FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ráðleggingar fyrir ferðalag

by Benedikt Þorgeirsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Ráðleggingar fyrir ferðalag

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Benedikt Þorgeirsson Benedikt Þorgeirsson 17 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.01.2008 at 16:11 #201549
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member

    Ég hef í hyggju að ferðast innanlands næsta sumar, 2-3 vikur. Það er svo margt sem ég á eftir að skoða og sjá á okkar fallega landi.
    Einnig hef ég aldrei ekið hringin góða og ég sá fyrir mér að aka hann með stoppum á helstu nátturuundrum okkar íslendinga, ætla semsagt að verða innlendur túristi :)

    Ég var að festa kaup á Hálendishandbókinni eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson og hún ætti að geta lagt grunn að þessu ferðalagi mínu.

    En mér datt í hug að menn og konur gætu mælt með stöðum sem maður má ekki missa af á ferðalagi um landið.

    Allar ábendingar vel þegnar, einnig ef einhver hefur gert beinagrind af svona ferðalagi að skýna smá ljósi á þetta.

    Kv Benni R-3370

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 07.01.2008 at 16:37 #609372
    Profile photo of Páll K Kristófersson
    Páll K Kristófersson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 276

    Sæll við félagarnir höfum farið síðastliðin 2 ár í 10 daga ferðalög um landið og síðasta sumar fórum við Sprengisandsleið, gistum í Nýjadal og svo í Laugarfelli sem er magnaður staður með heitri laug. Ókum svo niður í Skagafjörð og að Merkigili Þar sem Helgi og Monica bjuggu og skoðuðum líka Kirkjuna þar. En toppurinn á þessu ferðalagi er án efa þegar við keyrðum að Lokinhömrum, landslagið og fuglalífið er stórbrotið og maður keyrir í fjallshlíðinni megnið af tímanum.

    Myndbönd og myndir af lokinhamraleið og síðast en ekki síst mjóu brúnni yfir Merkigil þar sem við fórum á Econoline yfir er að finna á
    4x4sykurpudar.bloggar.is





    07.01.2008 at 17:53 #609374
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ekki kann ég önnur betri ráð en benda á það sem félagi vor Jón Snæland hefur látið frá sér fara á prenti.





    07.01.2008 at 18:48 #609376
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Einhvern veginn hef ég ekki trú á því að Pallikristó hafi farið á ekonolæn yfir brúna á Merkigili, amk væri það saga til næsta bæjar, og sloppið lifandi frá því.





    07.01.2008 at 19:30 #609378
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Að mínu áliti eru gífurlega margir staðir sem vert er að skoða og eru 3 vikur án efa góð byrjun. Ég vill samt mæla sérstaklega með einum stað sem hefur orðið útundan í mjög mörgum ferðahandbókum, allavega fara ótrúlega fáir þangað þrátt fyrir gott aðgengi og nálægð við þjóðveg 1.
    Nú geri ég ráð fyrir að fólk sé orðið spennt að komast að því hvaða staður þetta er og því læt ég það flakka hér með. Staðurinn er Fjaðrárgljúfur sem er við veginn upp í Lakagíga og sjást gljúfrin mæta vel frá þjóðvegi 1.

    [url=http://www.123.is/images/GenerateImageWatermark.aspx?fn=davidh&aid=-450873460&i=020:2d9flx4u][b:2d9flx4u]Hér er að finna mynd af gljúfrunum[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u]

    [url=http://www.123.is/album/display.aspx?fn=davidh&aid=-450873460:2d9flx4u][b:2d9flx4u]En hér[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u] og [url=http://www.123.is/album/display.aspx?fn=davidh&aid=-697621628:2d9flx4u][b:2d9flx4u]hér[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u] eru margar ágætar myndir sem ég hef tekið á ferðalögum. Svo mæli ég með [url=http://nat.is/isl_main.html:2d9flx4u][b:2d9flx4u]www.nat.is[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u] þegar menn eru að leita af upplýsingum.
    –
    Kv. Davíð
    –
    (Eitthvað pikkles á myndasíðunni þegar linkarnir voru settir inn en þeir verða væntanlega komnir í lag fljótlega)





    07.01.2008 at 19:57 #609380
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Svo maður haldi nú enn áfram að vera með leiðindi, enda óforbetranlegur besservisser: Hvar er Hafrárgljúfur við Lakaveg? Ég finn það ekki á mínu korti. Hinsvegar er Fjaðrárgljúfur á þessum slóðum feiknamyndarlegt og alltof lítið skoðað.





