This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 11 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Rafmagn
Rafmagnsbílar hafa verið í umræðunni lengi og eru mjög spennandi kostur fyrir
Ísland. Í flestum löndum heims er stór hluti rafmagns framleiddur með bruna á
jarðeldsneyti (t.d. olíu og kolum) eða jafnvel með kjarnorku. Þar af leiðandi hefur
áhugi fyrir rafmagnsbílum ekki verið ýkja mikill. Hér á landi eru hins vegar
kjöraðstæður fyrir rafmagnsbíla þar sem rafmagn er nánast eingöng framleitt á
vistvænan hátt á Íslandi. Rafmagnsbílar ganga beint og alfarið fyrir rafmagni sem
geymt er í rafhlöðum í farartækinu sjálfu2 eða í eftirvagni þess. Tvinnbílar, sem framleiða rafmagn með rafstöð í bílnum og spara um helming eldsneytisins, eru
millilausn um þessar mundir og koma til með að ryðja sér mjög til rúms þar til
rafgeymaþróun er orðin ásættanleg.
Þetta er samt hægara sagt en gert því að geymslutækni fyrir rafmagn er skammt á
veg komin. Líþíumrafhlöður eru mikil bylting í geymslu á raforku með rúmlega
þrisvar sinnum hærra orkurými á hvert kg en blýgeymar og hafa þær því opnað
fyrir möguleika á rafmagnsbílum til almennra nota. Hin stóru vandamál við
liþíum-rafgeyma í dag eru einkum tvö. Annað er að slíkir rafgeymar eru dýrir og
endast einungis í um 7 ár að jafnaði og hitt er að langdrægni slíkra bíla er ekki
nógu góð í samanburði við bíla sem knúnir eru jarðeldsneyti1.
Með núverandi tækni eru rafmagnsbílar mjög hentugir innan borgarmarka og í
stuttar vegalengdir en um leið og menn ætla að leggja í lengri ferðir standast þeir
varla eða ekki kröfur. Ef fólksbíl með 50 lítra bensíntank er breytt í rafmagnsbíl
þá verður sambærileg nýtni rafmagns mjög góð eða um 89% á móti 27% með
bensíni.
Ef svo rafmagnsbíllinn á að hafa sama orkumagn nýtanlegrar orku um borð þarf
hann 1.200 kg af „Li-ion“ rafhlöðum í stað 3.780 kg af blýgeymum. Út frá þessu
sést að liþíum-jón-tæknin er bylting í rafgeymum, samt sem áður er 1,2 tonn af
rafgeymum í meðalfólksbíl full mikið en heimildum ber hér ekki saman. Hvort
liþíumrafhlöður séu framtíðarlausn fyrir rafmagnsbíla skal ósagt látið en hér eiga
sér stað miklar rannsóknir og þá sérstaklega á rafhlöðum tengdum grænþörungum
og kísilgúr. Hvað slíkar rannsóknir bera í skauti sér skal ósagt en spennandi
verður að fylgjast með þróun þessara mála í framtíðinni.
Rafmagnsbílar eru mjög heillandi verkefni vegna beinnar geymslu á raforku og
vegna þess að enginn útblástur kemur frá þeim og þeir eru hljóðlátir.
Rafmagnsmótorar hafa mjög góða nýtni en vandamálið er geymslurýmið á
raforkunni sem veldur því að erfitt er að nýta rafmagnsbíla nema á stuttum
vegalengdum enn sem komið er. Allmargar heimildir sem taka á samanburði
umhverfisvænnar orku, sem nýta má til að knýja áfram bíla framtíðarinnar, gera
ráð fyrir að rafmagnsbíllinn sé framtíðin þegar til lengri tíma er litið. Er þá mikið
horft til hins litla borgarbíls og að fullkomnar rafhlöður eru í stöðugri þróun. En
þó má benda á að rafbíll getur losað meiri gróðurhúsalofttegundir en venjulegur
bíll með sprengihreyfli ef rafmagnið er framleitt með kolabrennslu eins og víða er
erlendis. Í köldum löndum eins og Íslandi er einnig ljóst að verulega gengur á
raforkubirgðir bílsins við að halda honum heitum yfir vetrartímann. Hér væri
tilvalið að nota aðra orkugjafa, t.d. bíódísil, til að hita bílinn að innan. Einnig ber að hafa í huga að ef rafvæða ætti til dæmis allan bensínbílaflota
landsmanna sem er rúmlega 165 þúsund farartæki þá þyrfti að auka rafmagnsframleiðslu
hér á landi verulega jafnvel þótt næturrafmagn yrði að mestu leyti
notað. Hvort sú framleiðsla ætti fremur heima í rafbílum eða framleiðslutengdum
og orkufrekum verksmiðjum skal ekki dæmt um hér.
You must be logged in to reply to this topic.