Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › raffræðileg íhugun
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.01.2006 at 23:22 #197184
Jæja snillingar nú er ég að spá í að setja voltmæli í hiluxinn minn og er að spá í hvernig sé best að tengja hann það getur ekki verið mikið mál er það?
kveðja
Hilmar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.01.2006 at 23:57 #540618
Tengist einfaldlega milli + og – póla á rafgeymi.
Ekki flókið dæmi það. Það er eina tengingin sem gefur þér rétta mælingu á spennu. Ef þú tengir hann annars staðar, verður að taka með í dæmið hugsanlegt spennufall í leiðslum.Kv. gislio
29.01.2006 at 09:47 #540620ef hann tengir beint á + og – … er þá mælirinn ekki stöðugt að draga straum af geyminum… sama hversu lítll sá straumur er að þá gæti bíllinn orðið rafmagnslaus á einhverjum tíma… ekki satt? ég held þú verðir að fara inná einhvern svisstengdan + og svo beint í – , spennufall í bíl er nú varla marktækt vegna lítillar fjarlægðar ekki satt….
kveðja Axel Sig…
29.01.2006 at 14:01 #540622Á mínum jeppa (Wrangler) þá er voltmælirinn (original mælir) bara tengdur við vatnshitamælinn þannig að ég held að það skipti engu máli hvort hann er tengdur beint við geyminn eða bara einhversstaðar í plús. Síðan er jörðin bara tekin með hinum mælunum.
29.01.2006 at 20:32 #540624Í gamla Scout er voltmælirinn tengdur inn á næsta + í mæla borðinu. Sem er mjög gott mál, en þegar stefnuljós er sett á þá rokkar mælirinn um 4-6 volt, svo eitthvað spennufall er til staðar þar….
29.01.2006 at 20:42 #540626Sá einhverntíman miða sem kom með svona mæli og þá var plúsinn tengdur beint inná alternator. Man ekki hvernig átti að svisstengja hann.
29.01.2006 at 20:46 #540628Hér er tengimynd fyrri VDO voltmæli:
http://www.egauges.com/pdf/vdo/0-515-012-068.pdf
Möo, tengt inn á + út af sviss.
-haffi
29.01.2006 at 20:50 #540630Tengdann við alternator ég held að það sé best, Þá sérðu hvað bíllinn er að hlaða
29.01.2006 at 22:32 #540632Takk strákar þá er bara að fara að leita að sviss straum
straumkveðjur
Hilmar
29.01.2006 at 23:20 #540634Sæll
Ég held að þú ættir ekki að hafa svo miklar áhyggjur af straumtöku spennumælis. Eitthvað tekur hann en það myndi ég ætla að gæti verið á svipuðu róli og klukkan í bílnum nema að það sé í honum ljós, það gæti verið að taka eitthvað sem geti tæmt rafgeymi á nokkrum dögum.
Annars er áreinðanlega óhætt að finna svissstraum í öryggjaboxinu og þar ætti að vera minnst hætta á spennufalli sem ég held að þú ættir ekki að hafa svo miklar áhyggjur af heldur.
Kv Izan
30.01.2006 at 09:05 #540636Ég keypti inni og útihintamæli með innbyggðum voltmæli í Bílanausti. Þetta er sett í samband í sígarettukveikjaran.
30.01.2006 at 15:47 #540638Eðlilegast mun vera að tengja Voltmælinn þannig: +(plús) í rofin straum í svissbotni, oft sver grænn, fjólublár eða hvítur, jafnvel með litrönd er annars allur gangur á háð framleiðanda og landi (mjög mismunandi enda ekki einn samræmdur staðall). -(mínus) í góðan tengi punkt í boddýi/grind eða þ.h. Einnig – fyrir ljós, + fyrir ljós inná annað mælaljós eða side/park ljós öryggi/rofa. Þannig tengdur lifnar hann við þegar svissað er á og sýnir ástand geyma, en sýnir hleðslu þegar bíllinn er í gangi og ljósin kveikna með öðrum mælaborðsljósum. Öruggast er að mæla eða nota prufulampa til að finna hentugasta tengipunktin í svissinum því t.d. er algengt að órofin + frá geymi sé brúnn, rofin + fyrir töflu og tæki sé grænn og + fyrir kveikju hvítur. 1q fjölþættur bílavír er meira en nóg nema mælt sé með öðru eða lögnin sé þeim mun lengri. Original mælalagnir eru algengt 0,5q thin wall nú til dags.
Kveðja
Steini
30.01.2006 at 19:35 #540640Straumtaka voltmælis er nánast því engin.
Inngangsviðnámið er mjög hátt og straumnotkun einhverstaðar í kringum 24uA. (0,000024A, parkljós t.d. nota c.a. 0,5A)Sé hinsvegar ljós í mælinum má gera ráð fyrir 10-50mA straumnotkun.
(m = milli = 1/1000 , u = micro = 1/1.000.000 (til að forðast misskilning))Þá er orðin einhver hætta á að þetta klári rafgeyminn á þónokkrum tíma.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