    07.01.2008 at 20:27 #609382
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Þú hefur aldeilis unnið þér inn rétt til að tuða yfir þessu rugli í mér og játa ég mig sekann um hrikaleg afglöp. Skömm mín er alger og kaus ég því að breyta fyrri skrifum mínum svo að rétt eru.
    –
    Davíð
    "ákaflegaauðmjúkur"





    07.01.2008 at 20:36 #609384
    Profile photo of Páll K Kristófersson
    Páll K Kristófersson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 276

    Þorvaldur kíktu bara á myndbandið af því er við fórum yfir. Þú kannski trúir því þá!

    http://www.ringo.com/videos/videos.html … =250558368





    07.01.2008 at 21:19 #609386
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Að sönnu fóruð þið yfir brú. En sú brú er ekki yfir Merkigil heldur Austari Jökulsá í Skagafirði. Við enda hennar er skilti sem á stendur: 3 t. Hvað skyldi ekonolæn vera þungur?
    Á Merkigili er ekki brú sem borið hefur bíla og er naumlega göngufær um þessar mundir og slóðin niður að henni er ekki bílfær og illfær á fjallahjólum. Þetta veit ég með fullri vissu vegna þess að pabbi sálugi byggði brúna sem þið fóruð yfir og ég skipti um gólf í henni með eigin hendi, hinir strákarnir hjálpuðu mér dálítið, allmörgum árum seinna. Og á Merkigili er engin kirkja, næsti kirkjustaður er í Ábæ og þar á milli eru sennilega 10 km. Í beina loftlínu eru þó Goðdalir nær en vegurinn þangað er allmiklu lengri en á honum er brú sem ég byggði, ekki þó aleinn, yfir Vestari Jökulsá og yfir hana hafið þið auðvitað líka farið. Og þegar gerð Monikubrúarinnar stóð yfir voru aðstæður fremur frumstæðar, mestallt unnið með handafli og veður öll válynd, enda komið fram á vetur. Þá orti pabbi gamli:
    Svifu um loftið sölnuð lauf,
    seggjum dugir ekkert gauf.
    Þungbær vistin þótti og dauf
    í Þrælabrekku og Drullurauf.
    Kv Þ
    PS Af því að ég fann mynd af brúnni í Merkigilinu sjálfu bæti ég tenglinum hér við og bið gamlan félaga minn úr brúnni afsökunar á stuldinum:
    http://orgelleikarinn.blog.is/users/6e/ … g_0977.jpg . Ef þið skoðið veginn að þessari brú sést að hann er lítt fær vélknúnum farartækjum. Þó hefur verið farið þarna um með dráttarvél, fyrir daga Monikubrúarinnar, og þarna yfir fór allt byggingarefnið til hússins á Merkigili, borið af mönnum og hestum. Verst þótti að komast með baðkerið.
    Kv sami





    07.01.2008 at 21:25 #609388
    Profile photo of Páll K Kristófersson
    Páll K Kristófersson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 276

    Þú ert bara einn viskubrunnur í þessu máli. Engu að síður virkilega fallegt svæði og gaman að koma þangað.





    07.01.2008 at 21:39 #609390
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þar sem þú minntist á það að fara hringveg 1, þá sé ég ekki að hálendisbækur sú eitthvað sem þú þarft, nær væri fyrir þig á ná þér í Vegahandbókina eða þá Íslandshandbókina.
    Annars lent Páll ( pallikristó ) í því reyndar einsog margir að segjast hafa farið í Laugar R fell. Og farið þar í laug. Reyndar heimsóttir þú Laugafell án R. Reyndar er einnig til Lauga R fell, en það er á austurlandi norðan við Snæfell, þar er reyndar einnig flott laug þó minni sé.





    07.01.2008 at 21:44 #609392
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member
    • Umræður: 50
    • Svör: 805

    Takk fyrir ábendingirnar allir saman, og Davíð gljúfrin hljóma spennandi :)





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.