This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Íslenskir Radíóamatörar standa fyrir námskeiði til prófs fyrir G og N réttinda radíóáhugamanna.
Námskeiðið hefst þann 31. janúar 2008 kl. 20:00
með kynningar kvöldi á námskeiðinu ásamt innritun og staðfestingu á þátttöku
þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í því.
Kynningin og námskeiðið fer fram í stofu 155 í VR 2 húsnæði Háskóla Íslands með aðkomu frá Hjarðarhaga.
Námskeiðið stendur yfir í 18 skipti og hefst þann 5. febrúar og gert er ráð fyrir að kennsla fari fram tvö kvöld í viku þ.e. á þriðjudags og fimmtudagskvöldum frá kl. 19:15 til 22:00 og lýkur með próf að námskeiðinu loknu.
Námskeiðsgjald er kr. 10.000 og greiðist í upphafi námskeiðs við afhendingu námsgagna.
Umsóknir um þátttöku og fyrirspurnir sendist á póstfangið ira@ira.is
Fyrir hönd stjórnar IRA
Þór Þórisson TF3GW
Hér er vefur síðasta námskeiðs
Kveðja Dagur
You must be logged in to reply to this topic.