FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Rafgeymir alternator

by Bjarki Clausen

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafgeymir alternator

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sveinbjörn Sveinbjörnsson Sveinbjörn Sveinbjörnsson 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.01.2006 at 10:39 #197137
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant

    Sælir

    Nú er burban að stríða mér aðeins. málið er að
    hann er ekki að sýna nema 10v hleðsu. Mín pæling er hvort geti verið að geymarnir séu bilaðir og séu að drekka í sig hleðsluna. Eða hvort alternatorinn sé farinn, sem mér þykir lítil ending því bílinn er ekki ekinn nema 32.000 mílur.

    Hefur einhv lent í svona með geyma?

    áður en þetta gerðist alveg var hann alltaf að rokka 10-14 volt eftir að maður startaði í svona 20 sek en náði sér þó alltaf á strik eftir það 14v. Var svo í lagi yfir daginn Ef maður stoppaði stutt þá gerði hann þetta ekki. En ef bílinn stóð lengi þá hagaði hann sér svona.
    Því vil ég meina að þetta séu geymarnir sem eru orðnir 7 ára.
    Nei ég er ekki búin að opna húddið.
    nei ég er ekki búiin að mæla hleðslu við alternatorinn
    það er svo kalt úti :)

    Einhver lent í svona eða svipuðu?

    Og annað hvar eru bestu geymarnir á besta verðinu
    ekki til í bílanaust pólarnir eru á hliðunum!
    kosta 15.900 hjá skorra stykkið
    kv
    bjarki

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 23.01.2006 at 11:23 #539968
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Lenti í bilun sem lýsti sér nákvæmlega eins og þessi þá var pakkdós milli vakúm dælu fyrir bremsur og altanators sem var sambyggt farinn og olía hafði flætt yfir hleðslustýringuna og eyðilagt hana. Fór með altanatorinn til Rafstillingar og þeir tóku hann í gegn og skiptu um hleðslustýringuna fyrir mig





    23.01.2006 at 12:36 #539970
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ástæðan fyrir því að voltmælirinn rokkar til strax eftir start er líklega að þá er hann að smella á hitakertunum af og á. Þau taka mikinn straum og spennan á kerfinu fellur þegar þeim er skotið inn, og hækkar síðan snöggt þegar slökkt er á þeim. Þetta er eðlilegt.

    Fyrst að bíllinn hleður ekki nema 10v í dag þá mundi ég klárlega veðja á alternatorinn, hann er bilaður. Það er afar langsótt að geymar skammhleypist þannig að alternator í lagi nái ekki hærri spennu yfir þá en 10V, þeir geymar halda þá alls engri hleðslu og það er meiriháttar startkaplamál að ná bíl í gang með þá tengda við kerfið, þar sem þeir eru mun verri en engir.

    Ef því villt sannreyna að þetta sé alternatorinn getur þú bara losað pólana af geymunum með vélina í gangi, þá á voltmælirinn að sýna kringum 14V.





    23.01.2006 at 16:10 #539972
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Þessi 10V straumur hljómar eins og hluti af díóðunum í altenatornum sé brunninn yfir. Þetta gerist auðveldlega ef glussi eða eitthvað sambærilegt sullast á altenatorinn, eins og fram hefur komið….

    Það mætti mæla altenatorinn til að sannreyna að hann sé ekki að skila nema 10v. Venjuleg rafgeymaverkstæði ættu að geta veitt þér faglega ráðgjöf um þetta (helst vilja þeir selja þér nýja geyma)

    Líklega er tiltölulega auðvelt að laga þetta. Ef dæla fyrir stýrisvökva er aftaná altenatornum gæti verið gott að skoða pakkdósir á dælunni í leiðinni.

    Dæmi eru um að glussi hafi sullast uppúr forðabúri fyrir stýrisvökva eftir áfyllingu ef áfyllingin hefur verið rífleg og glussinn meira að segja lent á altenatornum.

    Gangi þér vel
    Elvar





    23.01.2006 at 20:06 #539974
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Ólíklegt en ….ný kominn úr smurningu ?

    En þetta ætti nú að koma í ljós á eftir ég er að fara að kíkja á þetta. Þakka góðar ábendingar.
    v
    bjarki





    23.01.2006 at 20:33 #539976
    Profile photo of Sveinbjörn Sveinbjörnsson
    Sveinbjörn Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 68

    Þetta hljómar eins og um brunna díóðu sé að ræða. Einnig myndi ég prófa að mæla hvort um spennufall er að ræða á plús eða mínus hlið. Ef þú ert með rafmagnsmæli getur þú tengt hann við plúspól á alternator og plúspól á rafgeymi þarna ætti ekki að vera meira en 0,1-0,2 Volt. Ef þú tengir svo mælinn við mínuspól á rafgeymi og hinn endan á mælinum beint á hús alternatorsins og færð einnig 0,1-0,2Volt er það öruggt að bilun er í alternator. Ef þú færð hins vegar 4Volt á milli mínuspóls á rafgeymi og frá húsi alternatorsins þá er jarðsamband einhverstaðar á leiðini ekki í lagi. Sama gildir um plúshliðina. Hef sjálfur komið að svona bilunum þar sem sambandsleysi var á tengjum. Hef einnig lént í því að fá spennufall upp á 2-3 volt í pólskó rafgeymis. Hins vegar er það rétt sem lýst var að ofan að þegar glóðarhitunin er að koma inn eftir að sett er í gang verður töluvert spennufall. Gangi þér vel að finna þetta.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.