Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Rafgeymar.
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Rangur 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.01.2005 at 15:39 #195331
Jæja núna eru rafgeymarnir farnir að slappast verulega og eru startkaplarnir alltaf við hendina 😀
Hverju mæla menn svona helst með ?
hvað eruði að nota og hvert er verðið ?Þetta með rafgeyma getur nefninlega verið dáldið mismunandi.
sumir vilja kaupa geyma með geðveiku byrjunarstarti en lenda svo í því að kaupa nýja eftir ár.Þannig að gaman væri að sjá hvað fólk er að nota.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.01.2005 at 15:46 #514496
Orginal stærð, Varta.
Hafa ekki klikkað ennþá. Verst að þeir eru ekki seldir lengur. Deka eru góðir geymar einnig.Persónlulega sé ég enga þörf á stærri geymum en orginal (2*75 ampstundir) eru alveg hellingur. Fullt af orku, líka í -20 gráðum.
Þegar orginal Toyota geymarnir hjá mér voru farnir að slappast þá bætti ég bara á þá vatni og notaði með góðum árangri í heilt ár í viðbót.
kv
Rúnar.
24.01.2005 at 15:51 #514498ég er búinn að bæta á vatna en bara annar lagaðist 😉
Hinn var nefninlega orðin svona.. þurrhlöðugeymir = mjög lítið vatn á cellunum ef það var eitthvað
24.01.2005 at 15:55 #514500
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er med 1 optima í hilux (orginal 2)hef aldrei skort rafmagn og lánadi geyminn meir ad segja í torferubil í eina keppni á hellu og fann engan mun eftir, samt drukknadi bíllin í Rangánni og var startad þar til helv… fór í gang. Optima eru dýrir en þeir endast og endast
kv CATman
24.01.2005 at 16:15 #514502Ef þú ert með eitthvað af græjum (CB,CD,VHF,NMT,GSM,GPS,FARTÖLVU og auka ljós) í bílnum, þá er mjög gott að bæta við nokkrum amperum.
Sérstaklega eru það dísel bílarnir sem þykir gott að fá öflugt start. Ég mæli með DETA geymum frá OLÍS!!
DETA er stærsti framleiðandi lyftarageyma í heimi.Kveðja
Þengill
24.01.2005 at 16:16 #514504er með hella aukaljós, (4stykki), vhf,nmt og fleira 😀
24.01.2005 at 21:59 #514506Rúnar, þú ert með spil á DC-inum þínum er það ekki ?
Hefurðu gert eitthvað sérstakt í sambandi við alternatorinn eða hleðsluna á honum til að spilið endist eitthvað meira en 1-2 mín. undir mátulegu álagi (draga sjálfan sig upp brekku) ?
Ég er á DC og fékk mér spil nýlega en mér finnst það ekki endast neitt, hleðslan er komin niðrúr öllu um leið. Alternatorinn virðist ekki ráða við að hlaða nógu hratt til að auka endinguna neitt að ráði.
Ég hef reyndar ekki neina reynslu af spilum á öðrum bílum, kannski er þetta bara eðlilegt ?Mér var sagt á rafverkstæði sem gerði upp startarann hjá mér, að það væri ekki einfalt mál að setja stærri alternator í DC?
Ég á reyndar eftir að láta tékka rafgeymana almennilega, en þeir hafa reynst ágætlega hingað til og ekki orðið var við vandamál annars.
Arnór
25.01.2005 at 00:20 #514508Ég hef spilað aðeins á geymana hjá mér í nokkrum stuttum æfingum og hef ekki orðið var við að geymarnir hafi verið að klárast eitthvað sérstaklega í þessu stuttu æfingum mínum. Einu sinni var jú eitthvað sambandsleysi en það kláraði ekki geymana.
En það er örugglega hægt að kaupa misgóða geyma…
Elvar
25.01.2005 at 09:01 #514510ég var með Deta geyma í bílnum hjá mér, annar entist árið og fékk ég fá svör við því hjá umboðinu OLÍS, get því ekki mælt með DETA vegna þessa nú svo síðast en ekki síst er OLIS ekki eitt af þeim fyritækjum sem bíleigengur ættu að sniðganga með annað nema það sem þeir eru neyddir til að kaupa af þessum höfðingjum eða hitt þó heldur.
kv
js
25.01.2005 at 09:23 #514512Ég verð nú bara að viðukenna það að ég hef aldrei spilað það mikið að ég hafi lent í rafmagnsvandamáli. Svo ég verð bara að segja pass…!
Það er Vacum dæla aftaná alternatornum, sem gerir það að verkum að maður skiptir honum ekkert út bara si svon. Hún gerir þá líka fáránlega dýra.
kv
Rúnar.
27.01.2005 at 00:43 #514514Ok – takk fyrir þetta, þetta er uppörvandi að heyra, þá veit ég að þetta á að geta virkað.
Var reyndar að uppgötva í gærkvöldi að plús-skórinn á öðrum geyminum var laus, og ekkert hlaupið að því að herða hann – róin hert í botn en samt laus…. það skildi þó ekki hafa eitthvað með málið að gera 😉
…..farinn að kaupa nýjan póla-skó.
