This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Vegna fyrirhugaðrar ferðar inn á Mörk um helgina langar mig að benda á nokkur atriði fyrir þá sem áhuga hafa á umræðunni um uppbyggðan veg þarna innúr.
Á 4 km kafla frá Steinsholtsá inn að Hvanná hafa allir lækir utan lækurinn úr Stakkholtsgjá verið settir í ræsi. Þetta voru fyrir skemmstu stórir pollar á veginum sem gaman var að láta gusa yfir bílinn og skola rykið af. Ræsin eru vandlega falin og meir að segja búið að tyrfa að því fyrsta sem er lækurinn við Fagraskóg. Á þessum kafla hefur verið borið mikið í veginn og er hann því nánast uppbyggður á köflum. Allt í lagi að bera í veginn en hvers vegna að eyðileggja skemmtunina af því að láta gusast yfir bílana?
Kominn er 700m langur grjótvarinn varnargarður út frá Stakki. Svona fyrirbæri kostar pening. Hvers vegna svona langur garður?
Vegagerðin staðhæfir að ekki eigi að gera vegabætur eða breyta í nokkru veginum fyrir innan Lón. Hvað er þá að gerast þarna? Hvers vegna þessi feluleikur með ræsin?
Í fréttabréfi Vegagerðarinnar 3. maí sl. segir: ?En það getur ekki verið aðferð við takmörkun á gestafjölda að aðeins þeir sem eigi stærstu jeppana hafi greiðan aðgang inn á svæðið.?
Ég túlka það svo að það eigi að brúa allar ár að lokum enda er slíkt auðvelt nema þá Hvanná. Hvernig ætla menn að réttlæta það að skilja eftir 2-3 ár eftir óbrúaðar þegar komin er rennivegur sitthvoru megin við?Takið einnig eftir því hvert núverandi uppbyggður vegur stefnir þar sem hann endar. Hann stefnir upp í Hellissel langt upp í hlíðina fyrir ofan núverandi veg. Markarfljótið á augljóslega ekki að ná að narta í dýrmætan veginn.
Nú á næstunni er fundur hjá Vegagerðinni og hagsmumunaðilum á svæðinu (FÍ, Útivist, Austurleið-Kynnisferðir (sem þykjast ekkert vita af þessum framkvæmdum eða hvað?). Hvaða fyrirsláttur kemur af þeim fundi verður gaman að heyra.
Ég vona að menn eigi ánægjulega helgi þarna innfrá og vona að þetta bölsýnistal skemmi ekki fyrir.
Kv. alfur
You must be logged in to reply to this topic.