Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafkerfi
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
05.09.2003 at 09:18 #192840
Sælir,
Hvernig eru menn at tengja aukahluti sem þurfa rafmagn í bílana hjá sér? Eru menn að kaupa aukarafkerfi hjá Aukaraf eða notað einhverjar aðrar leiðir?Það er smá saman að fjölga rafmagnstækjunum í bílnum hjá mér og væntanlega bætast aukaljós o.þ.h. á næstu misserum. Við fyrstu sýn virðist mér að aukakerfi frá Aukaraf sem kostar 50 þús. sé frekar dýrt sérstaklega í upphafi þegar tækin eru ekki mörg, hinsvegar veit ég að það borgar sig að hugsa fyrir hlutunum í tíma. Öll ráð og viðhorf koma sér vel.
jsk -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.09.2003 at 11:07 #476058
Sæll Jón.
Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú talaðir um að hugsa fram í tímann. Á endanum átt þú trúlega eftir að vera með talstöð, síma, GPS, tölvu og hugsanlega 3-4 sett af kösturum á bílnum. Fyrir þetta þarf rofa, relay og öryggi og allt tekur þetta sitt pláss. Því er í flestum tilfellum heppilegast að hafa þetta í einu boxi sem hægt er að staðsetja þar sem pláss er fyrir hendi. Ég er ekki viss um að 50 þús. sé mikið fyir þetta, því efnið kostar jú sitt, og svo vinnan við að setja það saman.
það má heldur ekki gleyma því að rafkerfið er hlutur sem ekki má kasta til hendinni við, og þónokkra þekkingu þarf til að geta smíðað það svo vel sé.
En það þarf líka að passa að lagnir að og frá aukarafkerfinu hvort sem það er keypt eða smíðað séu fagmannlega unnar og vel frá þeim gengið. Kapalskór þurfa að vera vel klemmdir, og vírendar sem fara inná raðtengi eins og eru í aukarafkerfunum skulu undantekninalaust vera fortinaðir eða með vírendahulsum. Ég hef séð allt of mörg dæmi um að það sé ekki gert og þar myndist hiti og sambandsleysi. Einng þarf að passa vel uppá að vírar séu nógu sverir, en það vill klikka hjá sumum.
kv.
Emil Borg, alltaf í stuði
05.09.2003 at 12:41 #476060
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Talaðu við stsákana í Aukaraf . Þeir voru komnir með einfaldara og ódýrara rafkerfi. Þeir senda þér allar upls. um leið.
Svo tek ég undir allt sem Emil sagði ,ílla frá gengið rafarmagn endar með einhverskonar ósköpum að undangengnum allskonar hrellingum og ógeði.
kv.S.B.
05.09.2003 at 19:34 #476062efniskostnaður er nú ekki svo hár eða um 6þ fyrir það sem er í boxinu, og takkarnir sem eru hlutfallslega dýrastir.
Efniviðinn fær maður svo í rafvirkjaheildsölum (tengibrettið og kassann)-(tvær hlið við hlið í skipholtinu)
og öryggjabox og relaybox hjá aukaraf.
relayarnir eru 1/2 ódyrir hjá 12volt hledur en bílanaust og aukaraf.(telur hratt)
(svo hef líka heyrt að hægt sé að fá micro relay frá Hella sem eru mun minni(bílanaust))Og svo að lokum er til mjög flott takkaborð hjá radioþjónustu Siggaharðar með að 10 eða 12 tökkum að mig minnir, baklýsingu og díóðu við hvern takka.
Og rúsinan í pylsuendanum er að það kemst ofaní öskubakkann hjá þér, í stað þess að gata mælaborðið!! (12þkr)
(takkarnir þola reyndar ekki neinn straum og þurfa því að stýra relayum)Þetta er uppskrift að að mér finnst mjög veglegu aukarafkerfi, og muna bara að vera með nóg að aukarásum !
