This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jólagjöfin mín í ár er bilaður bíll
Mér datt í hug að gá hvort einhver gæti gefið ráð, komið með hugmyndir etc….
Þetta byrjaði á því að snúningshraðamælirinn tók tryllu – gaf því enga sérstaka athygli, enda er hraðamælirinn búinn að vera upp og niður – og þegar hinn byrjaði þá hugsaði ég með mér „klassískt patrol vesin – hélt ég slyppi“.
Þegar ég kem að bílnum eftir vinnudaginn þá loga öll rauðu aðvörunarljósin í mælaborðinu, án þess að það sé svissað á hann – allt normalt þegar ég set í gang.
Á leiðinni heim gerist það að þegar ég gef stefnuljós þá kviknar hleðsluljósið og voltmælirinn fer niður fyrir núll (Hazard ljósin virka eðlilega). Á leiðinni taka öll aðvörunar ljósin upp á því að blikka og láta öllum íllum látum. Þegar ég kem heim þá svissa ég svona á og af og er eitthvað að „hugsa“ um þetta … og eftir það hafa ljósin ekkert kviknað, mælar allir í núlli, utan að hleðsluljósið logar stöðugt. Mæling sýnir að bíllinn er ekkert að hlaða sig (setur kannski smotterí inn á geyminn þ.a. ég kem honum í gang – ennþá). Þessu til viðbótar þá er stöðugt víbríngshljóð frá forhitara relay-inu.
Hugmyndir ?
Hvaða verkstæði mælið þið með í svona ? Rafstilling er hætt að þjónusta bíla, eru bara á fullu í viðgerðum á búnaði.kv. Siggi
You must be logged in to reply to this topic.