Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafmagn í L200
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.12.2007 at 20:10 #201450
Sælir.
Eru einhverjir sem gætu reddað mér rafmagns teikningum yfir L-200 bílinn árgerð 1999
Ef svo er væri það alveg magnað.
Er í vandræðum með þurrkurnar og rafmagnið fyrir bakkljósarofa.
hjaltir@simnet.is
8954267
Hjalti R. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.12.2007 at 03:50 #607822
Hefur enginn þekkingu yfir þessar teikningar?????
OK allt í lagi en ef einhver hefur vitneskju hvar ég get keypt þær er það í flottu lagi:
Hef ekki bara efni á því að kaupa þær af Heklu þar sem hver eining kostar 4.000 +VASK
Kv. Hjalti.R.
http://www.hjaltir.com
27.12.2007 at 05:04 #607824Því miður get ég ekki hjálpað þér, en mér finnst þetta ekki vera Heklu hf. til framdráttar. Okkar "local" markaður byggist að miklu leyti á fólki sem vill geta fudið út úr svona málum á eigin spýtur. Ég hef heimildir fyrir því að Toyota menn hérna á klakanum hafi lagt töluverða vinnu í að græja upplýsingar á þannig form að hægt væri að selja þær á sanngjörnu verði til viðskiptavina (fyrir prentkostnaði plús álagningu). 4000 kall plús VSK fyrir hluta af rafkerfi finnst mér alls ekki í lagi, nema að þetta séu meira en 100 síður í A4, og þar af leiðandi trubleshooting guide sem getur verið mikils virði.
Athugaðu allavega hvað er átt við með "einingu", og hvað fylgir. Kannski er þetta í lagi.
Gott að muna að skólanemar í þessu landi eru að borga 10 til 15 kall per síðu af ljósrituðu eða prentuðu efni í okkar menntastofnunum, sem fellur nokkurn veginn til fyrir kostnaði.kv
Grímur
27.12.2007 at 12:15 #607826Veit ekki hvort þetta dugar en rakst á þetta við leit á Google http://www.onlinefreeebooks.net/automot … s-pdf.html
Ég er ekki búinn að skoða þetta.
kv. Valur
27.12.2007 at 12:46 #607828Eins og þetta er í t.d. toytum og fleiri bílum:
Er ekki bara rofi á skiptingunni og upp í öryggja- eða segulrofaboxið í húddi?
Myndi mæla með að reyna að leita að rofanum og mæla hann.
Rúðuþurrkumótorinn fær bara spennu frá öryggjaboxinu inní bíl og rofinn er bara í stýrinu og svo liggur frá honum gegnum hvalbakinn og uppí mótor. Minnir að þetta sé svona í langflestum bílum.
Mæli allavegana með því að rekja þetta svona með AVO mæli (Volt/viðnám).Getur bjallað í mig ef þú vilt fá einhverjar nánari upplýsingar um hvernig svona hlutir eru "oftast".
848-2317
kkv, Úlfr
27.12.2007 at 13:00 #607830Tengið fyrir hann er staðsett vinstramegin á kassanum frekar ofarlega. Svart tengi sem situr í festingu sem er boltuð á kassann. Ef ég man rétt þá er þetta einn auðveldasti rofinn að skipta um.
Taktu tengið úr sambandi og skammhleyptu hlutanum sem fer inn í bíl með svissað á bílinn. Ef það koma bakkljós þá er rofinn ónýtur.
27.12.2007 at 18:44 #607832Hefur einhver lent í draugagangi á parkljósum í Galloper?
Þau kvikna stundum bara alls ekki á mínum, en eru annars í fína lagi og hanga inni ef þau koma inn á annað borð.
Rafmagnsjukkið er út um allan bílinn finnst mér einhvern veginn, þó svo að þetta sé nú kannski ekki margbrotið. Grunar helst relay, en ég hef ekki grun um hvar það gæti verið staðsett, ekkert mál að skammhleypa framhjá relayi ef það finnst, og sér í lagi ef ljósunum þóknast að vera biluð þegar maður kemst í þetta…
Einhverjar reynslusögur? Það gæti sparað manni hellings rifrildi og rakningar ef svo er
kv
Grímur
27.12.2007 at 21:42 #607834Sælir.
Var búinn að ath. rofann og er hann í lagi einnig eru öll öryggi í lagi:
Bíst við að það sé í sundur einhverstaðar og ætlaði bara að finna öryggið
og leggja nýtt frá því og í rofann veit bara ekki hvar akkúrat þetta öryggi er.
Varðandi þurrkurnar þá vantar mig að vita hvar releyin eru og öryggið einnig þykist ég vita að það séu tvö reley fyrir þurrkumótorinn.
Verð bara að fara og rekja þetta.
Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar
Er búinn að sækja en á eftir að opna og skoða
Takk fyrir Úlfr verð í sambandi við þig ef á þarf að halda þegar ég kíki á þetta.Verðið er yfir þá teikningu sem nær yfir þurrkumótorinn og því sem honum er tengt. Þeir réttlæta verðið með því að það þurfi að skanna inn teikningarnar og koma því svo á disk. Ok en ef þeir hafa yfirfært þetta einu sinni á cd. þá ætti ekki að þurfa að gera það aftur og því ástæðulaust að rukka alla alltaf fyrir stofnkostnaði.
Kv.Hjalti R.
http://www.hjaltir.com
28.12.2007 at 14:14 #607836Sælir,
Ég á til rafmagnsteikningar um eldri árgerð uþb. 1994.
Ef þú vilt fá það þá er það velkomið.
Hringdu í mig S: 693 5352Kveðja
Elvar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