(fyrir allt hitt sem manni langar í!)
05.09.2003 at 22:26 #476064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll!
ég stend í þessari hugleiðingu að smella greiniboxi í jeppann. Það sem ég er að ýmynda mér er að finna box í sæmilegri stærð og leggja í hann 10-16q vír og tenga hann við einhverskonar safnskinnu. Þaðan get ég sótt straum í misstór öryggi og inn á víra í réttum sverleika fyrir neyslutækin s.s. GPS, NMT, þokuljós, talstöðvar, leitarljós, vinnuljós o.s.frv.Hinsvegar þá er ég að reyna að finna eru sjálfvör sem henta í þetta. Þau eru til, það þarf bara að finna þau.
Kv Isan
06.09.2003 at 00:19 #476066Sælir strákar.
Ekki ætla ég að letja ykkur við að smíða rafkerfi.
Ég vil aðeins benda ykkur á að vanda vel til verksins. Það er mjög snjallt að kaupa rakaþéttan kassa (tengibox) og nota sem töflu. Að honum er rétt að leggja eins og Isan leggur til 10 -16q vír, en ath. að hann þarf að vera varinn við rafgeyminn með ca. 80A. öryggi.Í kassanum dreifist svo straumurinn inná fleiri og minni öryggi, og þaðan inn á relay. Öryggin skulu vera framan við relayin því þau þola miklu minni straum heldur en kapallinn fram í geymi.Passið líka að nota vönduð relay sem eru allavega gefin upp fyrir 30A. Ég mæli líka með að setja relayin í sökkul þannig að auðveldara sé að ná þeim úr. Snjallt er að hafa eitt öryggið fyrir stýristraum, þ.e. fyrir rofana. Þeir þurfað að sjálfsögðu að vera með ljósi samkv. reglugerðinni. Það er ekki nauðsynlegt að vera með relay fyrir öll tæki. Ef notaður er t.d. rofi sem þolir 16A. er það nóg fyrir fullt af dóti. Þó skal varast að fulllesta rofann. Svo þarf auðvitað að passa að straumur inná rofa fyrir kastara sé aðeins virkur þegar kveikt er á stöðuljósum. Og þegar þið tengið inná vírinn frá parkljósunum, EKKI NOTA STRAUMÞJÓF SEM FER INNÁ VÍRINN. Það er ávísun á vandræði.
Ef notuð eru raðtengi til að taka strauminn út úr kassaum mæli ég ekki með tengjum sem er stungið inná, heldur með skrufuðum tengjum. Þannig næst betri og öruggari tenging. Einnig er nauðsinlegt að fortina endann á vírnum sem fer inná tengið, eða nota vírendahulsur. Gott er líka að setja vaselín á öll tengi til að halda rakanum frá. Ég legg heldur ekki næga áherslu á að nota nægjanlega svera víra í tækin. Ég hef mælt CB stöð sem sendi 3,5W. á vírnum sem fylgdi henni, en 5W þegar búið var að setja sverari vír. Þetta gildir líka um ljós og annan búnað þvi spennufall er miklu meira á 12V. en 230V.
Ísan nefndi sjálfvör. Þau eru frekar dýr, en hafa þó verið að lækka. Helsti ókosturinn við þau er stærðin. Þið getið séð dæmi um slík vör á http://WWW.RSICELAND.COM eða http://www.rswww.com vörunúmer er slegið í gluggann til vinstri. Prófið 854-453 eða 458-8740. Þarna er auðvitað hægt að panta rofa, tengi, skó, hefðbundin spaðavör og flest annað sem þarf í bílarafmagnið.
Kveðja,
Emil
06.09.2003 at 00:31 #476068að gera aukarafkerfi er ekki flókið mál þetta er efni upp á 8-10þús og einkvöldstund að leggja og smíða bara flott rafkerfi
06.09.2003 at 10:23 #476070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef til sölu aukarafkerfi stórra kerfi með öllu. uppl: 696-1597
06.09.2003 at 11:37 #476072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Þetta er hin ágætasta útlistun á hinum ýmsu smáatriðum sem þarf að gæta hjá Emil en ég er ekki sammála öllu.