27.01.2005 at 08:28 #514516eitt af þeim atriðum sem þarf að fylgjast með, að tengi á geyma-póla séu vel hert og líka að þau sé hrein. Til að fyrirbyggja spansgrænu er gott að setja koppafeiti á póla og tengi, nú ef spansgræna er komin þá er eitt ráðið að skola það af með heitu vatni, og þrífa síðan vel og setja koppafeiti, þetta er eflaust eitta af mörgum ráðum sem bílaáhugamenn þekkja
have a nice day
Jon
27.01.2005 at 09:46 #514518
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eina góða við Deta geyma er að þú ert alltaf með nýja geyma í bílnum því það er undantekning ef þessir geymar komast úr ábyrgð, ekki Deta safnaðu frekar saman nokkrum rafhlöðum og hafðu þær í hanskahólfinu til að starta.
kv, Misa
27.01.2005 at 11:01 #514520Ég hringdi í bilanaust og pantaði mér 2x rafgeyma, bað um varta (þeir eiga að vera til hjá þeim) ekkert mál en núna þegar að rafgeymarnir komu stendur bara PowerStart á þeim, einhver sem að kannast við þá tegund ?
27.01.2005 at 11:28 #514522Rafgeymar eru seldir undir miklu fleiri merkjum heldur en fjöldi framleiðenda. T.d. sá ég eitthversstaðar að flestir rafgeymar sem seldir eru í USA séu framleiddir af tveimur aðilum. Því er ástæða til að taka með varúð fullyrðingum um að eitt merki sé miklu betra en annað. Ég hef yfirleitt keypt rafgeyma í Pólum, þeir hafa verið með góð verð og afslátt fyrir félaga í 4×4.
-Einar
27.01.2005 at 11:46 #514524Þetta er að verða sorgleg þróun með rafgeyma í Bílanaust. Núna er Bílanaust með umboð fyrir Varta, Bosch og Banner rafgeyma, sem allt eru góðir geymar sem hafa sannað sig á íslandi. Þegar þeir eru búnir að ná öllum þessum umboðum byrja þeir að selja eitthvað no name dót (PowerStart) sem ég persónulega vil ekki sjá, enda með slæma reynslu af no name geymum frá Bílanaust. Fyrir nokkrum árum fór Bílanaust að flytja inn no name geyma sem ég man ekki hvað hétu. Þeir voru vægast sagt handónýtir, og Bílanaust fékk þá í hausinn aftur og byrjuðu, sem betur fer með Varta aftur. Ég vona að Varta verði áfram í sölu hjá þeim, annars verslar maður geyma annarsstaðar, þrátt fyrir mjög góðan afslátt hjá Bílanaust.
Góðar stundir
27.01.2005 at 11:47 #514526Varta eru ekki seldir lengur hérlendis og hafa ekki verið í nokkur ár eftir minni bestu vitund.
Power Start eru framleiddir af einum af stærstu rafgeymaframleiðendum heims og sölumennirnir í Bílanaust segja að þeir séu barasta miklu betri en Varta… sel það ekki dýrara en þeir sögðu mér það!!
Hitt er annað mál að þó svo að hlutir með mismunandi merkjum séu framleiddir af sama aðilanum, þá þarf það ekki að þýða að um sömu vöru eða gæði sé um að ræða. Gæðin fara væntanlega aðalega eftir kröfunum sem eigendur merkisins gera og því hvað eigandi merkisins er tilbúinn að borga fyrir framleiðsluna. Í öðrum tilfellum eru þetta sömu hlutir með sitthvoru merkinu.
Hef heyrt að OME demparar séu framleiddir af Monroe (eins og meirihluti dempara í heiminum), en OME eru allsendis óskildir öðrum dempurum sem Monroe framleiðir, eins og t.d. Rancho 5000..!
Mikið af þessum no-name bensínstöðvargeymum líta reyndar nákvæmlega eins út, fyrir utan litinn og merkið.
kv
Rúnar.
27.01.2005 at 12:04 #514528Þegar framleiðandi setur vöru á markaðinn undir öðru nafni en þá vöru sem þeir selja er það vegna þess að þá er um nýja vöru frá þeim að ræða sem er í þróun. Hugmyndafræðin er sú að ef nýja varan eru mistök þá leggja þeir ekki nafnið á vörunni sem hefur fengið viðurkenningu við þá misheppnuðu. Ef nýja vara kemur vel út fær hún nafn viðurkenndrar vöru. Það er hægt að sjá þetta mjög víða t.d. Elu vs. Black og Deker, Richo v.s Sony og fleira. Þeir sem eru að kaupa vörur frá viðurkenndum framleiðanda undir oþekktu nafni eru því tilraunakaupendur, sem þarf ekkert endilega að vera slæmmt.
kv. vals.
27.01.2005 at 12:42 #514530Rúnar, varst þú ekki einn af þeim sem reyndi að spila Lúdda uppúr Tungufljóti? Double Cabinn sem var þar sem Arnór var bundinn í var farinn að ljóma eins og jólatré eftir nokkrar tilraunir, dragandi kraft í gengum öll ljós á bílnum.
27.01.2005 at 12:42 #514532"Varta eru ekki seldir lengur hérlendis og hafa ekki verið í nokkur ár eftir minni bestu vitund."
stendur amk á síðunni hjá bílanaust að þeir selji þá. Sölumaðurinn sem að ég talaði við sagði minnsta mál.
Ég keypti lítinn rafgeymi fyrir Ford Cortinu 1970 árgerð frá þeim í fyrrasumar.. Veit ekki meira en það
27.01.2005 at 12:52 #514534Síðustu tvö skipti sem ég hef reynt að kaupa þá þar, þá voru þeir bara ekki til "í augnablikinu….!" Og af því sem ég hef heyrt þá er þetta augnablik víst orðið frekar langt…
Veit svo sem ekki meir.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.