This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég rakst á vefsíðu Hollensks fyrirtækis sem ætlar að leysa orkuvanda heimsins (næstum) með því að framleiða rafmótora sem geta drifið bílhjólin beint.
Með þessu telja þeir að náist miklu betri nýting en ef drif og gírkassar koma við sögu.
Raforkan er geymd í rafgeymum og síðan er notaður lítill díselrokkur til að viðhalda hleðslunni. Menn hafa prófað svipaðar „hybrid“ útfærslur fyrr, a.m.k. á fólksbílum, en þessir eru að hefja prófun á strætisvagni og ætla að setja svona drifbúnað í tvo mismunandi jeppa. Það gæti verið spennandi að fylgjast með því hverju þetta skilar.Linkurinn er: http://www.e-traction.com/TheWheel.htm
Kv.
Wolf
You must be logged in to reply to this topic.