Það sem við vitum um svona tengingar er að þær þurfa að þola mikinn hristing og þá er ég ekki viss um að fortinun á vírum sé endilega það besta. Ég hef reyndar líka séð endahulsu svíkja all illa og það hefði valdið stórtjóni ef ég hefði ekki orðið var við það. Þær eru hinsvegar að mínu mati miklu betri en fortinun og betri en ber vír. Ég hef mikið til eingöngu séð fortinun á vírum þar sem mikil hætta er á oxiterun eins og á Nesjavöllum og víðar.
Ég hinsvegar er ekki eins viss um að stungin tengi séu svona mikið verri. Þau hafa fengið miklar prófanir og eru álitin bestu fáanlegu tengin þar sem mikill titringur er af því að það er stöðug spenna á vírinn.
Þau hinsvegar krefjast þess að þú notir hárrétta stærð.Til að fá reley til að endast í bílum þá þarf að tengja díóðu yfir snertuna. Þegar straumur er tekinn af straumfreku tæki á jafnspennu þá myndast mikill ljósbogi yfir snertuna en straumurinn sem myndar hann rennur í gagnstæða átt. Díóðan skammhleypir þessum straum framhjá snertunni.
Svona box má þétta vel ef það er undið vélahlífinni með nipplum og kítti í skrúfugöt o.s.frv. En það er ekki gott að ausa hvorki feiti né vasilíni yfir tengin. Það hefur mjög oft gerst að rakinn hefur safnast saman undir feitina og ekki átt aðgang út aftur og stórskemmt tengin þar sem þú sérð það ekki. Það eina sem ég hef séð virka af svona það var þegar það var hellt glussa olíu ofaní jafnsraumsbúnað. Það var góð kæling og eyddi öllum ljósbogum í fæðingu. Að mínu mati er best að tengin séu hrein. Það mætti frekar hugsa sér að leggja rörbút til að miðstöðin gæti hreyft loftið inni í boxinu.
80A öryggi er alltof stórt fyrir 16q vír í jafnsrtaumi, þó að ég hafi gleymt að nefna þetta öryggi. Þú ert þarna með stöðugt álag DC og þá þarftu að hafa sverari víra en í AC straum. Margfaldaðu leyfilegann sverleika víra skv. reglugerð með kvaðratrótinni af 2 og veldu næstu stærð fyrir ofan. Þá ertu með réttann vír.
Kv Isan
Ps þetta eru reyndar hlutir sem engvir 2 rafvirkjar eru sammála um en ég miða við þetta.
06.09.2003 at 20:30 #476074
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég get nú ekki verið sammála þeim sem segir að rafkerfi kosti ekki meir en 8-10þús. greykdal, það er tvennt í stöðunni, annaðhvort veist þú ekki um hvað verið er að tala eða þú ert með gömlu druslubíla aðferðina 1 rofi sem kveikir á öllu sem hægt er að kveikja á. Gott rafkerfi kostar ekki undir 50þús.
06.09.2003 at 21:07 #476076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Emil sagði:
Svo þarf auðvitað að passa að straumur inná rofa fyrir kastara sé aðeins virkur þegar kveikt er á stöðuljósum.Ég held ég fari rétt með að inná parkljós skal tengja þokuljós sem lýsa uppvið og til hliða bílsins en kastara má aðeins nota með háa geislanum.
Annars virðist mér sem það sé landlægt að menn noti of granna víra og of fá öryggi í bílskúrsmixið. Þegar menn splæsa í GPS á 50-100þús, síma og talstöðvar fyrir 100+, kastara og drasl fyrir 50+ í bíl sem kostar 4-6 kúlur þá sé 50 þúsund fyrir vandað "plug-and-play" rafkerfi bara fair díll og í góðu samræmi við rest.
