þetta til að þetta virki.
Við settum líka annan rafgeymi sem vinnuljós og annað er tengt inn á, til þess að ljósin tæmi ekki aðalgeymin langaði okkur að setja einhverskonar relay sem hleypir ekki á milli geymana nema fá svisstraum. Eina sem ég finn til þessa brúks er hleðsludeilir og hann er svoldið mikið dýr. Mér hefur verði sagt að svona relay sé til en finn þetta hvergi.
You must be logged in to reply to this topic.