FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Rafmagn fyrir spil.

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafmagn fyrir spil.

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Eiríksson Ólafur Eiríksson 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.03.2003 at 22:08 #192413
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég var að spá hvað ég þyrfti sveran kapal fyrir spil, þeir í Bílanaust segja 50 kvaðröt (hvernig það er nú skrifað.) Og ég ætla líka að nota hann fyrir startkapla.

    Kveðja

    Hjörtur.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 30.03.2003 at 13:32 #471632
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Mitt állit er að ef þú ætlar að nota þetta líka fyrir startkapla skaltu hafa þetta nógu dj. svert.
    Ef kapallinn er grennri en startkaplarnir og flutningsþörfin er mikil sjóðsitnar kapallinn.
    Þetta virkar sem "flöskuháls" og flutningsgetan verður
    mminni
    (Mikil orkuþörf=Stór rafgeymir=Sverir kaplar)
    og allt svínvirkar.





    30.03.2003 at 16:44 #471634
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það er skrifað 50q og það er yfirdrifið nóg. Heimtaug í einbýlishús er ekki svona sver. Algengt er að startkaplar séu á bilinu 16q til 25q og þá eru þessir grennri þeir sem þú færð á bensínstöðvum.





    31.03.2003 at 00:18 #471636
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    50q er oft notað fyrir spil, og er yfirdrifin stærð fyrir stærstu 12 volta spilin. Í raun dugar 35q fínt fyrir spil minni en c.a 8000 pund í 12v. 24 volta spil draga helmingi minni straum en 12 v þannig að 35q ætti að duga fyrir stærstu 24v græjurnar.

    Startkaplar úr 50q eru góðir, það er hægt að starta verstu diesel græjum beint með þeim enda sú stærð algeng í geymasamböndum á stærri dieselvélum. Kaplar úr svo sverum kapli eru hinsvegar þungir og kannski væri bara betra að vera með 35q til þeirra nota. Það eru fínur startkaplar og eins og bent er á hér að ofan sverari leiðari en í flestu því sem maður getur keypt tilbúið.

    Það sem er virkilega mikilvægt í tengingum á spilum og öðrum straumfrekum búnaði er að tengingarnar séu góðar. Ekki pressa skóna á í skrúfstykkinu eða öðrum álíka aðferðum, fáðu annaðhvort góða töng, eða það sem er náttúrulega best, að lóða skóna á. Það er lítið mál með gastækjum, kosanbrúsa eða álíka búnaði. hita þetta almennilega og fylla skóinn algerlega af tini. Gott að setja koppafeiti undir allar tengingar líka og herða vel að. þá þarf ekki að líta á þetta í nokkur ár.

    Góður frágangur á svona lögnum er nauðsynlegur, kaplar í spil hafa kveikt í bílum, eyðilagt rafgeyma með snöggri afhleðslu og annað slíkt. Gættu að því að lagnirnar geti ekki nuddast við neinstaðar. Leggðu líka jörðina úr spilinu með sama kapli beint í geyminn, ekki tengja hana í grindina rétt hjá spilinu.

    Spil eru græjur sem eru notaðar sjaldan, og þegar á þarf að halda er þreytandi ef eitthvað funkerar ekki. Þegar jeppinn er á svarta kafi í krapa og spilið er eitt til bjargar þá er gott að hafa það bak við eyrað að maður fúskaði ekki við ísetninguna.

    PS Ég mundi kaupa kaplana í einhverri rafmagnsheildsölunni, ískraft, reykjafelli ….whatever. Bílanaust selur jú góða kapla, en verðið hjá þeim er BREKKA :)

    "Stuð"kveðjur
    Óli





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.