06.09.2003 at 22:02 #476078Ég er forvitin um hvernig rafkerfi á að smíða með efniskostnað uppá "ekki minna en 50þús". Þessi stóru aukarafkerfi sem kosta 50 kall eru reiknuð með vinnu og álagningu þannig að efniskostnaður er eflaust í kringum 20þús til Jóa á götuni. Svo er að raða saman dótinu og tekur talsverðan tíma fyrir menn sem eru að þessu í fyrsta skipti ef það á að vera almennilegt.
Ef að það á að nota 80A öryggi þá borgar sig að nota vel sveran vír, 16q er enganvegin nóg. Og passa það vel að nota afglóðaðan vír, ekki bara einhvern fjölþættan vír frá næsta rafvirkja. Þetta þarf að vera mjúkur og fínþættur vír svo hann þoli hristinginn, víra eins og græjuguttarnir nota á magnarana í diskódósunum.Reglugerðin um gerð og búnað ökutækja er á [url=http://www.us.is/files/Reglugerð%20um%20gerð%20og%20búnað%20ökutækja.pdf]þessum link[/url]
08.09.2003 at 13:05 #476080Ýmsar gagnlegar upplýsingar hér að framan
Trúlega mun ég og félagi minn útbúa "aukarafkerfi" í bílinn. Ástæður fyrir því að smíða þetta sjálfir eru tvær. Annarsvega skemmtunin við að útbúa þetta og hinsvegar höldum við að þetta verði ódýrara heldur en að kaupa tilbúið kerfi, enda stærðin á kerfinu e.t.v. minni.
Ég er að spá í hvar á að staðsetja tengiboxið í bílnum, þetta er 1995 Patrol og við fyrstu sýn ekkert augljóst hvar er best að staðsetja það, er betra að hafa það inní bílnum eða fram í húddi?
jsk
08.09.2003 at 21:23 #476082Nú veit maður ekki hvort einhverjir sem hér skrifa eru sjálfir fagmenn. Manni sýnist að minnsta kosti sumir hafa notadrjúga þekkingu í bílarafmagni. En frá sjónarhóli þess sem lítið kann annað en reynsluna er boðskapurinn sára einfaldur. Það er betra að láta góðan fagmann vinna verkið en vera með eitthvert fúsk í rafkerfinu, þótt það kosti eitthvað meira. Það er of oft búið að kvikna í bílum fyrir utan annarskonar vandræði út af lélegum frágangi á rafleiðslum að aukabúnaði. Því eru það mín ráð ef menn eru ekki því betur að sér í þessu: verslið þið við Inga í Aukaraf þótt það kosti eitthvað. Hans búnaður er þrautreyndur og virkar. Punktur.
05.10.2003 at 21:17 #476084
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála..það eru nú eflaust til e-h sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern rafvirkja ekki bara þennan venjulega húsarafvirkja einsog svo margir tala um.. en annars mega aukaháljós(kastarar öðru nafni) ekki kveikna nema að háuljósin séu logandi.. annað gildir um þokuljós en þau mega kvikna þegar stöðuljósin loga(hef reyndar ekki þetta tengt svona,vill geta haft kastarana á þót mar sé ekki með bullandi háuljós sem eru ekki fljótstillanleg en lýsa bara upp snjókomuna..en ekkert niður og til hliðanna…Bara vandaðu frágangur margborgar sig og ekki vera kaupa ódýrasta efnið… svipað og með mellunar betra borga aðeins meira og fá klassa..heldur enn að fá bara einhverja bílskúrsmellu úr hafnarfirði…:-)
05.10.2003 at 23:57 #476086Ég er forvitinn að vita hvort þú hafir einhverja reynslu úr Hafnafirði og hversu mikið meira þarf að borga?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.